Handbolti

Viktor hafði betur í upp­gjöri ís­lensku mark­varðanna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson léttur í bragði.
Viktor Gísli Hallgrímsson léttur í bragði. mynd/GOG

GOG vann öruggan sigur á Kolding er liðin mættust í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en GOG var einu marki yfir er liðin gengu til búningsherbergja, 14-15.

Þeir spýttu hins vegar í þegar komið var í þann síðari og unnu að endingu með níu marka mun, 28-36.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði ellefu skot af þeim 39 sem hann fékk á sig og var með tæplega 29% markvörslu.

Ágúst Elí Björgivnsson varði fjóra af þeim nítján boltum sem hann fékk á sig í marki Kolding.

Eftir sigurinn er GOG með fjögur stig í úrslitakeppnisriðli eitt og er í efsta sætinu.

Kolding er án stiga en fjögur lið eru í hvorum riðli og tvö efstu liðin fara í undanúrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×