Losunin sem aldrei varð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir og Signý Sif Sigurðardóttir skrifa 9. apríl 2021 15:00 Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2020 kom í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 2,7 milljónum tonna CO2 ígilda á árinu, sem er sambærilegt við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum á landinu árlega, og reyndar sambærilegt þeirri losun sem telst til beinnar ábyrgðar íslenskra stjórnvalda. Það sýnir skýrt hversu loftslagsvæn raforkuvinnsla okkar er. Orkumál eru loftslagsmál og stærsta tækifæri heimsins til að ná tökum á loftslagsbreytingum felst í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa, á sjálfbæran hátt. Við matið á því hvað fyrirtækið kom í veg fyrir mikla losun notum við viðmið um losun frá raforkuvinnslu sem óháður aðili reiknaði út fyrir okkur. Viðmiðið byggir á samsetningu mismunandi raforkunotenda á Íslandi, iðnaðar innan ETS kerfisins annars vegar og almennra notenda hins vegar.Við notum viðmiðið til að skoða hver losunin hefði verið ef ekki hefði verið fyrir græna raforkuvinnslu okkar, að sjálfsögðu að frádreginni þeirri losun sem þó verður í starfseminni. Þau 2,7 milljón tonn CO2 ígilda á árinu sem aldrei leystust úr læðingi fara nærri því að jafngilda akstri 600 þúsund bíla á ári, eða eins og áður kom fram: Losun frá öllum vegasamgöngum hér á landi nemur aðeins þriðjungi þessarar tölu. Fjármál eru líka loftslagsmál Öll starfsemi okkar hjá Landsvirkjun lýtur sömu áherslum í loftslagsmálum. Frá 2018 hefur til dæmis öll ný fjármögnun fyrirtækisins verið græn eða sjálfbærnitengd. Landsvirkjun varð fyrst íslenskra útgefenda til að gefa út græn skuldabréf það ár og gaf aftur út slík skuldabréf árið 2020. Nú nemur græna skuldabréfaútgáfan okkar 350 milljónum Bandaríkjadala, eða um 45 milljörðum króna. Tilgangur grænna skuldabréfa er að fjármagna eignir og verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, svo sem endurnýjanlega og sjálfbæra orkuvinnslu eins og í tilfelli Landsvirkjunar. Allar aflstöðvar Landsvirkjunar uppfylla ströng skilyrði sem gerð eru um losun. Þannig getur Landsvirkjun fjármagnað allar eignir á efnahagsreikningi fyrirtækisins, sem styðja við vinnslu Landsvirkjunar á orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, með grænum skuldabréfum.Græn skuldabréfaútgáfa af þessu tagi hentar sérstaklega vel fyrirtækjum eins og Landsvirkjun, sem hafa umhverfisvæna aðalstarfsemi. Með því að fjárfesta í grænum skuldabréfum gefst fjárfestum, sem í okkar tilviki eru stór erlend tryggingafélög og eignastýringarfyrirtæki, tækifæri til ráðstafa fjármunum sínum til eigna og verkefna sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál.Við reiknum árlega út loftslagsáhrif eigna Landsvirkjunar sem eru fjármagnaðar með grænum skuldabréfum og þar með framlag fjárfesta til þess að koma í veg fyrir losun. Nú má sjá þróun í þá átt, að græn skuldabréf beri lægri vexti fyrir útgefendur heldur en hefðbundin skuldabréf. Það gefur til kynna að fjárfestar séu reiðubúnir að fá lægri vexti, ef fé þeirra rennur til umhverfisvænna verkefna og eigna. Þessi þróun er mjög jákvæð og hvetjandi fyrir útgefendur grænna skuldabréfa. Hún getur líka bent til þess að fjárfestar meti grænar fjárfestingar sem áhættuminni en aðrar fjárfestingar til framtíðar. Loftslagsmál eru hagsmunamál okkar allra. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar sér að vera þar áfram í fararbroddi. Við horfum heildstætt á málaflokkinn og tökum ábyrgð á okkar eigin losun. Þannig vinnum við að því að gera heiminn grænan saman. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður á sviði Samfélags og umhverfis og Signý Sif er forstöðumaður á sviði Fjármála og upplýsingatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2020 kom í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 2,7 milljónum tonna CO2 ígilda á árinu, sem er sambærilegt við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum á landinu árlega, og reyndar sambærilegt þeirri losun sem telst til beinnar ábyrgðar íslenskra stjórnvalda. Það sýnir skýrt hversu loftslagsvæn raforkuvinnsla okkar er. Orkumál eru loftslagsmál og stærsta tækifæri heimsins til að ná tökum á loftslagsbreytingum felst í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa, á sjálfbæran hátt. Við matið á því hvað fyrirtækið kom í veg fyrir mikla losun notum við viðmið um losun frá raforkuvinnslu sem óháður aðili reiknaði út fyrir okkur. Viðmiðið byggir á samsetningu mismunandi raforkunotenda á Íslandi, iðnaðar innan ETS kerfisins annars vegar og almennra notenda hins vegar.Við notum viðmiðið til að skoða hver losunin hefði verið ef ekki hefði verið fyrir græna raforkuvinnslu okkar, að sjálfsögðu að frádreginni þeirri losun sem þó verður í starfseminni. Þau 2,7 milljón tonn CO2 ígilda á árinu sem aldrei leystust úr læðingi fara nærri því að jafngilda akstri 600 þúsund bíla á ári, eða eins og áður kom fram: Losun frá öllum vegasamgöngum hér á landi nemur aðeins þriðjungi þessarar tölu. Fjármál eru líka loftslagsmál Öll starfsemi okkar hjá Landsvirkjun lýtur sömu áherslum í loftslagsmálum. Frá 2018 hefur til dæmis öll ný fjármögnun fyrirtækisins verið græn eða sjálfbærnitengd. Landsvirkjun varð fyrst íslenskra útgefenda til að gefa út græn skuldabréf það ár og gaf aftur út slík skuldabréf árið 2020. Nú nemur græna skuldabréfaútgáfan okkar 350 milljónum Bandaríkjadala, eða um 45 milljörðum króna. Tilgangur grænna skuldabréfa er að fjármagna eignir og verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, svo sem endurnýjanlega og sjálfbæra orkuvinnslu eins og í tilfelli Landsvirkjunar. Allar aflstöðvar Landsvirkjunar uppfylla ströng skilyrði sem gerð eru um losun. Þannig getur Landsvirkjun fjármagnað allar eignir á efnahagsreikningi fyrirtækisins, sem styðja við vinnslu Landsvirkjunar á orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, með grænum skuldabréfum.Græn skuldabréfaútgáfa af þessu tagi hentar sérstaklega vel fyrirtækjum eins og Landsvirkjun, sem hafa umhverfisvæna aðalstarfsemi. Með því að fjárfesta í grænum skuldabréfum gefst fjárfestum, sem í okkar tilviki eru stór erlend tryggingafélög og eignastýringarfyrirtæki, tækifæri til ráðstafa fjármunum sínum til eigna og verkefna sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál.Við reiknum árlega út loftslagsáhrif eigna Landsvirkjunar sem eru fjármagnaðar með grænum skuldabréfum og þar með framlag fjárfesta til þess að koma í veg fyrir losun. Nú má sjá þróun í þá átt, að græn skuldabréf beri lægri vexti fyrir útgefendur heldur en hefðbundin skuldabréf. Það gefur til kynna að fjárfestar séu reiðubúnir að fá lægri vexti, ef fé þeirra rennur til umhverfisvænna verkefna og eigna. Þessi þróun er mjög jákvæð og hvetjandi fyrir útgefendur grænna skuldabréfa. Hún getur líka bent til þess að fjárfestar meti grænar fjárfestingar sem áhættuminni en aðrar fjárfestingar til framtíðar. Loftslagsmál eru hagsmunamál okkar allra. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar sér að vera þar áfram í fararbroddi. Við horfum heildstætt á málaflokkinn og tökum ábyrgð á okkar eigin losun. Þannig vinnum við að því að gera heiminn grænan saman. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður á sviði Samfélags og umhverfis og Signý Sif er forstöðumaður á sviði Fjármála og upplýsingatækni.
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar