Viðskipti innlent

Farinn til RB eftir nítján ár hjá Valitor

Atli Ísleifsson skrifar
Stefán Ari Stefánsson
Stefán Ari Stefánsson RB

Stefán Ari Stefánsson hefur verið ráðinn í starf mannauðsstjóra RB.

Í tilkynningu segir að Stefán Ari hafi undanfarin nítján ár starfað hjá Valitor, fyrst sem sérfræðingur á fjármálasviði en síðustu níu ár sem mannauðsstjóri félagsins. 

Hjá Valitor hafi hann borið ábyrgð á mannauðsmálum Valitors á Ísland en einnig stýrt málaflokknum á starfsstöðvum fyrirtækisins í Danmörku og Bretlandi.

Stefán er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands og útskrifast með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík nú í vor.

Reiknistofa bankanna er upplýsingatæknifyrirtæki sem rekur helstu innviði fjármálaþjónustu á Íslandi. Hlutverk félagsins er að vera lykilsamstarfsaðili sem skapar virði fyrir viðskiptavini sína með rekstri og þróun öruggra innviða fyrir fjármálamarkaðinn.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SKEL
0,79
3
5.009
REGINN
0,56
4
29.667
BRIM
0
3
7.745
REITIR
0
5
127.866
ICESEA
0
4
34.608

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-2
39
410.110
KVIKA
-1,75
19
239.441
SJOVA
-1,68
20
118.924
ISB
-1,36
45
150.563
ARION
-1,22
42
847.531
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.