Hafa sýnt vörulager Geysis áhuga í kjölfar gjaldþrotsins Eiður Þór Árnason skrifar 10. mars 2021 13:34 Frá verslun Geysis á Skólavörðustíg árið 2012. Geysir Rekstrarfélög Geysis og tengdra verslana hafa verið tekin til gjaldþrotaskipta en verslununum var lokað í byrjun febrúar og öllu starfsfólki sagt upp. Annars vegar er um að ræða félagið Geysir shops ehf., sem rak verslun Geysis í Haukadal og hins vegar Arctic shopping ehf. Hið síðarnefnda rak verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans og Thor í miðbæ Reykjavíkur. Skiptastjórinn Torfi Ragnar Sigurðsson segir að Jóhann Guðlaugsson, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækjanna, hafi sjálfur óskað eftir því að þau yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti beiðnina þann 1. mars síðastliðinn og skipaði Torfa sem skiptastjóra. Töluverðar eignir til staðar Torfi segir að helstu eignir í þrotabúum Geysis shops og Arctic shopping séu vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Ekki liggur fyrir hve margir starfsmenn eiga launakröfur á hendur fyrirtækjunum en líkt og aðrir kröfuhafar hafa launþegar tvo mánuði til að lýsa kröfu í búin frá auglýsingu í Lögbirtingablaði en hún birtist í gær. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, sagði við mbl.is í febrúar að samkvæmt gögnum stéttarfélagsins hafi verslanir Geysis greitt öll útistandandi laun til félagsmanna VR. Að sögn Torfa er nú unnið að því að losa vörulager verslananna sem sé töluverður. „Menn eru áhugasamir um vörubirgðirnar og þær viðræður eru í gangi við áhugasama aðila,“ segir skiptastjórinn en bætir við að formlegar viðræður hafi ekki enn farið fram. Meðal annars sé um að ræða aðila sem starfi á smásölumarkaði. „Þetta er svo nýtilskeð að menn eru bara að átta sig á stöðunni, ná utan um vörubirgðirnar og annað en sú vinna gengur bara vel. Það er að komast góð mynd á þetta.“ Stærðarinnar verslunarveldi riðaði til falls Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á snemma árs 2020 voru verslanir Arctic Shopping þrettán talsins. Mörgum þeirra var lokað á síðasta ári þegar faraldurinn varð til þess að erlendir ferðamenn urðu sjaldgæf sjón í miðbæ Reykjavíkur. Farið var fram á gjaldþrotaskipti á Arctic shopping þann 29. janúar síðastliðinn en tveimur dögum seinna var búið að loka verslunum félagsins og segja upp starfsfólki. Starfsfólki í Haukadal var sagt upp síðar en óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á Geysi shops, rekstarfélagi útibúsins í Haukadal, þann 22. febrúar síðastliðinn. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar. Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Annars vegar er um að ræða félagið Geysir shops ehf., sem rak verslun Geysis í Haukadal og hins vegar Arctic shopping ehf. Hið síðarnefnda rak verslanir Geysis í Kringlunni, á Skólavörðustíg og Akureyri, Jólahúsið á Hafnarstræti, Fjallräven á Laugavegi og minjagripaverslanir undir merkjum Lundans og Thor í miðbæ Reykjavíkur. Skiptastjórinn Torfi Ragnar Sigurðsson segir að Jóhann Guðlaugsson, eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækjanna, hafi sjálfur óskað eftir því að þau yrðu tekin til gjaldþrotaskipta. Héraðsdómur Suðurlands samþykkti beiðnina þann 1. mars síðastliðinn og skipaði Torfa sem skiptastjóra. Töluverðar eignir til staðar Torfi segir að helstu eignir í þrotabúum Geysis shops og Arctic shopping séu vörulager, innréttingar verslana og lausafé. Ekki liggur fyrir hve margir starfsmenn eiga launakröfur á hendur fyrirtækjunum en líkt og aðrir kröfuhafar hafa launþegar tvo mánuði til að lýsa kröfu í búin frá auglýsingu í Lögbirtingablaði en hún birtist í gær. Bryndís Guðnadóttir, forstöðumaður kjaramálasviðs VR, sagði við mbl.is í febrúar að samkvæmt gögnum stéttarfélagsins hafi verslanir Geysis greitt öll útistandandi laun til félagsmanna VR. Að sögn Torfa er nú unnið að því að losa vörulager verslananna sem sé töluverður. „Menn eru áhugasamir um vörubirgðirnar og þær viðræður eru í gangi við áhugasama aðila,“ segir skiptastjórinn en bætir við að formlegar viðræður hafi ekki enn farið fram. Meðal annars sé um að ræða aðila sem starfi á smásölumarkaði. „Þetta er svo nýtilskeð að menn eru bara að átta sig á stöðunni, ná utan um vörubirgðirnar og annað en sú vinna gengur bara vel. Það er að komast góð mynd á þetta.“ Stærðarinnar verslunarveldi riðaði til falls Áður en kórónuveirufaraldurinn skall á snemma árs 2020 voru verslanir Arctic Shopping þrettán talsins. Mörgum þeirra var lokað á síðasta ári þegar faraldurinn varð til þess að erlendir ferðamenn urðu sjaldgæf sjón í miðbæ Reykjavíkur. Farið var fram á gjaldþrotaskipti á Arctic shopping þann 29. janúar síðastliðinn en tveimur dögum seinna var búið að loka verslunum félagsins og segja upp starfsfólki. Starfsfólki í Haukadal var sagt upp síðar en óskað var eftir gjaldþrotaskiptum á Geysi shops, rekstarfélagi útibúsins í Haukadal, þann 22. febrúar síðastliðinn. Vísir fjallaði ítarlega um ris og fall verslunarveldisins í febrúar.
Verslun Gjaldþrot Tengdar fréttir Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41 Mest lesið „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Viðskipti innlent Forsteyptar húseiningar einfalda byggingarferlið Samstarf Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Fleiri fréttir Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Sjá meira
Andrúmsloftið þungt en engin dramatík Stéttarfélagið VR er nú með launamál um fjörutíu félagsmanna, sem áður voru starfsmenn Geysis, til meðferðar. Forstöðumaður kjaramálasviðs VR segir framhaldið nú velta á því hvenær félagið verði úrskurðað gjaldþrota. Andrúmsloftið á starfsmannafundi á mánudag hafi verið þungt. 3. febrúar 2021 16:41