500 milljónir í gosslóðir Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. apríl 2021 10:01 Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst. Vefmyndavélar frá gosstöðvum skjóta jafnvel áramótaskaupum eða Helga Björns á föstudagskvöldum ref fyrir rass. Það er magnað sjónarspil sem við höfum fyrir augunum á Reykjanesskaga þessa dagana og jarðvísindamenn telja líklegt að það gæti staðið um langa hríð. Áhugi þjóðarinnar er ósvikinn og fólk streymir á gosstöðvarnar. Þeir fáu ferðamenn sem hér eru nú láta sig heldur ekki vanta. Eftir því sem þeim fjölgar verður straumurinn stríðari. Vegna þess hve erfitt er að spá fyrir um framhaldið, hvort gosið verði skammvinnt eða með hvaða hætti það kann að þróast, er ekki skrítið þótt margir vilji bíða átekta og sjá hvað setur áður en farið væri í umfangsmiklar framkvæmdir í grennd við gosstöðvarnar. Því er ég hins vegar ósammála. Ég tel að við eigum og þurfum að vinna hratt. Og það sem skiptir ekki síður máli, þá tel ég að með kraftmikilli innspýtingu á svæðinu getum við ekki aðeins greitt fyrir ábatasamri ferðamennsku heldur hreinlega sparað ríkinu stórútgjöld. Þjóðin fylgist af aðdáun með óeigingjörnu starfi björgunarsveitarfólks í grennd við eldstöðvarnar. Þrátt fyrir eljulaust sjálfboðaliðastarf er ljóst að daglegur kostnaður ríkisins af eftirliti við gosstöðvarnar hleypur á milljónum. Eins er ljóst að ef eldsumbrotin dragast á langinn verður afar erfitt að viðhalda núverandi gæslustigi til lengdar. Slíkt myndi reyna um of á orku gæsluliðsins og bitna á öryggismálum annars staðar. Tillaga mín er því sú að stjórnvöld ákveði nú þegar að verja vænni upphæð, segjum 500 milljónum króna, til að efla innviði á gosslóðunum. Hluti þeirrar tölu, t.d. 150 milljónir, færu í bráðaaðgerðir sem ráðast mætti í hratt og örugglega að höfðu samráði við landeigendur og athugun á bestu útfærslum. Afgangurinn yrði til flóknari verkefna sem kölluðu á meiri undirbúning og skipulagningu. Með bráðaaðgerðunum yrði lagt höfuðkapp á að uppræta augljósar slysagildrur og minnka þörfina fyrir fjölmennt eftirlitslið. Það má t.d. gera með því að útbúa tröppur í þeim brekkum sem eru nú verstu farartálmarnir, með öflugu neti sjálfvirkra gasmæla í lægðum og hvilftum, með aðgengilegum og merktum útsýnisstöðum á öruggum hæðum til að minnka líkurnar á því að fólk álpist of nærri hraunjaðrinum o.s.frv. Það er sannfæring mín að með tiltölulega einföldum og ekki sérlega dýrum en hnitmiðuðum aðgerðum mætti spara háar fjárhæðir. Hver skyldi samfélagslegi kostnaðurinn af því að þurfa að sækja einn fótbrotinn göngugarp vera, t.d. þegar kalla þarf til þyrlu og björgunarsveitarflokk? Ætli það sé nokkur staður á Íslandi í dag sem býður upp á jafn augljós og borðleggjandi dæmi um fyrirbyggjandi slysavarnir? Við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið. Á Hawaii er starfræktur eldfjallaþjóðgarður sem 2,5 milljónir manna heimsækja á ári hverju, til að berja augum nokkur virk eldgos. Öllum þessum fjölda á miklu stærra svæði er stýrt af öryggisvörðum með mun umfangsminni viðveru en nýja eldgosið okkar kallar á. Spýtum í lófana, tryggjum fjármagn og byrjum að skapa innviði ekki seinna en í sumar! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Skoðun: Kosningar 2021 Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Þegar eldgos brjótast út verða Íslendingar eins og börn. Auðvitað höfum við fyrst áhyggjur af lífi og limum fólks þegar byrjar að gjósa, en þegar öryggi manna og dýra virðist tryggt fyllist hvert mannsbarn spenningi og við verðum öll sérfræðingar í kvikuhólfum, þroskaðri eða vanþroskaðri kviku og setjum fram okkar eigin kenningar um hvert hraunelfurinn muni streyma næst. Vefmyndavélar frá gosstöðvum skjóta jafnvel áramótaskaupum eða Helga Björns á föstudagskvöldum ref fyrir rass. Það er magnað sjónarspil sem við höfum fyrir augunum á Reykjanesskaga þessa dagana og jarðvísindamenn telja líklegt að það gæti staðið um langa hríð. Áhugi þjóðarinnar er ósvikinn og fólk streymir á gosstöðvarnar. Þeir fáu ferðamenn sem hér eru nú láta sig heldur ekki vanta. Eftir því sem þeim fjölgar verður straumurinn stríðari. Vegna þess hve erfitt er að spá fyrir um framhaldið, hvort gosið verði skammvinnt eða með hvaða hætti það kann að þróast, er ekki skrítið þótt margir vilji bíða átekta og sjá hvað setur áður en farið væri í umfangsmiklar framkvæmdir í grennd við gosstöðvarnar. Því er ég hins vegar ósammála. Ég tel að við eigum og þurfum að vinna hratt. Og það sem skiptir ekki síður máli, þá tel ég að með kraftmikilli innspýtingu á svæðinu getum við ekki aðeins greitt fyrir ábatasamri ferðamennsku heldur hreinlega sparað ríkinu stórútgjöld. Þjóðin fylgist af aðdáun með óeigingjörnu starfi björgunarsveitarfólks í grennd við eldstöðvarnar. Þrátt fyrir eljulaust sjálfboðaliðastarf er ljóst að daglegur kostnaður ríkisins af eftirliti við gosstöðvarnar hleypur á milljónum. Eins er ljóst að ef eldsumbrotin dragast á langinn verður afar erfitt að viðhalda núverandi gæslustigi til lengdar. Slíkt myndi reyna um of á orku gæsluliðsins og bitna á öryggismálum annars staðar. Tillaga mín er því sú að stjórnvöld ákveði nú þegar að verja vænni upphæð, segjum 500 milljónum króna, til að efla innviði á gosslóðunum. Hluti þeirrar tölu, t.d. 150 milljónir, færu í bráðaaðgerðir sem ráðast mætti í hratt og örugglega að höfðu samráði við landeigendur og athugun á bestu útfærslum. Afgangurinn yrði til flóknari verkefna sem kölluðu á meiri undirbúning og skipulagningu. Með bráðaaðgerðunum yrði lagt höfuðkapp á að uppræta augljósar slysagildrur og minnka þörfina fyrir fjölmennt eftirlitslið. Það má t.d. gera með því að útbúa tröppur í þeim brekkum sem eru nú verstu farartálmarnir, með öflugu neti sjálfvirkra gasmæla í lægðum og hvilftum, með aðgengilegum og merktum útsýnisstöðum á öruggum hæðum til að minnka líkurnar á því að fólk álpist of nærri hraunjaðrinum o.s.frv. Það er sannfæring mín að með tiltölulega einföldum og ekki sérlega dýrum en hnitmiðuðum aðgerðum mætti spara háar fjárhæðir. Hver skyldi samfélagslegi kostnaðurinn af því að þurfa að sækja einn fótbrotinn göngugarp vera, t.d. þegar kalla þarf til þyrlu og björgunarsveitarflokk? Ætli það sé nokkur staður á Íslandi í dag sem býður upp á jafn augljós og borðleggjandi dæmi um fyrirbyggjandi slysavarnir? Við þurfum ekki alltaf að finna upp hjólið. Á Hawaii er starfræktur eldfjallaþjóðgarður sem 2,5 milljónir manna heimsækja á ári hverju, til að berja augum nokkur virk eldgos. Öllum þessum fjölda á miklu stærra svæði er stýrt af öryggisvörðum með mun umfangsminni viðveru en nýja eldgosið okkar kallar á. Spýtum í lófana, tryggjum fjármagn og byrjum að skapa innviði ekki seinna en í sumar! Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun