Jazz setti félagsmet, Suns sjóðandi, Giannis geggjaður og Kuzma skaut Kings í kaf Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. apríl 2021 10:16 Utah Jazz setti félagsmet í nótt og Donovan Mitchell var stigahæstur að venju. Alex Goodlett/Getty Images Alls fóru tíu leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt og það er af nægu að taka. Utah Jazz vann 21. heimaleik sinn í röð er liðið lagði Chicago Bulls, 113-106. Phoenix Suns valtaði yfir Oklahoma City Thunder, 140-103, Los Angeles Lakers vann Sacramento Kings 115-94 og Milwaukee Bucks lagði Portland Trail Blazers 127-109. Þá vann Toronto Raptors sögulegan sigur á Golden State Warriors í nótt. Lokatölur þar 130-77 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Meira um það hér að neðan. Giannis Antetokounmpo reyndist munurinn á Bucks og Trail Blazers í nótt. Gríska undrið skoraði 47 af 127 stigum Bucks í leiknum. Þá tók hann tólf fráköst, átti þrjú blokk og gaf tvær stoðsendingar. Er þetta í annað sinn á leiktíðinni sem hann skorar 47 stig í leik en hann hefur ekki enn skorað meira í einum og sama leiknum. Giannis skaut 85 prósent af vellinum og er aðeins þriðji leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að skora meira en 45 stig í leik og hitta samt úr 85 prósent skota sinna eða meira. Every bucket from Giannis tonight:47 PTS | 12 REB | 18/21 FG | 3 BLK | 2 STL pic.twitter.com/qyz1qhNeZ0— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 3, 2021 Milwaukee Bucks unnu á endanum leikinn með 18 stiga mun, 127-109. Jrue Holiday var næst stigahæstur í liði Bucks með 22 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Khris Middleton með 20 stig, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard með 32 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Utah Jazz vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls, 113-106, og þar með 21. heimaleikinn í röð sem er met á þeim bænum. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Bulls beit frá sér í síðasta fjórðung leiksins. Donovan Mitchell var að venju stigahæstur hjá Utah með 26 stig. Rudy Gobert skoraði 19 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Bulls var Theddeus Young stigahæstur með 25 stig. Franchise-record 21 home games won in a row for the @utahjazz! @spidadmitchell: 26 PTS, 5 AST pic.twitter.com/1NG0fWeJS3— NBA (@NBA) April 3, 2021 Phoenix Suns vann 37 stiga sigur á Oklahoma City Thunder. Leikurinn var svo gott sem búinn í fyrsta leikhluta en Suns vann hann með 30 stiga mun. Lokatölur á endanum 140-103. Devin Booker skoraði 32 stig fyrir Suns á meðan gamla brýnið Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 17 stoðsendingar. Théo Maledon í liði OKC var hins vegar stigahæstur allra á vellinum með 33 stig. @DevinBook scores 32 PTS and the @Suns notch their for 5th straight victory! #WeAreTheValley pic.twitter.com/fGTPN3HWii— NBA (@NBA) April 3, 2021 Los Angeles Lakers eru nú á ferðalagi þar sem þeir leika sjö útileiki í röð. Þeir hófu ferðalagið á sigri en meistararnir lögðu Sacramento Kings með 21 stigs mun í nótt, lokatölur 115-94. Kyle Kuzma var frábær í liði Lakers og skoraði 30 stig. Þar á eftir kom Dennis Schröder með 17 stig og átta stoðsendingar. Hinn tvítugi Talen Horton-Tucker splæsti svo í 14 stig á þeim 22 mínútum sem hann spilaði. Hjá Kings var Harrison Barnes stigahæstur. @kylekuzma pours in a season-high 30 in the @Lakers road W! #LakeShow pic.twitter.com/Zy0TmpSzdO— NBA (@NBA) April 3, 2021 Önnur úrslit í nótt New York Knicks 86-99 Dallas MavericksBoston Celtics 118-102 Houston Rockets Indiana Pacers 97-114 Charlotte Hornets Memphis Grizzlies 120-108 Minnesota Timberwolves New Orleans Pelicans 103-126 Atalanta Hawks Hér má finna stöðuna í deildinni. Brooklyn Nets eru sem fyrr á toppi Austurdeildarinnar á meðan Giannis og félagar eru í 3. sæti. Í Vesturdeildinni eru Jazz sem fyrr á toppnum, Suns í 2. sæti á meðan Los Angeles-liðin koma þar á eftir. Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Utah Jazz vann 21. heimaleik sinn í röð er liðið lagði Chicago Bulls, 113-106. Phoenix Suns valtaði yfir Oklahoma City Thunder, 140-103, Los Angeles Lakers vann Sacramento Kings 115-94 og Milwaukee Bucks lagði Portland Trail Blazers 127-109. Þá vann Toronto Raptors sögulegan sigur á Golden State Warriors í nótt. Lokatölur þar 130-77 í hreint út sagt ótrúlegum leik. Meira um það hér að neðan. Giannis Antetokounmpo reyndist munurinn á Bucks og Trail Blazers í nótt. Gríska undrið skoraði 47 af 127 stigum Bucks í leiknum. Þá tók hann tólf fráköst, átti þrjú blokk og gaf tvær stoðsendingar. Er þetta í annað sinn á leiktíðinni sem hann skorar 47 stig í leik en hann hefur ekki enn skorað meira í einum og sama leiknum. Giannis skaut 85 prósent af vellinum og er aðeins þriðji leikmaður í sögu NBA-deildarinnar til að skora meira en 45 stig í leik og hitta samt úr 85 prósent skota sinna eða meira. Every bucket from Giannis tonight:47 PTS | 12 REB | 18/21 FG | 3 BLK | 2 STL pic.twitter.com/qyz1qhNeZ0— Milwaukee Bucks (@Bucks) April 3, 2021 Milwaukee Bucks unnu á endanum leikinn með 18 stiga mun, 127-109. Jrue Holiday var næst stigahæstur í liði Bucks með 22 stig ásamt því að gefa 10 stoðsendingar. Þar á eftir kom Khris Middleton með 20 stig, átta stoðsendingar og sjö fráköst. Hjá Portland var Damian Lillard með 32 stig ásamt því að gefa fimm stoðsendingar. Utah Jazz vann sjö stiga sigur á Chicago Bulls, 113-106, og þar með 21. heimaleikinn í röð sem er met á þeim bænum. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Bulls beit frá sér í síðasta fjórðung leiksins. Donovan Mitchell var að venju stigahæstur hjá Utah með 26 stig. Rudy Gobert skoraði 19 ásamt því að taka 13 fráköst. Hjá Bulls var Theddeus Young stigahæstur með 25 stig. Franchise-record 21 home games won in a row for the @utahjazz! @spidadmitchell: 26 PTS, 5 AST pic.twitter.com/1NG0fWeJS3— NBA (@NBA) April 3, 2021 Phoenix Suns vann 37 stiga sigur á Oklahoma City Thunder. Leikurinn var svo gott sem búinn í fyrsta leikhluta en Suns vann hann með 30 stiga mun. Lokatölur á endanum 140-103. Devin Booker skoraði 32 stig fyrir Suns á meðan gamla brýnið Chris Paul skoraði 17 stig og gaf 17 stoðsendingar. Théo Maledon í liði OKC var hins vegar stigahæstur allra á vellinum með 33 stig. @DevinBook scores 32 PTS and the @Suns notch their for 5th straight victory! #WeAreTheValley pic.twitter.com/fGTPN3HWii— NBA (@NBA) April 3, 2021 Los Angeles Lakers eru nú á ferðalagi þar sem þeir leika sjö útileiki í röð. Þeir hófu ferðalagið á sigri en meistararnir lögðu Sacramento Kings með 21 stigs mun í nótt, lokatölur 115-94. Kyle Kuzma var frábær í liði Lakers og skoraði 30 stig. Þar á eftir kom Dennis Schröder með 17 stig og átta stoðsendingar. Hinn tvítugi Talen Horton-Tucker splæsti svo í 14 stig á þeim 22 mínútum sem hann spilaði. Hjá Kings var Harrison Barnes stigahæstur. @kylekuzma pours in a season-high 30 in the @Lakers road W! #LakeShow pic.twitter.com/Zy0TmpSzdO— NBA (@NBA) April 3, 2021 Önnur úrslit í nótt New York Knicks 86-99 Dallas MavericksBoston Celtics 118-102 Houston Rockets Indiana Pacers 97-114 Charlotte Hornets Memphis Grizzlies 120-108 Minnesota Timberwolves New Orleans Pelicans 103-126 Atalanta Hawks Hér má finna stöðuna í deildinni. Brooklyn Nets eru sem fyrr á toppi Austurdeildarinnar á meðan Giannis og félagar eru í 3. sæti. Í Vesturdeildinni eru Jazz sem fyrr á toppnum, Suns í 2. sæti á meðan Los Angeles-liðin koma þar á eftir.
Körfubolti NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Enski boltinn „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - FH 21-26 | Öruggt hjá FH-ingum Handbolti Indriði kominn heim í KR Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Hjón stýrðu sitt hvoru liði í 1. deildinni: Halldór skákaði eiginkonu sinni Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: KR - Fylkir 2-0 | Stíflan brast í Vesturbænum Íslenski boltinn