Handbolti

Landsliðið fékk undanþágu til að æfa og Anna Úrsúla snýr aftur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir snýr aftur í íslenska landsliðið eftir nokkra fjarveru.
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir snýr aftur í íslenska landsliðið eftir nokkra fjarveru. vísir/bára

Arnar Pétursson hefur valið 21 manna æfingahóp íslenska kvennalandsliðsins í handbolta fyrir leikina gegn Slóveníu í umspili um sæti á HM 2021.

Í gær samþykkti Heilbrigðisráðuneytið undanþágubeiðni HSÍ til að landsliðið fengi að æfa. Fyrsta æfingin verður síðdegis í dag.

Það sem vekur mesta athygli við val Arnars er að Anna Úrsúla Guðmundsdóttir snýr aftur í landsliðið eftir nokkurra ára fjarveru. 

Anna var hætt í handbolta en tók skóna af hillunni í vetur og byrjaði aftur að spila með Val. Henni er væntanlega ætlað að fylla skarð Steinunnar Björnsdóttur sem er með slitið krossband.

Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir koma einnig inn í landsliðið en þær voru ekki með í leikjum þess í forkeppni HM í Norður-Makedóníu fyrr í þessum mánuði. Karen Knútsdóttir er einnig í hópnum en hún fór ekki með til Norður-Makedóníu.

Ísland mæta Slóveníu ytra 16. apríl og seinni leikurinn fer svo fram á Ásvöllum fimm dögum síðar.

Íslenski hópurinn

Markverðir:

  • Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (28/0) 
  • Katrín Ósk Magnúsdóttir, Fram (5/0)
  • Saga Sif Gísladóttir, Valur (2/0)

Aðrir leikmenn:

  • Andrea Jacobsen, Kristianstad (22/19) 
  • Anna Úrsula Guðmundsdóttir, Valur (101/221)
  • Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (5/9) 
  • Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (61/125)
  • Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen (22/19) 
  • Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (39/32)
  • Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (3/4) 
  • Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (40/79)
  • Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, ÍBV (37/68) 
  • Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)
  • Lovísa Thompson, Valur (22/41) 
  • Mariam Eradze, Valur (1/0)
  • Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (29/36) 
  • Rut Jónsdóttir, KA/Þór (97/205)
  • Sigríður Hauksdóttir, HK (19/43) 
  • Sunna Jónsdóttir, ÍBV (58/43)
  • Thea Imani Sturludóttir, Valur (43/55) 
  • Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (3/5)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×