Það þarf að skima alla sem koma til landsins, líka þá sem eru bólusettir Ingileif Jónsdóttir skrifar 30. mars 2021 17:22 Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19 veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Tveir skammtar af bóluefnum Pfizer og Moderna vernda 94-95% gegn COVID-19 sjúkdómi og bóluefni AstraZeneca veitir 79-80% vernd. Einn skammtur af bóluefni AstraZeneca veitir góða vernd þar til seinni skammtur er gefinn eftir 12 vikur, allt að 80% hjá 80 ára og eldri. Einn skammtur af bóluefni Janssen veitir yfir 63% vernd gegn sjúkdómi í öllum aldurshópum. Bóluefnin vernda 86-100% gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi eða sjúkrahúsinnlögn. Líklegt er að bólusettir verði minna veikir, ef þeir sýkjast á annað borð. Litlar upplýsingar um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19 Tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veittu aðeins 22,4% vernd gegn einkennalausu COVID-19 í Bretlandi. Einn skammtur veitti enga vernd gegn einkennalausri COVID-19 sýkingu í rannsókn á 18494 þátttakendum í fjórum rannsóknum, þótt verndin væri 76,0% gegn COVID-19 sjúkdómi. Rannsókn á Janssen COVID-19 bóluefninu sýndi 74.2% vernd gegn einkennalausu COVID-19. Það var sýnt með mælingu mótefna gegn kjarnapróteini veirunnar, sem er ekki í bóluefninu, en þau mældust hjá 0.7% bólusettra án COVID-19 einkenna, en hjá 2.8% þeirra sem fengu lyfleysu. Þar sem veiruskimun var ekki gerð var ekki hægt að álykta um hvort þeir bólusettu bæru minna af veiru og smituðu síður en óbólusettir gera. Lítið vitað um vernd bóluefnanna gegn sýkingu, því að bera veiruna og geta smitað aðra Vernd bóluefna gegn sýkingu, að bera veiruna í öndunarvegi og geta því smitað aðra, var ekki könnuð í fasa 3 rannsóknum á bóluefnunum, nema AstraZeneca í Bretlandi. Þar voru 8948 þátttakendur skimaðir vikulega og vernd gegn veirusýkingu (jákvætt PCR próf) var 67% eftir einn skammt en 49.5% eftir tvo skammta. Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið geti dregið úr dreifingu veirunnar með því að fækka smituðum. Rannsóknin var gerð áður en breska afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar kom fram í desember, en það er minnst 53% meira smitandi en upprunalega veiran. Bólusetning rúmlega hálfrar milljónar Ísraelsmanna með Pfizer bóluefninu samanborið við jafnmarga óbólusetta sýndi að einn skammtur verndaði 46% gegn staðfestri SARS-CoV-2 sýkingu og tveir skammtar veittu 92% vernd gegn staðfestri COVID-sýkingu, en 43% smitaðra voru einkennalausir. Af smitum sem greindust í rannsókninni voru 80% með breska afbrigði veirunnar. Rannsókn frá Ísrael (ekki ritrýnd) sýndi að 1142 einstaklingar, bólusettir með Pfizer bóluefninu, sem smituðust, höfðu fjórum sinnum minna veirumagn en smitaðir, óbólusettir í samanburðarhópi, en enginn munur var á veirumagni 1-11 dögum eftir bólusetningu. Minna veirumagn gæti dregið úr smiti. Faraldsfræðingar í smitsjúkdómum hafa þróað stærðfræðilíkan til að spá fyrir um vernd bólusetninga gegn SARS-CoV-2 smiti. Þeir prófuðu líkanið á gögnum um þátttakendur í fasa 3 rannsókn á bóluefni Moderna, sem voru skimaðir fyrir veirunni áður þeir fengu seinni bóluefnisskammtinn. Niðurstöður þeirra benda til þess að einn skammtur af Moderna bóluefninu fækki smitum um 61% eða meira. Þó er minnt á að rannsókn Moderna var gerð áður en breska, brasilíska og suður-afríska afbrigði veirunnar litu dagsins ljós, en núverandi bóluefni virðast haft skerta vernd gegn sumum þeirra. Samantekið benda þessar rannsóknir til þess að bólusetning með bóluefnum AstraZeneca, Pfizer og Moderna dragi úr sýkingu af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, alla vega upprunalega stofnsins, þótt verndin sé mun minni heldur en gegn COVID-19. Upplýsingar vantar um áhrif bólusetninga með tiltækum bóluefnum á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, og eins og því breska, nema fyrir Pfizer bóluefnið. Einnig vantar upplýsingar um vernd gegn smiti af völdum afbrigða, sem eru minna næm fyrir ónæmssvari, sem tiltæk bóluefni vekja, eins og gegn suður-afríska afbrigðinu. Bólusetning dregur úr dreifingu SARS-CoV-2 veirunnar í samfélaginu og smiti milli einstaklinga, þegar 60-80% íbúa hafa verið bólusettir, en áhrifin eru háð afbrigðum veirunnar. Meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar þurfum við skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, þar sem við höfum takmarkaðar upplýsingar um hvort og hve mikið bólusetningar vernda gegn því að bera veiruna og smita aðra. Bólusetningavottorð tryggir engan veginn að fólk beri ekki veiruna og geti ekki smitað. Við þurfum að hindra að ný smit berist inn í landið, ekki síst meira smitandi veiruafbrigði, sem sýkja yngra fólk, og afbrigði sem núverandi bóluefni vernda verr gegn. Gleymum því ekki að öll börn undir 18 ára aldri verða væntanlega enn óbólusett og óvarin út árið, en við sjáum nú hve auðveldlega breska afbrigðið sýkir þennan aldurshóp. Við þurfum að raðgreina öll smit á landamærum til að kortleggja þá ógn sem okkur stafar af nýjum afbrigðum SARS-CoV-2 veirunnar, ef henni yrði hleypt óhindrað inn í landið. Höfundur er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Skoðun Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Bólusetningar vernda gegn sýkingu af völdum SARS-COVID-19 veirunnar sem veldur COVID-19 sjúkdómi og vernd þeirra er almennt betri gegn alvarlegum sjúkdómi, sjúkrahúsinnlögn og dauða. Tveir skammtar af bóluefnum Pfizer og Moderna vernda 94-95% gegn COVID-19 sjúkdómi og bóluefni AstraZeneca veitir 79-80% vernd. Einn skammtur af bóluefni AstraZeneca veitir góða vernd þar til seinni skammtur er gefinn eftir 12 vikur, allt að 80% hjá 80 ára og eldri. Einn skammtur af bóluefni Janssen veitir yfir 63% vernd gegn sjúkdómi í öllum aldurshópum. Bóluefnin vernda 86-100% gegn alvarlegum COVID-19 sjúkdómi eða sjúkrahúsinnlögn. Líklegt er að bólusettir verði minna veikir, ef þeir sýkjast á annað borð. Litlar upplýsingar um vernd bóluefnanna gegn einkennalausu COVID-19 Tveir skammtar af bóluefni AstraZeneca veittu aðeins 22,4% vernd gegn einkennalausu COVID-19 í Bretlandi. Einn skammtur veitti enga vernd gegn einkennalausri COVID-19 sýkingu í rannsókn á 18494 þátttakendum í fjórum rannsóknum, þótt verndin væri 76,0% gegn COVID-19 sjúkdómi. Rannsókn á Janssen COVID-19 bóluefninu sýndi 74.2% vernd gegn einkennalausu COVID-19. Það var sýnt með mælingu mótefna gegn kjarnapróteini veirunnar, sem er ekki í bóluefninu, en þau mældust hjá 0.7% bólusettra án COVID-19 einkenna, en hjá 2.8% þeirra sem fengu lyfleysu. Þar sem veiruskimun var ekki gerð var ekki hægt að álykta um hvort þeir bólusettu bæru minna af veiru og smituðu síður en óbólusettir gera. Lítið vitað um vernd bóluefnanna gegn sýkingu, því að bera veiruna og geta smitað aðra Vernd bóluefna gegn sýkingu, að bera veiruna í öndunarvegi og geta því smitað aðra, var ekki könnuð í fasa 3 rannsóknum á bóluefnunum, nema AstraZeneca í Bretlandi. Þar voru 8948 þátttakendur skimaðir vikulega og vernd gegn veirusýkingu (jákvætt PCR próf) var 67% eftir einn skammt en 49.5% eftir tvo skammta. Niðurstöðurnar benda til að bóluefnið geti dregið úr dreifingu veirunnar með því að fækka smituðum. Rannsóknin var gerð áður en breska afbrigði SARS-CoV-2 veirunnar kom fram í desember, en það er minnst 53% meira smitandi en upprunalega veiran. Bólusetning rúmlega hálfrar milljónar Ísraelsmanna með Pfizer bóluefninu samanborið við jafnmarga óbólusetta sýndi að einn skammtur verndaði 46% gegn staðfestri SARS-CoV-2 sýkingu og tveir skammtar veittu 92% vernd gegn staðfestri COVID-sýkingu, en 43% smitaðra voru einkennalausir. Af smitum sem greindust í rannsókninni voru 80% með breska afbrigði veirunnar. Rannsókn frá Ísrael (ekki ritrýnd) sýndi að 1142 einstaklingar, bólusettir með Pfizer bóluefninu, sem smituðust, höfðu fjórum sinnum minna veirumagn en smitaðir, óbólusettir í samanburðarhópi, en enginn munur var á veirumagni 1-11 dögum eftir bólusetningu. Minna veirumagn gæti dregið úr smiti. Faraldsfræðingar í smitsjúkdómum hafa þróað stærðfræðilíkan til að spá fyrir um vernd bólusetninga gegn SARS-CoV-2 smiti. Þeir prófuðu líkanið á gögnum um þátttakendur í fasa 3 rannsókn á bóluefni Moderna, sem voru skimaðir fyrir veirunni áður þeir fengu seinni bóluefnisskammtinn. Niðurstöður þeirra benda til þess að einn skammtur af Moderna bóluefninu fækki smitum um 61% eða meira. Þó er minnt á að rannsókn Moderna var gerð áður en breska, brasilíska og suður-afríska afbrigði veirunnar litu dagsins ljós, en núverandi bóluefni virðast haft skerta vernd gegn sumum þeirra. Samantekið benda þessar rannsóknir til þess að bólusetning með bóluefnum AstraZeneca, Pfizer og Moderna dragi úr sýkingu af völdum SARS-CoV-2 veirunnar, alla vega upprunalega stofnsins, þótt verndin sé mun minni heldur en gegn COVID-19. Upplýsingar vantar um áhrif bólusetninga með tiltækum bóluefnum á sýkingu af völdum meira smitandi afbrigða veirunnar, og eins og því breska, nema fyrir Pfizer bóluefnið. Einnig vantar upplýsingar um vernd gegn smiti af völdum afbrigða, sem eru minna næm fyrir ónæmssvari, sem tiltæk bóluefni vekja, eins og gegn suður-afríska afbrigðinu. Bólusetning dregur úr dreifingu SARS-CoV-2 veirunnar í samfélaginu og smiti milli einstaklinga, þegar 60-80% íbúa hafa verið bólusettir, en áhrifin eru háð afbrigðum veirunnar. Meðan við höfum ekki náð hjarðónæmi með bólusetningu 60-80% þjóðarinnar þurfum við skima alla á landamærunum, líka þá sem eru bólusettir, þar sem við höfum takmarkaðar upplýsingar um hvort og hve mikið bólusetningar vernda gegn því að bera veiruna og smita aðra. Bólusetningavottorð tryggir engan veginn að fólk beri ekki veiruna og geti ekki smitað. Við þurfum að hindra að ný smit berist inn í landið, ekki síst meira smitandi veiruafbrigði, sem sýkja yngra fólk, og afbrigði sem núverandi bóluefni vernda verr gegn. Gleymum því ekki að öll börn undir 18 ára aldri verða væntanlega enn óbólusett og óvarin út árið, en við sjáum nú hve auðveldlega breska afbrigðið sýkir þennan aldurshóp. Við þurfum að raðgreina öll smit á landamærum til að kortleggja þá ógn sem okkur stafar af nýjum afbrigðum SARS-CoV-2 veirunnar, ef henni yrði hleypt óhindrað inn í landið. Höfundur er prófessor í ónæmisfræði og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun