Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 25. mars 2021 15:31 Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. Þverpólitískur starfshópur, þar sem ég á sæti, mótaði tillögurnar og það er mjög gleðilegt að við náðum þeirri sameiginlegu sýn að horft verði sérstaklega til að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Þetta er stór og mikill áfangi og sóknarfæri fyrir bæði Akureyri og Norðurland allt. Þetta eru ekki síst mikilvæg og jákvæð skilaboð til þess öfluga hóps fólks sem starfað hefur um árabil á Akureyri í tengslum við norðurslóðamálin. Þetta er staðfesting á að starf þeirra hefur verið faglegt og gott og að þeim er treyst fyrir forystunni í þessum mikilvæga málaflokki. Framlag Akureyrar er víðtækara en marga grunar og kannski er sú staðreynd ekki á allra vitorði að Norðurheimskautsbaugur liggur í gegnum nyrsta byggðakjarna Akureyrarbæjar, það er Grímsey. Háskólinn á Akureyri, fjölmargar stofnanir, vinnuhópar og samtök á sviði norðurslóðamála, sem staðsett eru á Akureyri, eru virkir þátttakendur í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur unnið mikilvægt starf sem lýtur að sjálfbærri þróun á svæðinu um áratuga skeið. Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóðamála er staðsett á Akureyri, en það er samstarfsvettvangur stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra hagsmunaaðila á Íslandi. Akureyrarbær hefur þá tekið virkan þátt í samtökum um eflingu byggða á norðurslóðum, Northern Forum, og vettvangi borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum, Arctic Mayors. Málefni norðurslóða kalla á þverfaglega nálgun og það hefur gefið góða raun hér sem víðar að byggja upp miðstöðvar til að ná má fram samlegðaráhrifum. Á Akureyri er ríkur vilji til að marka bænum enn skýrari stöðu sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi og nú þegar við höfum fengið tækifæri til þess er það okkar verkefni að gera okkar allra besta. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér reynist frjór jarðvegur fyrir þá vaxtarsprota sem okkur hefur verið treyst fyrir. Áhuginn og áherslan sem er á málefnum Norðurslóða mun styrkja stöðu Akureyrar til langrar framtíðar um leið og verkefnið sjálft laðar fólk til bæjarins í margvíslegum tilgangi, hvort sem er vísindastarfs, ráðstefnuhalds eða annað. Það styrkir aðrar atvinnugreinar í bænum og skapar ný tækifæri sem við sjáum mörg ekki fyrir hér og nú. Ég óska Akureyringum og Norðlendingum öllum til hamingju með þetta heillaríka framfaraskref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Norðurslóðir Akureyri Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Skóla - og menntamál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. Þverpólitískur starfshópur, þar sem ég á sæti, mótaði tillögurnar og það er mjög gleðilegt að við náðum þeirri sameiginlegu sýn að horft verði sérstaklega til að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Þetta er stór og mikill áfangi og sóknarfæri fyrir bæði Akureyri og Norðurland allt. Þetta eru ekki síst mikilvæg og jákvæð skilaboð til þess öfluga hóps fólks sem starfað hefur um árabil á Akureyri í tengslum við norðurslóðamálin. Þetta er staðfesting á að starf þeirra hefur verið faglegt og gott og að þeim er treyst fyrir forystunni í þessum mikilvæga málaflokki. Framlag Akureyrar er víðtækara en marga grunar og kannski er sú staðreynd ekki á allra vitorði að Norðurheimskautsbaugur liggur í gegnum nyrsta byggðakjarna Akureyrarbæjar, það er Grímsey. Háskólinn á Akureyri, fjölmargar stofnanir, vinnuhópar og samtök á sviði norðurslóðamála, sem staðsett eru á Akureyri, eru virkir þátttakendur í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur unnið mikilvægt starf sem lýtur að sjálfbærri þróun á svæðinu um áratuga skeið. Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóðamála er staðsett á Akureyri, en það er samstarfsvettvangur stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra hagsmunaaðila á Íslandi. Akureyrarbær hefur þá tekið virkan þátt í samtökum um eflingu byggða á norðurslóðum, Northern Forum, og vettvangi borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum, Arctic Mayors. Málefni norðurslóða kalla á þverfaglega nálgun og það hefur gefið góða raun hér sem víðar að byggja upp miðstöðvar til að ná má fram samlegðaráhrifum. Á Akureyri er ríkur vilji til að marka bænum enn skýrari stöðu sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi og nú þegar við höfum fengið tækifæri til þess er það okkar verkefni að gera okkar allra besta. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér reynist frjór jarðvegur fyrir þá vaxtarsprota sem okkur hefur verið treyst fyrir. Áhuginn og áherslan sem er á málefnum Norðurslóða mun styrkja stöðu Akureyrar til langrar framtíðar um leið og verkefnið sjálft laðar fólk til bæjarins í margvíslegum tilgangi, hvort sem er vísindastarfs, ráðstefnuhalds eða annað. Það styrkir aðrar atvinnugreinar í bænum og skapar ný tækifæri sem við sjáum mörg ekki fyrir hér og nú. Ég óska Akureyringum og Norðlendingum öllum til hamingju með þetta heillaríka framfaraskref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun