Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 25. mars 2021 15:31 Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. Þverpólitískur starfshópur, þar sem ég á sæti, mótaði tillögurnar og það er mjög gleðilegt að við náðum þeirri sameiginlegu sýn að horft verði sérstaklega til að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Þetta er stór og mikill áfangi og sóknarfæri fyrir bæði Akureyri og Norðurland allt. Þetta eru ekki síst mikilvæg og jákvæð skilaboð til þess öfluga hóps fólks sem starfað hefur um árabil á Akureyri í tengslum við norðurslóðamálin. Þetta er staðfesting á að starf þeirra hefur verið faglegt og gott og að þeim er treyst fyrir forystunni í þessum mikilvæga málaflokki. Framlag Akureyrar er víðtækara en marga grunar og kannski er sú staðreynd ekki á allra vitorði að Norðurheimskautsbaugur liggur í gegnum nyrsta byggðakjarna Akureyrarbæjar, það er Grímsey. Háskólinn á Akureyri, fjölmargar stofnanir, vinnuhópar og samtök á sviði norðurslóðamála, sem staðsett eru á Akureyri, eru virkir þátttakendur í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur unnið mikilvægt starf sem lýtur að sjálfbærri þróun á svæðinu um áratuga skeið. Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóðamála er staðsett á Akureyri, en það er samstarfsvettvangur stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra hagsmunaaðila á Íslandi. Akureyrarbær hefur þá tekið virkan þátt í samtökum um eflingu byggða á norðurslóðum, Northern Forum, og vettvangi borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum, Arctic Mayors. Málefni norðurslóða kalla á þverfaglega nálgun og það hefur gefið góða raun hér sem víðar að byggja upp miðstöðvar til að ná má fram samlegðaráhrifum. Á Akureyri er ríkur vilji til að marka bænum enn skýrari stöðu sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi og nú þegar við höfum fengið tækifæri til þess er það okkar verkefni að gera okkar allra besta. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér reynist frjór jarðvegur fyrir þá vaxtarsprota sem okkur hefur verið treyst fyrir. Áhuginn og áherslan sem er á málefnum Norðurslóða mun styrkja stöðu Akureyrar til langrar framtíðar um leið og verkefnið sjálft laðar fólk til bæjarins í margvíslegum tilgangi, hvort sem er vísindastarfs, ráðstefnuhalds eða annað. Það styrkir aðrar atvinnugreinar í bænum og skapar ný tækifæri sem við sjáum mörg ekki fyrir hér og nú. Ég óska Akureyringum og Norðlendingum öllum til hamingju með þetta heillaríka framfaraskref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Norðurslóðir Akureyri Skoðun: Kosningar 2021 Norðausturkjördæmi Skóla - og menntamál Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun Réttindi launafólks og frelsið Orri Páll Jóhannsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. Þverpólitískur starfshópur, þar sem ég á sæti, mótaði tillögurnar og það er mjög gleðilegt að við náðum þeirri sameiginlegu sýn að horft verði sérstaklega til að efla Akureyri sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi. Þetta er stór og mikill áfangi og sóknarfæri fyrir bæði Akureyri og Norðurland allt. Þetta eru ekki síst mikilvæg og jákvæð skilaboð til þess öfluga hóps fólks sem starfað hefur um árabil á Akureyri í tengslum við norðurslóðamálin. Þetta er staðfesting á að starf þeirra hefur verið faglegt og gott og að þeim er treyst fyrir forystunni í þessum mikilvæga málaflokki. Framlag Akureyrar er víðtækara en marga grunar og kannski er sú staðreynd ekki á allra vitorði að Norðurheimskautsbaugur liggur í gegnum nyrsta byggðakjarna Akureyrarbæjar, það er Grímsey. Háskólinn á Akureyri, fjölmargar stofnanir, vinnuhópar og samtök á sviði norðurslóðamála, sem staðsett eru á Akureyri, eru virkir þátttakendur í innlendu og alþjóðlegu samstarfi. Stofnun Vilhjálms Stefánssonar hefur unnið mikilvægt starf sem lýtur að sjálfbærri þróun á svæðinu um áratuga skeið. Norðurslóðanet Íslands - þjónustumiðstöð norðurslóðamála er staðsett á Akureyri, en það er samstarfsvettvangur stofnana, fyrirtækja, félagasamtaka og annarra hagsmunaaðila á Íslandi. Akureyrarbær hefur þá tekið virkan þátt í samtökum um eflingu byggða á norðurslóðum, Northern Forum, og vettvangi borgar- og bæjarstjóra á norðurslóðum, Arctic Mayors. Málefni norðurslóða kalla á þverfaglega nálgun og það hefur gefið góða raun hér sem víðar að byggja upp miðstöðvar til að ná má fram samlegðaráhrifum. Á Akureyri er ríkur vilji til að marka bænum enn skýrari stöðu sem miðstöð norðurslóðamála á Íslandi og nú þegar við höfum fengið tækifæri til þess er það okkar verkefni að gera okkar allra besta. Ég er ekki í nokkrum vafa um að hér reynist frjór jarðvegur fyrir þá vaxtarsprota sem okkur hefur verið treyst fyrir. Áhuginn og áherslan sem er á málefnum Norðurslóða mun styrkja stöðu Akureyrar til langrar framtíðar um leið og verkefnið sjálft laðar fólk til bæjarins í margvíslegum tilgangi, hvort sem er vísindastarfs, ráðstefnuhalds eða annað. Það styrkir aðrar atvinnugreinar í bænum og skapar ný tækifæri sem við sjáum mörg ekki fyrir hér og nú. Ég óska Akureyringum og Norðlendingum öllum til hamingju með þetta heillaríka framfaraskref. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar