Handbolti

Þórir fer með lið sitt á Ólympíuleikana

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þórir Hergeirsson.
Þórir Hergeirsson. Getty/Baptiste Fernandez

Norska kvennalandsliðið í handbolta er komið með farseðil á Ólympíuleikana í Tókýó sem fram fara næsta sumar eftir harða keppni í undankeppni leikanna.

Þetta varð ljóst eftir að Rúmenía vann þriggja marka sigur á Svartfjallalandi, 28-25, í dag.

Lærimeyjar Þóris unnu fimm marka sigur á Rúmenum í gær og því þurftu Rúmenar að vinna leikinn gegn Svartfjallalandi með sex marka mun til að hirða Ólympíusætið af Noregi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.