Handbolti

Viktor Gísli og GOG á toppi dönsku deildarinnar

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Viktor Gísli stóð vaktina vel í marki GOG í dönsku deildinni í dag.
Viktor Gísli stóð vaktina vel í marki GOG í dönsku deildinni í dag. Vísi/Vilhelm

GOG endurheimti toppsætið í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta með sjö marka sigri gegn Fredericia í dag. Lokatölur 37-30 og Viktor Gísli átti góðan leik í marki GOG, varði 18 bolta og skoraði meira að segja eitt mark.

GOG þurfti á sigri að halda til að endurheimta toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar. Fredericia er enn í tíunda sæti með 20 stig, 19 stigum á eftir toppliði GOG.

Viktor Gísli stóð vaktina vel í marki GOG og varði 18 bolta eins og áður segir, og þar af voru tvö vítaskot.

Næsti leikur GOG er næstkomandi laugardag gegn Skanderborg sem er í sjötta sæti deildarinnar í nokkuð góðum málum um að ná sæti í úrslitakeppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×