Sjáðu fyrstu mörk Stefáns Rafns fyrir Hauka í 3023 daga Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. mars 2021 17:01 Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði sex mörk gegn Stjörnunni. haukar Stefán Rafn Sigurmannsson lék sinn fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012 þegar liðið vann nauman sigur á Stjörnunni, 26-25, í Olís-deild karla í gær. Stefán Rafn skoraði sex mörk í leiknum. Stefán Rafn gekk í raðir Hauka í lok janúar og skrifaði undir þriggja ára samning við sitt gamla félag. Nokkru áður hafði Stefán Rafn fengið sig lausan frá ungverska liðinu Pick Szeged. Stefán Rafn hefur glímt við erfið meiðsli undanfarna mánuði en það var ekki að sjá á frammistöðu hans í gær. Hann lék nánast allan leikinn í vinstra horninu hjá Haukum, skoraði úr fyrstu fimm skotunum sínum og endaði með sex mörk. Hann var markahæstur í liði Hauka. Mörk Stefáns Rafns í leiknum í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mörk Stefáns Rafns gegn Stjörnunni Fyrsta mark sitt skoraði Stefán Rafn með frábæru undirhandarskoti fyrir utan. Hann skoraði svo tvö mörk úr þröngum færum í vinstra horninu, tvö úr hraðaupphlaupum og eitt úr vítakasti. Sigurður Dan Óskarsson, markvörður Stjörnunnar, sá reyndar tvisvar við Stefáni Rafni á vítalínunni í leiknum. Leikurinn í gær var fyrsti leikur Stefáns Rafns fyrir Hauka síðan 6. desember 2012, eða í 3023 daga. Haukar unnu þá tíu marka sigur á Aftureldingu, 27-17, og líkt og í leiknum í gær skoraði Stefán Rafn sex mörk. Þá, líkt og nú, var Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Eftir að hafa skorað 78 mörk í ellefu leikjum fyrir Hauka í N1-deildinni gekk Stefán Rafn í raðir Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi í desember 2012. Hann fór til Álaborgar 2016 og svo til Pick Szeged ári seinna. Haukar eru með þriggja stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Stefán Rafn: Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri Stefán Rafn Sigurmannsson var mættur á völlinn í sínum fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012. Hann skoraði 6 mörk í endurkomunni gegn Stjörnunni á Ásvöllum 16. mars 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 26-25 | Dramatískar lokamínútur á Ásvöllum Haukar unnu baráttu sigur á Ásvöllum í kvöld, Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði sinn fyrsta leik í Olís deildinni eftir 8 ára fjarveru og endaði markahæstur sinna manna. Haukarnir áfram á toppi deildarinnar 16. mars 2021 21:35 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Stefán Rafn gekk í raðir Hauka í lok janúar og skrifaði undir þriggja ára samning við sitt gamla félag. Nokkru áður hafði Stefán Rafn fengið sig lausan frá ungverska liðinu Pick Szeged. Stefán Rafn hefur glímt við erfið meiðsli undanfarna mánuði en það var ekki að sjá á frammistöðu hans í gær. Hann lék nánast allan leikinn í vinstra horninu hjá Haukum, skoraði úr fyrstu fimm skotunum sínum og endaði með sex mörk. Hann var markahæstur í liði Hauka. Mörk Stefáns Rafns í leiknum í gær má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Mörk Stefáns Rafns gegn Stjörnunni Fyrsta mark sitt skoraði Stefán Rafn með frábæru undirhandarskoti fyrir utan. Hann skoraði svo tvö mörk úr þröngum færum í vinstra horninu, tvö úr hraðaupphlaupum og eitt úr vítakasti. Sigurður Dan Óskarsson, markvörður Stjörnunnar, sá reyndar tvisvar við Stefáni Rafni á vítalínunni í leiknum. Leikurinn í gær var fyrsti leikur Stefáns Rafns fyrir Hauka síðan 6. desember 2012, eða í 3023 daga. Haukar unnu þá tíu marka sigur á Aftureldingu, 27-17, og líkt og í leiknum í gær skoraði Stefán Rafn sex mörk. Þá, líkt og nú, var Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. Eftir að hafa skorað 78 mörk í ellefu leikjum fyrir Hauka í N1-deildinni gekk Stefán Rafn í raðir Rhein-Neckar Löwen í Þýskalandi í desember 2012. Hann fór til Álaborgar 2016 og svo til Pick Szeged ári seinna. Haukar eru með þriggja stiga forskot á toppi Olís-deildarinnar. Næsti leikur liðsins er gegn Val á þriðjudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Haukar Tengdar fréttir Stefán Rafn: Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri Stefán Rafn Sigurmannsson var mættur á völlinn í sínum fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012. Hann skoraði 6 mörk í endurkomunni gegn Stjörnunni á Ásvöllum 16. mars 2021 22:45 Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 26-25 | Dramatískar lokamínútur á Ásvöllum Haukar unnu baráttu sigur á Ásvöllum í kvöld, Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði sinn fyrsta leik í Olís deildinni eftir 8 ára fjarveru og endaði markahæstur sinna manna. Haukarnir áfram á toppi deildarinnar 16. mars 2021 21:35 Mest lesið Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Fótbolti Þriðji sigur Chelsea í röð Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn rúllar aftur eftir hlé og spennan magnast í pílukastinu Sport Norris á pól og heimsmeistaratitillinn í augsýn Formúla 1 Liverpool - Nott. Forest | Tapað fjórum af síðustu fimm Enski boltinn Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Sjá meira
Stefán Rafn: Þetta var bara heppni, ég verð vonandi betri Stefán Rafn Sigurmannsson var mættur á völlinn í sínum fyrsta leik fyrir Hauka síðan 2012. Hann skoraði 6 mörk í endurkomunni gegn Stjörnunni á Ásvöllum 16. mars 2021 22:45
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Stjarnan 26-25 | Dramatískar lokamínútur á Ásvöllum Haukar unnu baráttu sigur á Ásvöllum í kvöld, Stefán Rafn Sigurmannsson spilaði sinn fyrsta leik í Olís deildinni eftir 8 ára fjarveru og endaði markahæstur sinna manna. Haukarnir áfram á toppi deildarinnar 16. mars 2021 21:35