Reykjavík - fyrir okkur öll! Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 17. mars 2021 08:30 Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa. Markmið stefnunnar er að auka lífsgæði fólks og tryggja að Reykjavík sé fyrir okkur öll. Nú liggja drög að velferðarstefnunni fyrir. Hún er hugsuð sem vegvísir fyrir borgarbúa og er rammi utan um metnaðarfullt og mannvænt velferðarstarf sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Áfram eru til stefnur í einstaka málaflokkum, s.s. í húsnæðismálum, málefnum aldraðra og málefnum fatlaðs fólks. Á velferðarsviði starfa yfir þrjú þúsund manns á rúmlega 100 starfsstöðum víðsvegar um borgina. Sviðið býður upp á margskonar einstaklingsbundna þjónustu, í heimahúsum, í skammtímadvölum, íbúðakjörnum, neyðarskýlum og félagsmiðstöðvum en einnig viðtöl og félagslega ráðgjöf. Kjarninn í velferðarstefnunni er að engin tveir einstaklingar eru eins en það á að vera grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar. Við viljum tryggja nálægð og aðgengileika, þjónustulipurð og skilvirkni, virðingu og umhyggju. Ennfremur er markmiðið að sýna frumkvæði og bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu en það er mikilvæg nálgun í því fjölmenningarlega samfélagi sem Reykjavík er. Loks er mikilvægt að eiga reglubundið samtal og samráð við samfélagið, ekki síst fulltrúa notenda þjónustunnar. Auk greinarhöfundar sem er formaður velferðarráðs og stýrihóps um mótun stefnunnar áttu borgarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri Græn og Egill Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki sæti í hópnum, Ásta Þórdís Skjóldal Guðjónsdóttir frá Pepp, samtökum fólks í fátækt, Bergsteinn Þórðarson frá Öryrkjabandalaginu, Ingibjörg Sverrisdóttir frá félagi eldri borgara í Reykjavík, Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri og Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Verkefnisstjóri hópsins var Dís Sigurgeirsdóttir skrifstofustjóri. Um leið og ég færi þeim og þeim hundruðum borgarabúa, samstarfsaðila og starfsmanna sem hafa lagt hönd á plóg bestu þakkir fyrir samstarfið þá hvet ég borgarbúa til að kynna sér stefnudrögin og nota tækifærið til að gera athugasemdir við þau, koma með tillögur um hvernig borgin getur best sannarlega verið fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa. Markmið stefnunnar er að auka lífsgæði fólks og tryggja að Reykjavík sé fyrir okkur öll. Nú liggja drög að velferðarstefnunni fyrir. Hún er hugsuð sem vegvísir fyrir borgarbúa og er rammi utan um metnaðarfullt og mannvænt velferðarstarf sem hefur það að markmiði að auka lífsgæði og stuðla að því að allir Reykvíkingar eigi kost á að lifa með reisn. Áfram eru til stefnur í einstaka málaflokkum, s.s. í húsnæðismálum, málefnum aldraðra og málefnum fatlaðs fólks. Á velferðarsviði starfa yfir þrjú þúsund manns á rúmlega 100 starfsstöðum víðsvegar um borgina. Sviðið býður upp á margskonar einstaklingsbundna þjónustu, í heimahúsum, í skammtímadvölum, íbúðakjörnum, neyðarskýlum og félagsmiðstöðvum en einnig viðtöl og félagslega ráðgjöf. Kjarninn í velferðarstefnunni er að engin tveir einstaklingar eru eins en það á að vera grundvallarnálgun í velferðarþjónustu borgarinnar. Við viljum tryggja nálægð og aðgengileika, þjónustulipurð og skilvirkni, virðingu og umhyggju. Ennfremur er markmiðið að sýna frumkvæði og bregðast við fjölbreyttum þörfum einstaklinga og fjölskyldna fyrir velferðarþjónustu en það er mikilvæg nálgun í því fjölmenningarlega samfélagi sem Reykjavík er. Loks er mikilvægt að eiga reglubundið samtal og samráð við samfélagið, ekki síst fulltrúa notenda þjónustunnar. Auk greinarhöfundar sem er formaður velferðarráðs og stýrihóps um mótun stefnunnar áttu borgarfulltrúarnir Elín Oddný Sigurðardóttir Vinstri Græn og Egill Þór Jónsson Sjálfstæðisflokki sæti í hópnum, Ásta Þórdís Skjóldal Guðjónsdóttir frá Pepp, samtökum fólks í fátækt, Bergsteinn Þórðarson frá Öryrkjabandalaginu, Ingibjörg Sverrisdóttir frá félagi eldri borgara í Reykjavík, Regína Ásvaldsdóttir sviðsstjóri og Sigþrúður Erla Arnardóttir framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða. Verkefnisstjóri hópsins var Dís Sigurgeirsdóttir skrifstofustjóri. Um leið og ég færi þeim og þeim hundruðum borgarabúa, samstarfsaðila og starfsmanna sem hafa lagt hönd á plóg bestu þakkir fyrir samstarfið þá hvet ég borgarbúa til að kynna sér stefnudrögin og nota tækifærið til að gera athugasemdir við þau, koma með tillögur um hvernig borgin getur best sannarlega verið fyrir okkur öll. Höfundur er formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar og varaformaður Samfylkingarinnar.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun