Vélmennið sem fær starfið okkar á að greiða skatt Helga Völundardóttir skrifar 17. mars 2021 09:01 Fjórða iðnbyltingin er ekki á leiðinni, hún er mætt. Í umræðu um hana víða er að finna samtal um framtíð launþega og skattamál. Eitt eru flestir sammála um, fjórða iðnbyltingin mun færa hinu eina prósenti sem á allan peninginn enn meiri auð og völd og skilja hin 99 prósentin eftir enn fátækari og auðnulausari ef ekki er brugðist við með opnum hug og samvinnu. Við hér á Íslandi erum að sjá þetta í litlum mæli enn sem komið er, í formi sjálfsafgreiðslu matvöruverslana og ekki seinna vænna en að mynda alvöru framtíðarsýn um málið. Samhliða umræðunni um borgaralaun eða grunnframfærslu, vantar umræðuna um róbotaskatta, eða sjálfvirkniskatta (betra orð óskast ef það finnst) ég sting upp á vinnuheitinu „Maskínuskattur“ Tökum matvöruinnkaup almennings sem dæmi. Viðskiptavinir stórra matvöruverslana sjá um að afgreiða sig sjálfir, finna strikamerki vörunnar, stimpla inn, greiða og fara. Margir eru mjög ánægðir með að gerast svona starfsmenn þessara fyrirtækja og gott og vel, það er líklega af mörgum öðrum ástæðum en gömlu búðar“kalla“ blæti líkt og ég hélt í fyrstu, einhver nefndi að auðveldara væri að fylgjast með verðlagi. Gott og vel, þetta er eins og það er, engin ástæða til að reyna að ríða gegn símalínunni hér. Heimurinn eins og við þekkjum hann er að breytast, engin ástæða til að vera í afneitun. Hinsvegar hlýtur þetta að vera stórfelld fækkun starfa við þessi fyrirtæki. Það þarf kannski að minna einhver okkar á að við almenningur greiðum skatta og gjöld af öllu sem við kaupum og öllu því sem við vinnum okkur inn, það heitir samneysla og snýst um að samfélagið komi sér upp öryggisneti fyrir okkur sjálf og aðra í samfélaginu. Það eru að óbreyttu ekki greidd nein slík gjöld fyrir þessar vélar. Afleiðing þess verður sú að sameiginlegir sjóðir verða fáækari á meðan fyrirtækið græðir. Enda þurfa svona maskínur ekki atvinnuleysisbætur eða sjúkratryggingar eða neitt af því sem við mannfólkið þurfum, þess vegna verðum við að setjast niður og ræða þetta stóra mál og það helst í gær. Ég segi eins og Bill Gates: ,,The robot that takes your job should pay taxes“ í þýðingu undirritaðrar: „Vélmennið sem fær starfið okkar á að greiða skatta“ Í fyrstu dettur konu í hug að það þurfi að skattleggja hvert vélmenni sem tekur starf líkt og starfsmann, ásættanlegt að viðmiðið gæti td. verið lágmarkslaun. Atugum að sparnaður fyrirtækja með þessum maskínum er gríðarlegur og tapið fyrir samfélagið enn meira og margþættara. Hugmyndin um grunnframfærslu fyrir alla, eða borgaralaun, er í dag bara hugmynd, en hún er komin á umræðuborðið sem betur fer, fólk er farið að ræða þessa hugmynd hér á Íslandi án þess að frussa af hlátri, þökk sé Pírötum auðvitað, líkt og gert var hér á götuhornum í 101 rvk þegar „kapussínó“ (framburður innfæddra á tímabilinu) vélin kom á Mokkakaffi á sjöunda áratugnum. Umræðan um ,,maskínuskatta“ þarf að fara fram samhliða umræðunni um borgaralaun. Því við, sem höfum áhuga á betra samfélagi tökum nýjum hugmyndum ekki með fussi og sveii, við sem sjáum hvert veröldin stefnir skiljum að við þurfum að vera opin fyrir breyttum heimi og stórfelldum breytingum á atvinnumarkaði, stórfelldum breytingum í menntakerfinu og þá breytingum á störfum okkar og hlutverkum í samfélaginu. Í færri orðum, stórfelldum breytingum á allri framtíðinni, misþægilegum og misgóðum. Við viljum ræða þessi mál og setja þau inn í stefnur og hugmyndir um hvernig við viljum og ætlum að reka þessa eyju, hvernig samfélag á Ísland að vera? Og með framtíðinni á ég við; Hvað eru börnin okkar að fara að gera? Við hvað munu þau vinna? Hvernig verður heimur barnabarna okkar? Við þurfum að taka þessa framtíð í fangið í samtíma okkar og hætta að hanga í hárinu á hverfandi heimsmynd, Það mun draga samfélagið til glötunar, það væri leiðinlegt þegar það eru aðrir möguleikar í boði, léleg efnahagsstjórn er ekki náttúruhamfarir, það er hægt að laga þetta. Að þessu sögðu langar mig að vitna í dásamlega setningu sem ég fann í efnahagsstefnu Pírata: ,, Hagkerfið á að vinna fyrir fólk; fólk á ekki að vinna fyrir hagkerfið.“ Ef við, almenningur, blöndum okkur ekki í málið með kröfu um framtíðarsýn, þá mun hin svarta framtíðarmynd verða að veruleika, hún er svona; Eitt prósentið mun eignast alla peningana í heiminum, hinna bíður fátækt og einsleitni. Höfundur er áhugakona um efnahagsmál og í 6. sæti í Reykjavík suður á lista Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Píratar Skoðun: Kosningar 2021 Stafræn þróun Vinnumarkaður Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Fjórða iðnbyltingin er ekki á leiðinni, hún er mætt. Í umræðu um hana víða er að finna samtal um framtíð launþega og skattamál. Eitt eru flestir sammála um, fjórða iðnbyltingin mun færa hinu eina prósenti sem á allan peninginn enn meiri auð og völd og skilja hin 99 prósentin eftir enn fátækari og auðnulausari ef ekki er brugðist við með opnum hug og samvinnu. Við hér á Íslandi erum að sjá þetta í litlum mæli enn sem komið er, í formi sjálfsafgreiðslu matvöruverslana og ekki seinna vænna en að mynda alvöru framtíðarsýn um málið. Samhliða umræðunni um borgaralaun eða grunnframfærslu, vantar umræðuna um róbotaskatta, eða sjálfvirkniskatta (betra orð óskast ef það finnst) ég sting upp á vinnuheitinu „Maskínuskattur“ Tökum matvöruinnkaup almennings sem dæmi. Viðskiptavinir stórra matvöruverslana sjá um að afgreiða sig sjálfir, finna strikamerki vörunnar, stimpla inn, greiða og fara. Margir eru mjög ánægðir með að gerast svona starfsmenn þessara fyrirtækja og gott og vel, það er líklega af mörgum öðrum ástæðum en gömlu búðar“kalla“ blæti líkt og ég hélt í fyrstu, einhver nefndi að auðveldara væri að fylgjast með verðlagi. Gott og vel, þetta er eins og það er, engin ástæða til að reyna að ríða gegn símalínunni hér. Heimurinn eins og við þekkjum hann er að breytast, engin ástæða til að vera í afneitun. Hinsvegar hlýtur þetta að vera stórfelld fækkun starfa við þessi fyrirtæki. Það þarf kannski að minna einhver okkar á að við almenningur greiðum skatta og gjöld af öllu sem við kaupum og öllu því sem við vinnum okkur inn, það heitir samneysla og snýst um að samfélagið komi sér upp öryggisneti fyrir okkur sjálf og aðra í samfélaginu. Það eru að óbreyttu ekki greidd nein slík gjöld fyrir þessar vélar. Afleiðing þess verður sú að sameiginlegir sjóðir verða fáækari á meðan fyrirtækið græðir. Enda þurfa svona maskínur ekki atvinnuleysisbætur eða sjúkratryggingar eða neitt af því sem við mannfólkið þurfum, þess vegna verðum við að setjast niður og ræða þetta stóra mál og það helst í gær. Ég segi eins og Bill Gates: ,,The robot that takes your job should pay taxes“ í þýðingu undirritaðrar: „Vélmennið sem fær starfið okkar á að greiða skatta“ Í fyrstu dettur konu í hug að það þurfi að skattleggja hvert vélmenni sem tekur starf líkt og starfsmann, ásættanlegt að viðmiðið gæti td. verið lágmarkslaun. Atugum að sparnaður fyrirtækja með þessum maskínum er gríðarlegur og tapið fyrir samfélagið enn meira og margþættara. Hugmyndin um grunnframfærslu fyrir alla, eða borgaralaun, er í dag bara hugmynd, en hún er komin á umræðuborðið sem betur fer, fólk er farið að ræða þessa hugmynd hér á Íslandi án þess að frussa af hlátri, þökk sé Pírötum auðvitað, líkt og gert var hér á götuhornum í 101 rvk þegar „kapussínó“ (framburður innfæddra á tímabilinu) vélin kom á Mokkakaffi á sjöunda áratugnum. Umræðan um ,,maskínuskatta“ þarf að fara fram samhliða umræðunni um borgaralaun. Því við, sem höfum áhuga á betra samfélagi tökum nýjum hugmyndum ekki með fussi og sveii, við sem sjáum hvert veröldin stefnir skiljum að við þurfum að vera opin fyrir breyttum heimi og stórfelldum breytingum á atvinnumarkaði, stórfelldum breytingum í menntakerfinu og þá breytingum á störfum okkar og hlutverkum í samfélaginu. Í færri orðum, stórfelldum breytingum á allri framtíðinni, misþægilegum og misgóðum. Við viljum ræða þessi mál og setja þau inn í stefnur og hugmyndir um hvernig við viljum og ætlum að reka þessa eyju, hvernig samfélag á Ísland að vera? Og með framtíðinni á ég við; Hvað eru börnin okkar að fara að gera? Við hvað munu þau vinna? Hvernig verður heimur barnabarna okkar? Við þurfum að taka þessa framtíð í fangið í samtíma okkar og hætta að hanga í hárinu á hverfandi heimsmynd, Það mun draga samfélagið til glötunar, það væri leiðinlegt þegar það eru aðrir möguleikar í boði, léleg efnahagsstjórn er ekki náttúruhamfarir, það er hægt að laga þetta. Að þessu sögðu langar mig að vitna í dásamlega setningu sem ég fann í efnahagsstefnu Pírata: ,, Hagkerfið á að vinna fyrir fólk; fólk á ekki að vinna fyrir hagkerfið.“ Ef við, almenningur, blöndum okkur ekki í málið með kröfu um framtíðarsýn, þá mun hin svarta framtíðarmynd verða að veruleika, hún er svona; Eitt prósentið mun eignast alla peningana í heiminum, hinna bíður fátækt og einsleitni. Höfundur er áhugakona um efnahagsmál og í 6. sæti í Reykjavík suður á lista Pírata.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun