Karl og Dóra og lífsgæði lesblindra Guðmundur S. Johnsen skrifar 16. mars 2021 14:32 Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. Tækniframfarir hafa fært lesblindum margt sem gagnast þeim í daglegu lífi. Nýjungar á borð við snjallsíma, hljóðbækur, talgreinar og ekki síst talgervla, hafa aukið aðgengi að skrifuðum texta verulega, auðveldað nám og starf og gert þeim kleift að njóta bókmennta. Lesblindir sem og blindir og sjónskertir hafa nýtt talgervla snjallsíma þar sem texti er merktur í vafra, tölvupósti eða skjali og þá „les“ talgervilinn textann upphátt á íslensku fyrir notandann. Þessar íslensku talgervilsraddir sem bera heitið „Karl“ og „Dóra“ hafa verið mjög mikilvægar fyrir blinda, sjónskerta og lesblinda. Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti, íslensku raddirnar „Karl“ og „Dóra“ í talgervlum snjallsíma verða brátt ekki lengur aðgengilegar í Android-símum. Eftir að Amazon verslunarrisinn keypti fyrirtækið sem þróað hafði tæknina var ákveðið að hætta viðhaldi á íslensku röddunum. Í stað þeirra þurfa notendur að reiða sig á enskan talgervil. Það er mikill missir. Í máltækniáætlun ríkisstjórnarinnar er smíði á nýjum íslenskum talgervli á döfinni. En þrátt fyrir að unnið sé að gerð nýs talgervils verður hann ekki tilbúinn fyrr en eftir eitt til tvö ár. Blindrafélagið sem hafði forgöngu um smíði íslensku talgervilsraddanna, meðal annars með þátttöku lesblindra, vakti máls á þessu nýverið í fjölmiðlum. Félag lesblindra sér ástæðu til að deila þessum áhyggjum með Blindrafélaginu. Það er jafnframt rík ástæða til að hvetja ríkisstjórnina til að vakta þetta mál vel. Öll seinkun getur haft verulega neikvæð og íþyngjandi áhrif á lífsgæði margra blindra, sjónskertra sem og lesblindra. Höfundur er formaður Félags lesblindra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Heilbrigðismál Guðmundur S. Johnsen Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum. Tækniframfarir hafa fært lesblindum margt sem gagnast þeim í daglegu lífi. Nýjungar á borð við snjallsíma, hljóðbækur, talgreinar og ekki síst talgervla, hafa aukið aðgengi að skrifuðum texta verulega, auðveldað nám og starf og gert þeim kleift að njóta bókmennta. Lesblindir sem og blindir og sjónskertir hafa nýtt talgervla snjallsíma þar sem texti er merktur í vafra, tölvupósti eða skjali og þá „les“ talgervilinn textann upphátt á íslensku fyrir notandann. Þessar íslensku talgervilsraddir sem bera heitið „Karl“ og „Dóra“ hafa verið mjög mikilvægar fyrir blinda, sjónskerta og lesblinda. Blikur á lofti En nú eru blikur á lofti, íslensku raddirnar „Karl“ og „Dóra“ í talgervlum snjallsíma verða brátt ekki lengur aðgengilegar í Android-símum. Eftir að Amazon verslunarrisinn keypti fyrirtækið sem þróað hafði tæknina var ákveðið að hætta viðhaldi á íslensku röddunum. Í stað þeirra þurfa notendur að reiða sig á enskan talgervil. Það er mikill missir. Í máltækniáætlun ríkisstjórnarinnar er smíði á nýjum íslenskum talgervli á döfinni. En þrátt fyrir að unnið sé að gerð nýs talgervils verður hann ekki tilbúinn fyrr en eftir eitt til tvö ár. Blindrafélagið sem hafði forgöngu um smíði íslensku talgervilsraddanna, meðal annars með þátttöku lesblindra, vakti máls á þessu nýverið í fjölmiðlum. Félag lesblindra sér ástæðu til að deila þessum áhyggjum með Blindrafélaginu. Það er jafnframt rík ástæða til að hvetja ríkisstjórnina til að vakta þetta mál vel. Öll seinkun getur haft verulega neikvæð og íþyngjandi áhrif á lífsgæði margra blindra, sjónskertra sem og lesblindra. Höfundur er formaður Félags lesblindra.
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun