Hópuppsagnir kvennastétta á landsbyggðinni í boði heilbrigðisráðherra Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar 15. mars 2021 14:31 Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins. Baráttan endalausa Í upphafi voru sveitarfélögin fjögur sem sögðu upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands: Akureyri, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Áður höfðu sveitarfélögin bent á skort á fjármagni til reksturs heimilanna. Flestir sem láta sig þessi mál varða vita að gerðar voru ítrekaðar tilraunir til þess að ná fram leiðréttingu um langt skeið en án árangurs. Sveitarfélögin gripu þá til þeirra örþrifaráða að segja upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna við Sjúkratryggingar Íslands. Nú virðist vera búið að tryggja réttarstöðu starfsmanna á Hornafirði. Vigdísarholt sem er fyrirtæki í eigu ríkisins tekur yfir reksturinn. Það er gert í gegn um lög um aðilaskipti sem virka þannig að réttindi og skyldur færast samkvæmt ráðningarsamningi yfir til nýja rekstraraðilans sem verður vinnuveitandi starfsmanna. Þetta þýðir að starfmennirnir færast sjálfkrafa yfir til nýs rekstraraðila með sömu kjörum og áður. Starfsmenn sem áður voru á launaskrá sveitarfélagsins halda sínum kjörum hjá fyrirtæki í eigu ríkisins. Heimilum mismunað Við tilfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð og í Vestmannaeyjum virðist ekki það sama gilda, þó svo að ríkið taki við rekstrinum. Búið er að segja upp öllu starfsfólki heimilanna, fullkomin óvissa ríkir meðal starfsfólks, meirihluti þeirra eru konur og merkilegt að ráðast í slíka hópuppsögn starfsmanna, sömu starfsmanna sem hafa lagt á sig ómælda vinnu og umhyggju gagnvart því heimilisfólki sem býr á heimilunum. Svona hópuppsagnir skapa einnig óvissu og getur leitt til óöryggis hjá heimilisfólkinu sjálfu, því óneitanlega myndast góð og traust tengsl á milli starfsfólks og heimilimanna. Íbúar heimilanna eru oft nefndir okkar viðkvæmasti hópur og þess vegna þarf að vanda til verka með virðingu að leiðarljósi. Heilbrigðisráðherra hefur val um að láta lög um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti gilda. Hún velur því að láta slíkt ekki gilda í áðurnefndum sveitarfélögum. Aldraðir Akureyringar í óvissu Á Akureyri er staðan enn óljós. Í fréttatilkynningu frá 18. ágúst á sl. ári mátti lesa að Heilbrigðisstofnun Norðurlands tæki yfir rekstur öldrunarheimilanna og að breytt rekstrarfyrirkomulag hefði í för með sér að á þriðja hundrað starfsmenn myndu halda réttindum og kjörum sínum samkvæmt kjarasamningum. Með öðrum orðum að ef ætlunin væri að fara að lögum um aðilaskiptasamninga. Enda hefðu öldrunarheimilin lengi átt því láni að fagna að hafa frábært og reynslumikið starfsfólk innanborðs. Lögð væri rík áhersla á að heimilin yrðu fyrir sem minnstum áhrifum af þessum breytingum. Allt virtist vera í föstum skorðum nema að fyrir nokkru síðan auglýstu Sjúkratryggingar Íslands eftir rekstraraðila og nú hefur komið í ljós að tvö fyrirtæki í einkarekstri hafa lýst áhuga á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Þetta eru Heilsuvernd og Umönnun sjálfseignarstofnun. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga standa nú yfir viðræður við fyrirtækin á grundvelli rekstrargagna frá Akueyrarbæ. Það er afar mikilvægt að vel takist til. Starfsfólk og íbúar öldrunarstofnanna eiga skilið öryggi en ekki innantóm loforð. Þau virðast því miður of oft vera gefin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Kolbrún Árnadóttir Byggðamál Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins. Baráttan endalausa Í upphafi voru sveitarfélögin fjögur sem sögðu upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands: Akureyri, Sveitarfélagið Hornafjörður, Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Áður höfðu sveitarfélögin bent á skort á fjármagni til reksturs heimilanna. Flestir sem láta sig þessi mál varða vita að gerðar voru ítrekaðar tilraunir til þess að ná fram leiðréttingu um langt skeið en án árangurs. Sveitarfélögin gripu þá til þeirra örþrifaráða að segja upp samningum um rekstur hjúkrunarheimilanna við Sjúkratryggingar Íslands. Nú virðist vera búið að tryggja réttarstöðu starfsmanna á Hornafirði. Vigdísarholt sem er fyrirtæki í eigu ríkisins tekur yfir reksturinn. Það er gert í gegn um lög um aðilaskipti sem virka þannig að réttindi og skyldur færast samkvæmt ráðningarsamningi yfir til nýja rekstraraðilans sem verður vinnuveitandi starfsmanna. Þetta þýðir að starfmennirnir færast sjálfkrafa yfir til nýs rekstraraðila með sömu kjörum og áður. Starfsmenn sem áður voru á launaskrá sveitarfélagsins halda sínum kjörum hjá fyrirtæki í eigu ríkisins. Heimilum mismunað Við tilfærslu dvalar- og hjúkrunarheimilanna í Fjarðarbyggð og í Vestmannaeyjum virðist ekki það sama gilda, þó svo að ríkið taki við rekstrinum. Búið er að segja upp öllu starfsfólki heimilanna, fullkomin óvissa ríkir meðal starfsfólks, meirihluti þeirra eru konur og merkilegt að ráðast í slíka hópuppsögn starfsmanna, sömu starfsmanna sem hafa lagt á sig ómælda vinnu og umhyggju gagnvart því heimilisfólki sem býr á heimilunum. Svona hópuppsagnir skapa einnig óvissu og getur leitt til óöryggis hjá heimilisfólkinu sjálfu, því óneitanlega myndast góð og traust tengsl á milli starfsfólks og heimilimanna. Íbúar heimilanna eru oft nefndir okkar viðkvæmasti hópur og þess vegna þarf að vanda til verka með virðingu að leiðarljósi. Heilbrigðisráðherra hefur val um að láta lög um réttarstöðu starfsfólks við aðilaskipti gilda. Hún velur því að láta slíkt ekki gilda í áðurnefndum sveitarfélögum. Aldraðir Akureyringar í óvissu Á Akureyri er staðan enn óljós. Í fréttatilkynningu frá 18. ágúst á sl. ári mátti lesa að Heilbrigðisstofnun Norðurlands tæki yfir rekstur öldrunarheimilanna og að breytt rekstrarfyrirkomulag hefði í för með sér að á þriðja hundrað starfsmenn myndu halda réttindum og kjörum sínum samkvæmt kjarasamningum. Með öðrum orðum að ef ætlunin væri að fara að lögum um aðilaskiptasamninga. Enda hefðu öldrunarheimilin lengi átt því láni að fagna að hafa frábært og reynslumikið starfsfólk innanborðs. Lögð væri rík áhersla á að heimilin yrðu fyrir sem minnstum áhrifum af þessum breytingum. Allt virtist vera í föstum skorðum nema að fyrir nokkru síðan auglýstu Sjúkratryggingar Íslands eftir rekstraraðila og nú hefur komið í ljós að tvö fyrirtæki í einkarekstri hafa lýst áhuga á rekstri Öldrunarheimila Akureyrar. Þetta eru Heilsuvernd og Umönnun sjálfseignarstofnun. Samkvæmt upplýsingum Sjúkratrygginga standa nú yfir viðræður við fyrirtækin á grundvelli rekstrargagna frá Akueyrarbæ. Það er afar mikilvægt að vel takist til. Starfsfólk og íbúar öldrunarstofnanna eiga skilið öryggi en ekki innantóm loforð. Þau virðast því miður of oft vera gefin. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun