Golf

Matraðarbyrjun McIlroys: Setti boltann tvisvar í vatnið á sömu holu og fékk fjórfaldan skolla

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rory McIlroy hefur aldrei leikið verr á einni holu en á þeirri átjándu á Players meistaramótinu í gær.
Rory McIlroy hefur aldrei leikið verr á einni holu en á þeirri átjándu á Players meistaramótinu í gær. getty/Ben Jared

Ekkert verður af því að Rory McIlroy verji titil sinn á Players meistaramótinu í golfi eftir martraðarbyrjun hans á mótinu í gær.

McIlroy lék á sjö höggum yfir pari og er í 139. sæti mótsins. Hann er fjórtán höggum á eftir efsta manni, Sergio García.

Hann byrjaði á því að fá skramba á tíundu holu en það var hátíð miðað við spilamennskuna á átjándu holunni. Þar setti McIlroy boltann tvisvar út í vatn og fékk fjórfaldan skolla. Það er versta skor hans á einni holu á ferlinum á PGA-mótaröðinni.

McIlroy lék fyrri níu holurnar á sjö höggum yfir pari. Hann hefur aldrei leikið verr á fyrri níu á PGA-mótaröðinni.

McIlroy náði sér betur á strik á seinni níu holunum og lék þær á pari. Hann endaði samt á sjö höggum yfir pari sem er versti árangur ríkjandi meistara á fyrsta hring Players síðan 1988.

Keppni á Players meistaramótinu heldur áfram í dag. Bein útsending frá mótinu hefst klukkan 17:00 á Stöð 2 Golf.


Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.