Persónuárásir Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar 11. mars 2021 20:01 Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. Ég hins vegar beitti lagareglum við meðferð mála gegn öllum sem ásakaðir voru fyrir refsiverða háttsemi. Það er eins og margir telji að þeim reglum eigi ekki að beita í málum sem varða kynferðisbrot. Þá eigi geðþóttinn að ráða. Nú gerðist það að Tobba Marinós ritstjóri DV skrifaði grein á Vísi þar sem hún sakaði mig um að hafa misbeitt dómsvaldi til að losa mann úr farbanni sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn henni. Þetta er auðvitað fjarstæða. Um var að ræða erlendan sakborning sem komst ekki heim til sín meðan farbannið hér á landi var í gildi. Í fyrri ákvörðunum Hæstaréttar hafði verið lögð áhersla á að málinu gegn manninum yrði hraðað meðan hann væri sviptur frelsi sínu með farbanninu og tímalengd þess miðuð við að það tækist. Sat ég í dómi sem staðfesti farbann yfir honum á þessari forsendu. Ekki hafði verið farið eftir ábendingum Hæstaréttar í því efni. Svo kom málið aftur til réttarins með kröfu um framlengingu á þessari frelsisskerðingu. Af tilliti til aðila í málinu vil ég ekki fjalla hér um sakarefnið. Ég segi aðeins að við þessar aðstæður varð að taka afstöðu til þess enn á ný hvort kröfum laga fyrir farbanninu væri ennþá fullnægt. Ég taldi ekki að svo væri og rökstuddi afstöðu mína í sératkvæði mínu. Maðurinn var síðar sakfelldur fyrir brotið en varð ekki kvaddur til að fullnusta dóminn, þar sem hann hafði horfið til síns heima. Þetta lá auðvitað ekki fyrir þegar farbannið var fellt úr gildi. Þeir sem þurftu að úrskurða um það nutu ekki þeirra forréttinda að vita um niðurstöðu dómsmálsins, þar sem málið var ódæmt. Í forsendum dómsins yfir manninum er að finna yfirferð yfir ýmis gögn sem þar var fjallað um en lágu ekki fyrir þegar úrskurðað var um farbannið. Réttmæti þess úrskurðar verður þess vegna ekki metið á grundvelli þeirra gagna. Ég má nú sæta persónulegum árásum fyrir meðferð mína á dómsvaldi mínu meðan ég var dómari. Þetta virðist vera gert til að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra fyrir að hafa fengið mér verkefni, þar sem þessar meintu ávirðingar mínar koma ekkert við sögu. Kannski ákærendur mínir telji sig vaxa af þessu framferði? Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinar Gunnlaugsson Dómsmál Dómstólar Tengdar fréttir Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01 Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. Ég hins vegar beitti lagareglum við meðferð mála gegn öllum sem ásakaðir voru fyrir refsiverða háttsemi. Það er eins og margir telji að þeim reglum eigi ekki að beita í málum sem varða kynferðisbrot. Þá eigi geðþóttinn að ráða. Nú gerðist það að Tobba Marinós ritstjóri DV skrifaði grein á Vísi þar sem hún sakaði mig um að hafa misbeitt dómsvaldi til að losa mann úr farbanni sem hafði verið sakaður um kynferðisbrot gegn henni. Þetta er auðvitað fjarstæða. Um var að ræða erlendan sakborning sem komst ekki heim til sín meðan farbannið hér á landi var í gildi. Í fyrri ákvörðunum Hæstaréttar hafði verið lögð áhersla á að málinu gegn manninum yrði hraðað meðan hann væri sviptur frelsi sínu með farbanninu og tímalengd þess miðuð við að það tækist. Sat ég í dómi sem staðfesti farbann yfir honum á þessari forsendu. Ekki hafði verið farið eftir ábendingum Hæstaréttar í því efni. Svo kom málið aftur til réttarins með kröfu um framlengingu á þessari frelsisskerðingu. Af tilliti til aðila í málinu vil ég ekki fjalla hér um sakarefnið. Ég segi aðeins að við þessar aðstæður varð að taka afstöðu til þess enn á ný hvort kröfum laga fyrir farbanninu væri ennþá fullnægt. Ég taldi ekki að svo væri og rökstuddi afstöðu mína í sératkvæði mínu. Maðurinn var síðar sakfelldur fyrir brotið en varð ekki kvaddur til að fullnusta dóminn, þar sem hann hafði horfið til síns heima. Þetta lá auðvitað ekki fyrir þegar farbannið var fellt úr gildi. Þeir sem þurftu að úrskurða um það nutu ekki þeirra forréttinda að vita um niðurstöðu dómsmálsins, þar sem málið var ódæmt. Í forsendum dómsins yfir manninum er að finna yfirferð yfir ýmis gögn sem þar var fjallað um en lágu ekki fyrir þegar úrskurðað var um farbannið. Réttmæti þess úrskurðar verður þess vegna ekki metið á grundvelli þeirra gagna. Ég má nú sæta persónulegum árásum fyrir meðferð mína á dómsvaldi mínu meðan ég var dómari. Þetta virðist vera gert til að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra fyrir að hafa fengið mér verkefni, þar sem þessar meintu ávirðingar mínar koma ekkert við sögu. Kannski ákærendur mínir telji sig vaxa af þessu framferði? Höfundur er lögmaður.
Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun