Við Píratar tökum Fossvogsskólamálið alvarlega Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 11. mars 2021 14:30 Mygla í húsnæði er grafalvarlegt mál. Ég þekki það af eigin reynslu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman og loks fyrirtækið sitt sem var háð hennar starfsgetu. Hún var óvinnufær í nokkur ár. Ég hélt hún væri dauðvona en læknar höfðu engin svör. Við erum bara tvær systurnar og mjög nánar, því var þetta tímabil mjög erfitt. Samfélagið er skammt á veg komið þegar kemur að því að bregðast við myglu. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum. Það virðist vanta alþjóðleg viðmið og innlend viðmið. Það vantar betri umgjörð um uppbyggingu. Það vantar líka samræmt ferli við greiningar og viðbrögð þar sem þolendur myglu fá nauðsynlega aðstoð. Því fagna ég að þingsályktunartillaga Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á þingi. Við verðum að standa vörð um verkefni Rannsóknarmiðstöðvar byggingariðnaðarins sem hefur verið leiðandi í myglurannsóknum og að vinnan falli ekki brott með niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem hún hefur verið hluti af. Eftir að rakaskemmdir og mygla komu upp í Fossvogsskóla höfum við Píratar í borgarstjórn beitt okkur fyrir því að málið verði leyst. Við höfum beðið um gögn og skýringar, ýtt á eftir frekari greiningum og úrbótum, fundað með helstu myglusérfræðingum landsins tímunum saman til að afla okkur þekkingar í málaflokknum. Vegna þess að við sættum okkur ekki við myglu í skólum barna í Reykjavík. Ýmislegt hefur verið gert. Viðgerðir og úrbætur í skólanum hafa kostað um hálfan milljarð króna hingað til. Á tímabili var allt skólahald flutt úr skólanum. En við erum ekki komin í höfn og betur má ef duga skal. Hjá okkur í borginni vantar skýrari verkferla og betri samskipti. Við verðum að læra af þessu máli og gera enn betur. Þess vegna höfum við sett saman nýtt teymi sérfræðinga og fulltrúa foreldra og borgarinnar sem ætla að taka Fossvogsskóla enn fastari tökum. Þess vegna samþykktum við í borgarráði í dag tillögu þess efnis að ráðast í vinnu við betri verkferla til framtíðar þegar myglu- og rakavandamál koma upp. Ég held áfram að beita mér fyrir því að málið leysist, héðan í frá sem hingað til. Því börn eiga rétt á heilsusamlegu umhverfi og að það sé yfir allan vafa hafið að skólinn þeirra sé ekki að gera þau veik. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Grunnskólar Píratar Mest lesið Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Mygla í húsnæði er grafalvarlegt mál. Ég þekki það af eigin reynslu. Systir mín varð alvarlega veik vegna myglu á heimili sínu og endaði í raun með að missa allt sitt. Heimilið, innbúið, eigurnar sínar, fötin sín. Hún þurfti að henda öllu gömlu sem hún vildi geyma og missti þar með minningarnar. Hún missti heilsuna og starfsgetuna sína árum saman og loks fyrirtækið sitt sem var háð hennar starfsgetu. Hún var óvinnufær í nokkur ár. Ég hélt hún væri dauðvona en læknar höfðu engin svör. Við erum bara tvær systurnar og mjög nánar, því var þetta tímabil mjög erfitt. Samfélagið er skammt á veg komið þegar kemur að því að bregðast við myglu. Víða eru fordómar gagnvart mygluveikindum. Það virðist vanta alþjóðleg viðmið og innlend viðmið. Það vantar betri umgjörð um uppbyggingu. Það vantar líka samræmt ferli við greiningar og viðbrögð þar sem þolendur myglu fá nauðsynlega aðstoð. Því fagna ég að þingsályktunartillaga Pírata vegna myglu og rakaskemmda hafi verið samþykkt á þingi. Við verðum að standa vörð um verkefni Rannsóknarmiðstöðvar byggingariðnaðarins sem hefur verið leiðandi í myglurannsóknum og að vinnan falli ekki brott með niðurlagningu Nýsköpunarmiðstöðvarinnar sem hún hefur verið hluti af. Eftir að rakaskemmdir og mygla komu upp í Fossvogsskóla höfum við Píratar í borgarstjórn beitt okkur fyrir því að málið verði leyst. Við höfum beðið um gögn og skýringar, ýtt á eftir frekari greiningum og úrbótum, fundað með helstu myglusérfræðingum landsins tímunum saman til að afla okkur þekkingar í málaflokknum. Vegna þess að við sættum okkur ekki við myglu í skólum barna í Reykjavík. Ýmislegt hefur verið gert. Viðgerðir og úrbætur í skólanum hafa kostað um hálfan milljarð króna hingað til. Á tímabili var allt skólahald flutt úr skólanum. En við erum ekki komin í höfn og betur má ef duga skal. Hjá okkur í borginni vantar skýrari verkferla og betri samskipti. Við verðum að læra af þessu máli og gera enn betur. Þess vegna höfum við sett saman nýtt teymi sérfræðinga og fulltrúa foreldra og borgarinnar sem ætla að taka Fossvogsskóla enn fastari tökum. Þess vegna samþykktum við í borgarráði í dag tillögu þess efnis að ráðast í vinnu við betri verkferla til framtíðar þegar myglu- og rakavandamál koma upp. Ég held áfram að beita mér fyrir því að málið leysist, héðan í frá sem hingað til. Því börn eiga rétt á heilsusamlegu umhverfi og að það sé yfir allan vafa hafið að skólinn þeirra sé ekki að gera þau veik. Höfundur er borgarfulltrúi Pírata.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun