„Það vildu öll lið hafa þennan mann í sínu liði“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. mars 2021 16:01 Ivan Aurrecoechea er með 23,6 stig og 13,0 fráköst að meðaltali í fyrstu ellefu leikjum sínum með Þór Akureyri í Domino´s deildinni. Vísir/Vilhelm Spánverjinn Ivan Aurrecoechea átti magnaðan leik með Þórsliðinu í sigri á Grindavík í síðustu umferð Domino´s deildar karla. Ivan Aurrecoechea var með 36 stig og 15 fráköst í leiknum og framlag upp á 39 í þessum þriggja stiga sigri. „Það er annar maður sem hefur einstaka hæfileika í þessari deild og hann heitir Ivan Aurrecoechea og er miðherji Þórs á Akureyri. Þvílíkt tröll sem þessi gæji er og hvað hann er atorkusamur,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds. „Við höfum verið að dásama hann hérna í vetur enda skilar hann alltaf frábærum tölum. Hann er rosalegur frákastari og frábær varnarmaður. Krafturinn og allt sem hann kemur með í alla leiki. Ég er rosalega hrifinn af þessum leikmanni, hvernig hann spilar og hvað hann er búinn að gera fyrir Þórsliðið,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Skjámynd/S2 Sport Grindvíkingurinn Kazembe Abif átti eiginlega ekki möguleika í baráttunni við Spánverjann í þessum leik. „Það eru ósköp fáir sem eiga möguleika í hann. Það er sama hver það er sem lendir í honum og það vildu öll lið hafa þennan mann í sínu liði,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Ivan Aurrecoechea hefur náð átta sóknarfráköstum í átta leikjum í vetur og þetta var sjötti leikur hans með fjórtán fráköst eða fleiri. Það má sjá umfjöllunina um Ivan Aurrecoechea sem og svipmyndir frá tilþrifum hans í Grindavíkurleiknum í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frákastavélin í Þórsliðinu Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Akureyri Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira
Ivan Aurrecoechea var með 36 stig og 15 fráköst í leiknum og framlag upp á 39 í þessum þriggja stiga sigri. „Það er annar maður sem hefur einstaka hæfileika í þessari deild og hann heitir Ivan Aurrecoechea og er miðherji Þórs á Akureyri. Þvílíkt tröll sem þessi gæji er og hvað hann er atorkusamur,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Domino´s Körfuboltakvölds. „Við höfum verið að dásama hann hérna í vetur enda skilar hann alltaf frábærum tölum. Hann er rosalegur frákastari og frábær varnarmaður. Krafturinn og allt sem hann kemur með í alla leiki. Ég er rosalega hrifinn af þessum leikmanni, hvernig hann spilar og hvað hann er búinn að gera fyrir Þórsliðið,“ sagði Hermann Hauksson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Skjámynd/S2 Sport Grindvíkingurinn Kazembe Abif átti eiginlega ekki möguleika í baráttunni við Spánverjann í þessum leik. „Það eru ósköp fáir sem eiga möguleika í hann. Það er sama hver það er sem lendir í honum og það vildu öll lið hafa þennan mann í sínu liði,“ sagði Sævar Sævarsson, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Ivan Aurrecoechea hefur náð átta sóknarfráköstum í átta leikjum í vetur og þetta var sjötti leikur hans með fjórtán fráköst eða fleiri. Það má sjá umfjöllunina um Ivan Aurrecoechea sem og svipmyndir frá tilþrifum hans í Grindavíkurleiknum í myndbandinu hér fyrir neðan. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Frákastavélin í Þórsliðinu Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Akureyri Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Körfubolti Brynjar veður í Viðar og sakar hann um að vera fræðafant Sport Beckham varar Manchester United við Enski boltinn Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Sjá meira