Handbolti

Her­geir: Það er alltaf gaman að skora en miklu skemmti­legra að vinna

Ester Ósk Árnadóttir skrifar
Hergeir skoraði jöfnunarmarkið í kvöld.
Hergeir skoraði jöfnunarmarkið í kvöld. vísir/daníel

KA og Selfoss mætust í hápsennu leik í KA heimilinu í kvöld. Hergeir Grímsson var frábær fyrir gestina og skoraði 11 mörk úr 14 skotum. Þar af eitt þegar nokkrar sekúndur lifði leiks og tryggði Selfoss stig.

„Auðvitað er maður svekktur að vinna ekki. Maður er það alltaf þegar maður fær ekki stigin tvö en miða við hvernig þetta spilaðist þá getur maður ekki verið annað en sáttur við eitt stig. Þetta hefði geta dottið báðu megin. Það eru einhvern veginn allir ósáttir, bæði KA menn og við en það fór sem fór.“

Selfoss var með yfirhöndina meiri hluta leiks og gat oft á tíðum komið sér í vænlegar stöður en brást bogalistin.

„Við gerum helling af klaufa mistökum. Við vorum yfir nánast allan leikinn og hefðum átt að gefa aðeins meira í þegar við vorum að leiða í leiknum. KA er bara góðir í handbolta og það er ekkert auðvelt að keyra fram úr þeim. Við náðum því allavega ekki í dag.“

Hergeir hefur fengið annað hlutverk í liði Selfoss. Nú er hann að spila á miðjunni en áður hefur hann verið frábær í horninu hjá þeim. Skoraði eins og áður segir 11 mörk í dag og virðist finna sig vel á miðjunni.

„Mér líður mjög vel að spila á miðjunni. Ég spilaði fyrir utan upp alla yngri flokkana, svo hætti ég að stækka og var þá sendur í hornið. Ég er að njóta þess að spila á miðjunni og er bara að gera allt á fullu. Eftir að við misstum Gumma að þá þurfum við allir að stíga upp og mér finnst að ég þurfi að gefa meira af mér og ég reyni það í hverjum einasta leik. Það er alltaf gaman að skora en miklu skemmtilegra að vinna.“

Framundan er verðskulduð pása hjá leikmönnum Olís deildarinnar.

„Ég hugsa bara um einn leik í einu og ég ætla bara að fara inn í þessa pásu og hugsa kannski lítið um handbolta, allavega fyrstu dagana. Slaka aðeins á og svona eftir þessa törn. Svo sjáum við bara þegar það kemur að næsta leik. Ég ætla ekki að pæla í því núna.“


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.