Arnar: Ég nenni ekkert að vera í þessu viðtali Andri Már Eggertsson skrifar 5. mars 2021 21:39 Arnar Daði var súr og svekktur í kvöld. vísir/hulda margrét Stjarnan vann ævintýralegan sigur á Gróttu í kvöld 28 - 27. Leikurinn var í járnum allan leikinn og skoraði Sverrir Eyjólfsson sigur mark Stjörnunnar þegar tæplega þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. „Ég nenni þessu viðtali lítið sem ekkert þessa stundina, mér líður ömurlega þetta er mjög leiðinlegt. Sóknin okkar í restina fer með leikinn, eftir að við komumst yfir 27-25 skorum við ekki mark sem fer með leikinn,” sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu hundsvekktur eftir leik. „Strákarnir voru að gera það sem við lögðum upp með undir lok leiks. Við áttum góðan kafla á undan þar sem við vorum lentir þremur mörkum undir sem við breytum í fimm marka kafla frá okkur sem kemur okkur tveimur mörkum yfir. Ég hefði mögulega átt að taka leikhlé fyrr en ég veðjaði á að fá betri sókn alveg í lokinn,” sagði Arnar Daði og bætti við að leikhlés ákvörðunin hans kom í bakið á honum. Bæði lið voru lengi að koma sér í takt við leikinn. Eftir að rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan aðeins 2-2 og lítið um góðar sóknir. „Byrjun leiksins var mjög léleg, við köstum boltanum oft frá okkur, þegar við skutum á sjálft markið þá skoruðum við. Við erum bara í vegferð sem gerir okkur mjög erfitt fyrir að æfa nýja hluti og koma inn áherslum þar sem það er stutt á milli leikja.” Sverrir Eyjólfsson línumaður Stjörnunnar skoraði sigurmark leiksins á mjög dramatískan hátt þegar tæplega þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. „Mér finnst þetta mjög líkt mark og það sem Haukarnir gerðu á móti okkur í fyrstu umferð mótsins, línan er laus vegna þess að þristurinn fer út í Tandra sem er góður skotmaður, Tandri hefði eflaust skorað sjálfur hefði hann fengið opið skot,” sagði Arnar svekktur og bætti við að þetta verður ekki leiðinlegra en þetta. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grótta 28-27 | Flautumark í Garðabæ Það var aftur spennutryllir er Stjarnan og Grótta mættust í Olís deild karla í kvöld. Báðir leikir liðanna á þessari leiktíð hafa verið mikil skemmtun. 5. mars 2021 20:58 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
„Ég nenni þessu viðtali lítið sem ekkert þessa stundina, mér líður ömurlega þetta er mjög leiðinlegt. Sóknin okkar í restina fer með leikinn, eftir að við komumst yfir 27-25 skorum við ekki mark sem fer með leikinn,” sagði Arnar Daði þjálfari Gróttu hundsvekktur eftir leik. „Strákarnir voru að gera það sem við lögðum upp með undir lok leiks. Við áttum góðan kafla á undan þar sem við vorum lentir þremur mörkum undir sem við breytum í fimm marka kafla frá okkur sem kemur okkur tveimur mörkum yfir. Ég hefði mögulega átt að taka leikhlé fyrr en ég veðjaði á að fá betri sókn alveg í lokinn,” sagði Arnar Daði og bætti við að leikhlés ákvörðunin hans kom í bakið á honum. Bæði lið voru lengi að koma sér í takt við leikinn. Eftir að rúmlega tíu mínútur voru liðnar af leiknum var staðan aðeins 2-2 og lítið um góðar sóknir. „Byrjun leiksins var mjög léleg, við köstum boltanum oft frá okkur, þegar við skutum á sjálft markið þá skoruðum við. Við erum bara í vegferð sem gerir okkur mjög erfitt fyrir að æfa nýja hluti og koma inn áherslum þar sem það er stutt á milli leikja.” Sverrir Eyjólfsson línumaður Stjörnunnar skoraði sigurmark leiksins á mjög dramatískan hátt þegar tæplega þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. „Mér finnst þetta mjög líkt mark og það sem Haukarnir gerðu á móti okkur í fyrstu umferð mótsins, línan er laus vegna þess að þristurinn fer út í Tandra sem er góður skotmaður, Tandri hefði eflaust skorað sjálfur hefði hann fengið opið skot,” sagði Arnar svekktur og bætti við að þetta verður ekki leiðinlegra en þetta.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Grótta 28-27 | Flautumark í Garðabæ Það var aftur spennutryllir er Stjarnan og Grótta mættust í Olís deild karla í kvöld. Báðir leikir liðanna á þessari leiktíð hafa verið mikil skemmtun. 5. mars 2021 20:58 Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Shaq segist hundrað prósent Körfubolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Fleiri fréttir Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Grótta 28-27 | Flautumark í Garðabæ Það var aftur spennutryllir er Stjarnan og Grótta mættust í Olís deild karla í kvöld. Báðir leikir liðanna á þessari leiktíð hafa verið mikil skemmtun. 5. mars 2021 20:58