Handbolti

Viktor Gísli lokaði markinu í sigri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Viktor Gísli í leik með GOG.
Viktor Gísli í leik með GOG. mynd/heimasíða GOG

Viktor Gísli Hallgrímsson fór á kostum er GOG vann sex marka sigur, 36-30, á Mors-Thy Håndbold í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

GOG byrjaði af miklum krafti og skoraði tuttugu mörk í fyrri hállfeik gegn þrettán mörkum Mors-Thy.

Viktor Gísli fór á kostum í markinu. Hann varði þrettán skot af þeim 35 sem hann fékk á sig og endaði með tæplega 40 prósent markvörslu.

GOG er með fjögurra stiga forskot á toppi deildarinnar.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.