Áhugalítill formaður VR Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 5. mars 2021 12:31 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti fyrst nokkra athygli sem álitsgjafi í kjölfar bankahrunsins 2008. Hann kom fram í spjallþáttum í sjónvarpi og skrifaði langa og stundum orðljóta pistla í blöð um lífeyrissjóðakerfið og verðtrygginguna. Sumum fannst Ragnar tala af viti um þessi áhugamál sín, aðrir voru ekki eins vissir. Hvað sem um það má segja, þá hefur Ragnar margoft sýnt að hann hefur í reynd ekki áhuga á neinu öðru en lífeyrissjóðs- og verðtryggingarmálum. Það hefur ferill hans í störfum fyrir hreyfingu launafólks sannað, hvort heldur það hefur verið á vettvangi VR eða ASÍ. Ragnar Þór hefur til dæmis nær ekkert gefið sig að starfs- og símenntunarmálum, sem eru þó mjög brýnt hagsmunamál launafólks og mun skipta sköpum á vinnumarkaði í ljósi tækninýjunga og síaukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagsmunir almenns skrifstofufólks og háskólamenntaðra innan VR vekja ekki verulegan áhuga hjá formanninum af einhverjum ástæðum. Afleiðingar sinnuleysis í garð þessara hópa í formennskutíð Ragnars sjást best á því að sífellt fleiri skipta úr VR og fara í félög eins og Félag lykilmanna og stéttarfélög sem eru eingöngu fyrir háskólamenntað fólk. Við aukið brotthvarf tekjuhærri félagsmanna getur svigrúm VR til góðra verka minnkað verulega sem er áhyggjuefni. Helsta verk Ragnars Þórs á sviði sjúkrasjóðs VR var að rýra réttindi VR-inga stórlega með fullkomlega ábyrgðarlausri auglýsingaherferð um kulnun, sem varð til þess að ásókn í sjóði stéttarfélaganna óx upp úr öllu valdi svo að stefnir í algjört óefni. Og nú stýrir Ragnar kostnaðarsamri auglýsingaherferð VR um stuðningslán til heimilanna, sem er dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara í aðdraganda kosninga. Ragnar Þór hefur vissulega reynt fyrir sér í stjórnmálum, með litlum árangri hingað til, en úr því getur bráðlega ræst. Sá stjórnmálaflokkur sem formaður VR á helst samleið með er Sósíalistaflokkurinn – og hann er í sókn um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnunum. Helsti áróðursmeistari þess flokks, Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri, hefur gefið út að flokkurinn stefni að því að fá forystumenn úr samtökum launafólks efst á lista hjá sér í komandi alþingiskosningum. Þetta er tækifæri sem Ragnar Þór lætur varla framhjá sér fara. Hann þráir sæti á Alþingi, þó að hann fullyrði kannski annað í aðdraganda formannskosningar í VR. Í komandi formannskosningu í VR stendur valið því annars vegar um Ragnar Þór Ingólfsson, karl sem er kominn með hugann langt burt frá VR-ingum, og hins vegar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, konu sem hefur heitið því að vinna af heilindum í þágu allra félagsmanna í VR. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vakti fyrst nokkra athygli sem álitsgjafi í kjölfar bankahrunsins 2008. Hann kom fram í spjallþáttum í sjónvarpi og skrifaði langa og stundum orðljóta pistla í blöð um lífeyrissjóðakerfið og verðtrygginguna. Sumum fannst Ragnar tala af viti um þessi áhugamál sín, aðrir voru ekki eins vissir. Hvað sem um það má segja, þá hefur Ragnar margoft sýnt að hann hefur í reynd ekki áhuga á neinu öðru en lífeyrissjóðs- og verðtryggingarmálum. Það hefur ferill hans í störfum fyrir hreyfingu launafólks sannað, hvort heldur það hefur verið á vettvangi VR eða ASÍ. Ragnar Þór hefur til dæmis nær ekkert gefið sig að starfs- og símenntunarmálum, sem eru þó mjög brýnt hagsmunamál launafólks og mun skipta sköpum á vinnumarkaði í ljósi tækninýjunga og síaukinnar sjálfvirknivæðingar. Hagsmunir almenns skrifstofufólks og háskólamenntaðra innan VR vekja ekki verulegan áhuga hjá formanninum af einhverjum ástæðum. Afleiðingar sinnuleysis í garð þessara hópa í formennskutíð Ragnars sjást best á því að sífellt fleiri skipta úr VR og fara í félög eins og Félag lykilmanna og stéttarfélög sem eru eingöngu fyrir háskólamenntað fólk. Við aukið brotthvarf tekjuhærri félagsmanna getur svigrúm VR til góðra verka minnkað verulega sem er áhyggjuefni. Helsta verk Ragnars Þórs á sviði sjúkrasjóðs VR var að rýra réttindi VR-inga stórlega með fullkomlega ábyrgðarlausri auglýsingaherferð um kulnun, sem varð til þess að ásókn í sjóði stéttarfélaganna óx upp úr öllu valdi svo að stefnir í algjört óefni. Og nú stýrir Ragnar kostnaðarsamri auglýsingaherferð VR um stuðningslán til heimilanna, sem er dæmigert innihaldslaust og ófjármagnað loforð lýðskrumara í aðdraganda kosninga. Ragnar Þór hefur vissulega reynt fyrir sér í stjórnmálum, með litlum árangri hingað til, en úr því getur bráðlega ræst. Sá stjórnmálaflokkur sem formaður VR á helst samleið með er Sósíalistaflokkurinn – og hann er í sókn um þessar mundir samkvæmt skoðanakönnunum. Helsti áróðursmeistari þess flokks, Gunnar Smári Egilsson, fyrrverandi forstjóri, hefur gefið út að flokkurinn stefni að því að fá forystumenn úr samtökum launafólks efst á lista hjá sér í komandi alþingiskosningum. Þetta er tækifæri sem Ragnar Þór lætur varla framhjá sér fara. Hann þráir sæti á Alþingi, þó að hann fullyrði kannski annað í aðdraganda formannskosningar í VR. Í komandi formannskosningu í VR stendur valið því annars vegar um Ragnar Þór Ingólfsson, karl sem er kominn með hugann langt burt frá VR-ingum, og hins vegar Helgu Guðrúnu Jónasdóttur, konu sem hefur heitið því að vinna af heilindum í þágu allra félagsmanna í VR. Höfundur sat í stjórn VR frá 2010-2020
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun