Sá á kvölina sem ekki á völina Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar 5. mars 2021 12:01 Almenningur klórar sér í kollinum yfir þessum biðraðaleik heilbrigðisráðherra. Það er eins og talið sé betra að fólk bíði og kveljist frekar en að ríkið semji við einkaaðila. Á bakvið eitt númer á biðlista er þjáður einstaklingur í bið eftir heilbrigðisþjónustu. Biðlistar eru nú normið. Engin teikn eru á lofti að leysa eigi þennan vanda, getum við unað við núverandi ástand? Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu Almenningur á að hafa valfrelsi um heilbrigðisþjónustu og hún skal vera óháð efnahag. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu merkir ekki að öll heilbrigðisþjónusta þurfi að vera á færum ríkisins. Þessa mýtu þarf að kveða niður. Ef lögð er áhersla á jafnræði í greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu óháð rekstrarformi getum við fækkað fjöldanum í röðunum og nýtt kraft heilbrigðisstarfsfólksins á sem bestan máta. Fjármagn á að fylgja sjúklingi sem á svo valið um þjónustuna. Einkarekstur tryggir jafnt aðgengi Fáum við samkeppni í rekstur heilsugæslu, með valfrelsi sjúklingsins í forgrunni, eykst aðhald og fjármunir munu nýtast á hagkvæmari hátt. Einnig verður krafa um betri gæði og þjónustan verður skilvirkari. Norðurlöndin eru búin að fatta þetta, þar eru einkareknar heilsugæslur í forgrunni. Fyrirmyndin er klár, hér á landi þurfum við að efla og nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum á heilsugæslu. Samningar á milli Sjúkratrygginga og heimilislækna eru sárafáir sem þýðir að valfrelsi einstaklinga er verulega takmarkað og miðast nánast einvörðungu við þjónustu heilsugæslustöðva. Skortur á heimilislæknum er einnig vandamál sem leysa þarf. Lausnin felst í fjölbreyttu rekstrarformi heilsugæslustöðva. Útvistum valkvæðum aðgerðum. Kostnaðurinn við það að senda Íslendinga til Svíþjóðar í liðaskiptaaðgerðir er margfalt meiri en að semja við lækna innanlands. Engin stefna virðist liggja fyrir í heilbrigðismálum um dreifingu á þjónustu innan eða utan Landspítalans. Á hvaða vegferð erum við? Nú eru ýmis mál í uppnámi í heilbrigðisráðuneytinu. Má þar helst nefna óvissu um skimanir fyrir leghálskrabbameini, umræða sem hefur vissulega vakið þjóðina til reiði, og svo samninga við sveitarfélögin um hjúkrunarheimilin. Þá má líka tala um þá staðreynd að árs bið er eftir geðlæknum, að fólki sé vísað frá bráðamóttöku því að bráðadeildin er pökkuð o.fl., o.fl. Fjárhagsvandamál Landspítalans hafa í mörg ár verið tilefni fyrirsagna í fjölmiðlum. Ríkið eykur og eykur fjárframlög til spítalans, úr 50 milljörðum í 80 milljarða á 6 árum, og á sama tíma hefur framleiðni minnkað. Það liggur augum uppi að skoða þarf fjármögnunarkerfi spítalans. Við höfum tækifæri til að vera framúrskarandi þjóð í heilbrigðismálum, það hefur sýnt sig að við getum gert vel, við höfum tæklað COVID-19 af svo mikilli yfirvegun og lagni. Lausnamiðaða nálgun þarf að beita til að leysa fjölmörg vandamál heilbrigðiskerfisins. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Berglind Ósk Guðmundsdóttir Heilbrigðismál Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Almenningur klórar sér í kollinum yfir þessum biðraðaleik heilbrigðisráðherra. Það er eins og talið sé betra að fólk bíði og kveljist frekar en að ríkið semji við einkaaðila. Á bakvið eitt númer á biðlista er þjáður einstaklingur í bið eftir heilbrigðisþjónustu. Biðlistar eru nú normið. Engin teikn eru á lofti að leysa eigi þennan vanda, getum við unað við núverandi ástand? Valfrelsi í heilbrigðisþjónustu Almenningur á að hafa valfrelsi um heilbrigðisþjónustu og hún skal vera óháð efnahag. Jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu merkir ekki að öll heilbrigðisþjónusta þurfi að vera á færum ríkisins. Þessa mýtu þarf að kveða niður. Ef lögð er áhersla á jafnræði í greiðslum fyrir heilbrigðisþjónustu óháð rekstrarformi getum við fækkað fjöldanum í röðunum og nýtt kraft heilbrigðisstarfsfólksins á sem bestan máta. Fjármagn á að fylgja sjúklingi sem á svo valið um þjónustuna. Einkarekstur tryggir jafnt aðgengi Fáum við samkeppni í rekstur heilsugæslu, með valfrelsi sjúklingsins í forgrunni, eykst aðhald og fjármunir munu nýtast á hagkvæmari hátt. Einnig verður krafa um betri gæði og þjónustan verður skilvirkari. Norðurlöndin eru búin að fatta þetta, þar eru einkareknar heilsugæslur í forgrunni. Fyrirmyndin er klár, hér á landi þurfum við að efla og nýta betur möguleika á fjölbreyttum rekstrarformum á heilsugæslu. Samningar á milli Sjúkratrygginga og heimilislækna eru sárafáir sem þýðir að valfrelsi einstaklinga er verulega takmarkað og miðast nánast einvörðungu við þjónustu heilsugæslustöðva. Skortur á heimilislæknum er einnig vandamál sem leysa þarf. Lausnin felst í fjölbreyttu rekstrarformi heilsugæslustöðva. Útvistum valkvæðum aðgerðum. Kostnaðurinn við það að senda Íslendinga til Svíþjóðar í liðaskiptaaðgerðir er margfalt meiri en að semja við lækna innanlands. Engin stefna virðist liggja fyrir í heilbrigðismálum um dreifingu á þjónustu innan eða utan Landspítalans. Á hvaða vegferð erum við? Nú eru ýmis mál í uppnámi í heilbrigðisráðuneytinu. Má þar helst nefna óvissu um skimanir fyrir leghálskrabbameini, umræða sem hefur vissulega vakið þjóðina til reiði, og svo samninga við sveitarfélögin um hjúkrunarheimilin. Þá má líka tala um þá staðreynd að árs bið er eftir geðlæknum, að fólki sé vísað frá bráðamóttöku því að bráðadeildin er pökkuð o.fl., o.fl. Fjárhagsvandamál Landspítalans hafa í mörg ár verið tilefni fyrirsagna í fjölmiðlum. Ríkið eykur og eykur fjárframlög til spítalans, úr 50 milljörðum í 80 milljarða á 6 árum, og á sama tíma hefur framleiðni minnkað. Það liggur augum uppi að skoða þarf fjármögnunarkerfi spítalans. Við höfum tækifæri til að vera framúrskarandi þjóð í heilbrigðismálum, það hefur sýnt sig að við getum gert vel, við höfum tæklað COVID-19 af svo mikilli yfirvegun og lagni. Lausnamiðaða nálgun þarf að beita til að leysa fjölmörg vandamál heilbrigðiskerfisins. Höfundur er lögfræðingur og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun