Aðgát skal höfð í nærveru sálar Stefán Andri Gunnarsson skrifar 4. mars 2021 08:00 Það kemur fyrir alla að vanlíðan, þreyta, veikindi eða aðrar persónulegar aðstæður hafi áhrif á hegðun manns og framkomu. Aðstæður og líðan sem valda því að maður hagar sér öðruvísi en maður á að gera. Teknar eru ákvarðanir og orð sögð sem annars hefðu ekki komið fram undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gerist fyrir alla og það á að bera virðingu fyrir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Samúð og samkennd eiga að einkenna öll okkar samskipti. Persónulegar aðstæður og samkennd með þeim kemur samt ekki í veg fyrir að ábyrgð fylgir gerðum og frelsi til athafna. Ábyrgð fylgir völdum og það fylgir ábyrgð því að styðja einstakling í starfi sínu. Ef persónulegur harmleikur veldur því að geta skerðist, þá á einstaklingurinn að axla þá ábyrgð að víkja sér frá störfum á meðan unnið er úr þessum harmleik. Ef einstaklingurinn gerir sér ekki grein fyrir þessari skerðingu þá liggur ábyrgðin hjá vinum, vandamönnum og samstarfsmönnum að axla þá ábyrgð. En ef enginn axlar þá ábyrgð þá hljóta allir þessir aðilar að telja að það hafi ekki orðið næg skerðing til þess að hafa áhrif á störf einstaklingsins. Þannig að þegar þessi einstaklingurinn vinnur sína vinnu en sýnir augljóslega að getan til þessa að sinna starfinu er ekki til staðar, þá er getan ekki skert vegna utanaðkomandi harmleiks heldur einfaldlega vegna þess að getan er ekki næg til að sinna starfinu. Ábyrgð liggur ávallt hjá hæst ráðandi. Þegar stór kerfisbundin mistök verða í heilbrigðiskerfinu þá liggur endanleg ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra. Þegar mistökin setur hugsanlega heilsu og líf fólks í hættu þá er ábyrgðin mikil og ef heilbrigðisráðherra axlar ekki þá ábyrgð þá ber samstarfsfólki hennar að axla þá ábyrgð. Þetta á auðvitað líka við um fjárhagslegt tjón sem almenningur verður fyrir þegar ákvarðanir valda því að fjármagn streymir til útlanda í staðinn fyrir að fara til innlendra aðila. Svo við höfum það samt alveg á hreinu þá er ábyrgð ekki háð kyni, aldri eða flokki. Ábyrgð fylgir ávallt ákvörðunum, störfum og skyldum sem einstaklingur tekur að sér. Þingmenn sem mæla gegn vísindalegum rökum og skýla sér á bak við rétt þeirra til tjáningarfrelsi bera samt ábyrgð á þeim afleiðingum sem þeirra orð geta haft. Leiðtogi og stjórn flokksins bera einnig ábyrgð á þeirri stefnu að leyfa öllum að skýla sér á bak við tjáningarfrelsi en verða einnig að andmæla rökvillum sinna þingmanna þegar orð þeirra geta haft skaðsamleg áhrif á baráttu almennings og helstu fræðimanna þjóðarinnar gegn farsótt sem herjar á samfélagið. Þá má heldur ekki gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera einn af leiðtogum þjóðarinnar og hafa löggjafarvald. Ábyrgðin felst í því að taka rétta ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar og gæta sín að fylgja þessum ákvörðunum og vera fordæmi fyrir aðra að fara eftir. Þegar dómgreindarbrestur verður og mistök eru gerð þá ber að meta hvernig er best að axla þá ábyrgð. Er nóg að biðjast afsökunar, er afsökunin trúverðugleg þegar týndar eru til minningar og upplifanir sem standast hugsanlega ekki minningar og upplifanir annarra. Er nóg fyrir ráðherra að biðjast afsökunar á löngun til þess að vilja skemmta sér og láta það eftir sér, á meðan stór hluti þjóðarinnar neitar sér um að hitta ástvini yfir hátíðarnar. Það er engin ráðherra eða þingmaður það mikilvægur og merkilegur á alþingi í dag að hann geti ekki sagt af sér og það komi ekki maður í manns stað. Það virðist engu breyta hvaðan ráðherrar og þingmenn koma, löngun til að axla ábyrgð er alveg ótrúlega lítil hjá flestum. Það má alltaf vona að þetta muni einhvern tímann breytast en sú von er veik. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Sjá meira
Það kemur fyrir alla að vanlíðan, þreyta, veikindi eða aðrar persónulegar aðstæður hafi áhrif á hegðun manns og framkomu. Aðstæður og líðan sem valda því að maður hagar sér öðruvísi en maður á að gera. Teknar eru ákvarðanir og orð sögð sem annars hefðu ekki komið fram undir eðlilegum kringumstæðum. Þetta gerist fyrir alla og það á að bera virðingu fyrir persónulegum aðstæðum hvers og eins. Samúð og samkennd eiga að einkenna öll okkar samskipti. Persónulegar aðstæður og samkennd með þeim kemur samt ekki í veg fyrir að ábyrgð fylgir gerðum og frelsi til athafna. Ábyrgð fylgir völdum og það fylgir ábyrgð því að styðja einstakling í starfi sínu. Ef persónulegur harmleikur veldur því að geta skerðist, þá á einstaklingurinn að axla þá ábyrgð að víkja sér frá störfum á meðan unnið er úr þessum harmleik. Ef einstaklingurinn gerir sér ekki grein fyrir þessari skerðingu þá liggur ábyrgðin hjá vinum, vandamönnum og samstarfsmönnum að axla þá ábyrgð. En ef enginn axlar þá ábyrgð þá hljóta allir þessir aðilar að telja að það hafi ekki orðið næg skerðing til þess að hafa áhrif á störf einstaklingsins. Þannig að þegar þessi einstaklingurinn vinnur sína vinnu en sýnir augljóslega að getan til þessa að sinna starfinu er ekki til staðar, þá er getan ekki skert vegna utanaðkomandi harmleiks heldur einfaldlega vegna þess að getan er ekki næg til að sinna starfinu. Ábyrgð liggur ávallt hjá hæst ráðandi. Þegar stór kerfisbundin mistök verða í heilbrigðiskerfinu þá liggur endanleg ákvörðun hjá heilbrigðisráðherra. Þegar mistökin setur hugsanlega heilsu og líf fólks í hættu þá er ábyrgðin mikil og ef heilbrigðisráðherra axlar ekki þá ábyrgð þá ber samstarfsfólki hennar að axla þá ábyrgð. Þetta á auðvitað líka við um fjárhagslegt tjón sem almenningur verður fyrir þegar ákvarðanir valda því að fjármagn streymir til útlanda í staðinn fyrir að fara til innlendra aðila. Svo við höfum það samt alveg á hreinu þá er ábyrgð ekki háð kyni, aldri eða flokki. Ábyrgð fylgir ávallt ákvörðunum, störfum og skyldum sem einstaklingur tekur að sér. Þingmenn sem mæla gegn vísindalegum rökum og skýla sér á bak við rétt þeirra til tjáningarfrelsi bera samt ábyrgð á þeim afleiðingum sem þeirra orð geta haft. Leiðtogi og stjórn flokksins bera einnig ábyrgð á þeirri stefnu að leyfa öllum að skýla sér á bak við tjáningarfrelsi en verða einnig að andmæla rökvillum sinna þingmanna þegar orð þeirra geta haft skaðsamleg áhrif á baráttu almennings og helstu fræðimanna þjóðarinnar gegn farsótt sem herjar á samfélagið. Þá má heldur ekki gleyma ábyrgðinni sem fylgir því að vera einn af leiðtogum þjóðarinnar og hafa löggjafarvald. Ábyrgðin felst í því að taka rétta ákvarðanir fyrir hönd þjóðarinnar og gæta sín að fylgja þessum ákvörðunum og vera fordæmi fyrir aðra að fara eftir. Þegar dómgreindarbrestur verður og mistök eru gerð þá ber að meta hvernig er best að axla þá ábyrgð. Er nóg að biðjast afsökunar, er afsökunin trúverðugleg þegar týndar eru til minningar og upplifanir sem standast hugsanlega ekki minningar og upplifanir annarra. Er nóg fyrir ráðherra að biðjast afsökunar á löngun til þess að vilja skemmta sér og láta það eftir sér, á meðan stór hluti þjóðarinnar neitar sér um að hitta ástvini yfir hátíðarnar. Það er engin ráðherra eða þingmaður það mikilvægur og merkilegur á alþingi í dag að hann geti ekki sagt af sér og það komi ekki maður í manns stað. Það virðist engu breyta hvaðan ráðherrar og þingmenn koma, löngun til að axla ábyrgð er alveg ótrúlega lítil hjá flestum. Það má alltaf vona að þetta muni einhvern tímann breytast en sú von er veik. Höfundur er kennari.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun