Viðskipti innlent

Hafna því að til standi að selja hlutinn í Alvogen

Atli Ísleifsson skrifar
Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.
Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri. Alvogen

Stjórn CVC Capital Partners hafnar því að fjárfestingarfélagið ætli sér að selja um helmingshlut sinn í Alvogen líkt og fram kom í frétt Markaðarins, fylgiriti Fréttablaðsins í morgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Elísabetu Hjaltadóttur, samskiptastjóra hjá Alvotech, systurfélagi Alvogen. Þar segir að ekki hafi verið leitað til Alvogen við vinnslu fréttar Markaðarins. Vísir sagði frá málinu í morgun.

Í tilkynningunni er vísað í tölvupóstsamskipti Alvogen og Tomas Ekman, stjórnarmanns hjá CVC, þar sem frétt Markaðarins er hafnað. 

CVC sé ekki í miðju ferli að selja sinn hlut og sé sannanlega skulbundið fjárfestingu sinni í Alvogen og sömuleiðis Alvotech.


Tengdar fréttir

CVC vill selja ráðandi hlut sinn í Al­vogen

Alþjóðlega fjárfestingarfélagið CVC Capital Partners, sem er stærsti einstaki hluthafinn í Alvogen, vinnur nú að því selja um helmingshlut sinn í félaginu.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
KVIKA
2,25
40
729.472
ARION
1,96
37
969.226
EIM
1,63
10
152.881
FESTI
1,56
14
545.770
REITIR
1,14
30
316.723

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
-1,23
14
98.248
SYN
-0,46
2
14.261
ICEAIR
-0,32
91
135.973
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.