Viðskipti innlent

Segja CVC vilja selja ráðandi hlut sinn í Al­vogen

Atli Ísleifsson skrifar
Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri.
Alvogen hóf starfsemi sína á Íslandi á árinu 2010 og eru höfuðstöðvar þess í Vatnsmýri. Alvogen

Alþjóðlega fjárfestingarfélagið CVC Capital Partners, sem er stærsti einstaki hluthafinn í Alvogen, vinnur nú að því selja um helmingshlut sinn í félaginu samkvæmt heimildum Markaðarins.

Frá þessu greint í Markaðnum í dag, þar sem viðræður um sölu eru sagðar langt á veg komnar. CVC Capital Partners leiddi hóp fjárfesta sem ásamt Temasek keypti ráðandi hlut, 69 prósent, í Alvogen árið 2015.

Í blaðinu segir að ekki hafi fengist staðfest um væntanlegan kaupanda, en að viðræður séu sagðar standa yfir við alþjóðlegan fjárfestingarsjóð.

Forstjóri og stofnandi Alvogen, Róbert Wessman, á um þrjátíu prósenta hlut í félaginu í gegnum fjárfestingafélagið Aztiq Pharma. Starfsmenn Alvogen eru um 2.800 talsins og þar af starfa um tvö hundruð á Íslandi.

Lánshæfismatsfyrirtækið Moody’s breytti í síðustu viku horfum Alvogen í Bandaríkjunum úr stöðugum í neikvæðar þar sem vísað var til þess að endurfjármögnunaráhætta félagsins hefði aukist. Því væru minni líkur á að markmið um að ná skuldum undir fimmfaldri EBITDA á þessu ári muni nást, að því er segir í frétt Markaðarins.

Uppfært 11:45: Í tilkynningu frá Alvogen er því sem fram kemur í frétt Markaðarins hafnað. CVC hafi ekki hug á að selja sinn hlut. Sjá nánar hér.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,09
85
283.996
BRIM
1,35
3
109.672
VIS
1,28
9
171.521
FESTI
1,05
6
67.546
MAREL
1,04
20
220.169

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
-1,97
8
76.322
KVIKA
-0,23
13
107.345
EIM
-0,17
9
48.735
SKEL
0
1
1.310
EIK
0
4
3.501
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.