Mótið er hluti af PGA mótaröðinni og fór fram á The Concession vellinum en þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem keppt er á vellinum á mótaröðinni. Mótið átti að fara fram í Mexíkó en var fært vegna kórónuveirufaraldursins.
Hinn 24 ára gamli Morikawa lék af miklu öryggi og lauk keppni á samtals átján höggum undir pari.
Jafnir í öðru sæti voru Norðmaðurinn Viktor Hovland og Bandaríkjamennirnir Brooks Koepka og Billy Horschel á samtals fimmtán höggum undir pari.
24-year-old @Collin_Morikawa claims his fourth win @WGCWorkday.
— PGA TOUR (@PGATOUR) February 28, 2021
That's the most by anyone currently under 25. pic.twitter.com/WchEJBOsJK