Handbolti

Viktor Gísli varði og varði en Daníel þakkaði traustið og var marka­hæstur

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það var ekki við Viktor Gísla að sakast að GOG tapaði í dag.
Það var ekki við Viktor Gísla að sakast að GOG tapaði í dag. heimasíða GOG

Viktor Gísli Hallgrímsson varði og varði er GOG gerði 28-28 jafntefli við Ribe Esbjerg.

Landsliðsmarkvörðurinn varði tuttugu skot af þeim 47 sem hann fékk á sig og endaði með rúmlega fjörutíu prósent markvörslu.

Það dugði ekki til því GOG þurfti að sætta sig við 28-28 jafntefli eftir að staðan var 12-12 í hálfleik.

Ribe er í tíunda sæti deildarinnar en GOG varð af mikilvægum stigum á toppnum.

Liðið er þó enn í toppsætinu en nú einungis með tveimur stigi meira en Álaborg. Þetta var annar leikurinn í röð sem liðið tapar stigum.

Daníel Þór Ingason fékk tækifæri í sóknarleik Ribe-Esbjerg og nýtti það vel. Hann skoraði sex mörk og var markahæsti maður Ribe-Esbjerg. Rúnar Kárason gerði fjögur mörk.

Annar landsliðsmarkvörður, Ágúst Elí Björgvinsson átti góða innkomu í mark Kolding sem vann öflugan sigur á Árósum á heimavelli, 33-27, eftir að hafa verið 17-13 yfir í hálfleik.

Ágúst varði þrjú af þeim níu skotum sem hann fékk á sig og endaði með 33,33 prósent markvörslu en Kolding er í áttunda sæti deildarinnar.

Fréttin hefur verið uppfærð: Í fyrstu var haldið fram að leiknum hafi endað með 28-28 jafntefli eins og stóð í fréttaveitu danska handboltans. Þetta hefur nú verið leiðrétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×