Um manninn og fleiri dýr Heiða Björk Sturludóttir skrifar 26. febrúar 2021 14:32 Ætla loks að skrifa það sem hefur velkst um í kollinum á mér í nokkur ár. Það er þetta með tjáninguna og ábyrgðina. Orð eru til alls fyrst. Ef menn kynna sér söguna má sjá hve stórkostlega varlega menn þurfa að fara í yfirlýsingum og orðræðu. Endalaus hatursáróður gegn ákveðnum hópum, leiðir á endanum til þess að einhverjir framkvæma í anda áróðursins. Ráðast gegn ákveðnum hópum. Víða má drepa niður fæti til að gefa dæmi um áhrifamátt orða. Nasistar sköðuðu ímynd gyðinga markvisst þar til hinum almenna borgara þótti í lagi að ráðast á þá með ofbeldi. Í Rúanda var hatursorðræða gegn stórum hluta íbúa, útvarpað markvisst sem endaði hörmulega. Ekki svo langt síðan það gerðist. Hatursorðæða gegn samkynhneigðum viðgengst víða og leiðir iðulega til árása á þá. Sem betur fer er ekki mikið um það hér á landi. Enda er það þekkt í sálfræði að ef þú æpir nógu hátt og nógu lengi tiltekinn áróður, endar með því að fólk fer að trúa því. Nærtækasta dæmið er síðan Bandaríkin á tímum Trumps, sem linnulaust var með áróður gegn fjölmiðlum og fjölmiðlafólki sem leiddi síðan til þess að almenningur tók að ráðast á fjölmiðlafólk. Ég sé endrum og sinnum linnulausan hatursáróður gegn köttum og minnir það mig á ábyrgð orðanna. Enda hefur það sýnt sig, síðast í fréttum RUV 26. febrúar 2021, að sumir grípa til ofbeldis. Ráðist er á ketti, þeir skotnir með haglabyssum greyin. Oft kettir sem hvergi eiga sér heimili, því hjartalitlir eigendur hafa yfirgefið þá eða vanrækja þá. Kettir, þó þeir séu hálf-villtir, eru þó orðnir það heimilisvanir að þeir geta ekki lifað af án hjálpar mannsins. Þeir sem gera það, lifa þó ekki lengi og lífið er gríðarlega erfitt fyrir þá. Ekki bætir úr skák að síðan eru þeir limlestir af kærleiksgrönnu fólki. Annað mál er síðan dýrarasisminn sem skýn í gegnum þessi skrif og orðræðu gegn köttum. Hundar eru svo góðir en kettir vondir skrifa og segja sumir. Og hvert er þá viðmiðið á góðu dýri og vondu? Það er maðurinn og hans ego. Ekkert í náttúrunni á rétt á sér nema maðurinn hafi gagn af því. Hundurinn gerir gagn. Hann smalar kindum, leitar að týndu fólki og er þannig til gagns. Á skala mannsins, gerir kötturinn þannig ekki gagn og þá er hann nánast réttdræpur. Skógarþrösturinn, gerir hann gagn? Hann veitir gleði. Sömuleiðis veita kettir stórkostlega gleði. Dýr geta þannig gert gagn, án hins hefðbundna skala um vinnusemi eða afurðir. En kettir er stórkostleg dýr, eins og önnur dýr. Eins og hundar, fuglar, refir, hestar, kindur o.s.frv. Í sjálfhverfu sinni presentera sumir, að kettir séu vondir, því þeir drepi fugla. (geisp). Maðurinn drepur mun fleiri fugla. Hann drepur, rjúpur, endur, gæsir, kjúklinga og fleira. Oft hörmuleg meðferð sem fuglarnir hafa upplifað mánuðum saman, áður en maðurinn drepur þá. Maðurinn á að vera gáfaðasta dýrið í sköpunarverkinu. Kötturnn hefur gáfur á við 3-4 ára barn. Ekki þýðir að segja við hann: ,,skamm, - vera góður við fuglana og ekki drepa." En, hvað um manninn? Með allar sínar gáfur? Enn erum við með fornaldarlegar aðferðir við framleiðslu kjöts og horfum fram hjá illri meðferð húsdýra. Mér finnst þetta svo hörmuleg hræsni, hjá þeim sem halda endalaust áfram að hamast í köttum, vitandi uppá sig sökina um eigin „vonsku“. Ekki það að ég sé á móti dýraáti. Ég er ekki að predika gegn því. Bara, láta ketti í friði í stað þess að kasta steinum úr glerhúsi. Ef, betur væri farið með ketti, væru ekki allir þessir villikettir. Það eru helst þeir sem drepa fugla til að lifa af. Heimiliskettir, sem haldið er inni á næturnar, eru með bjöllu og haldið enn meira inni í maí og júní, á meðan varp stendur yfir, eru ekki mikil ógn við fugla. Hvað með það þó köttur drepi einn og einn fugl. Er fólk alveg dottið úr tengingu við náttúruna? Svoleiðis er náttúran. Maðurinn með sinn yfirgang, stærra og stærra byggingarsvæði, bílar, vegir, flugvélar, flugeldar, mótorhjól og læti skaða fuglalíf mun meira. Höfundur er sagnfræðingur og dýraunnandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gæludýr Dýr Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Ætla loks að skrifa það sem hefur velkst um í kollinum á mér í nokkur ár. Það er þetta með tjáninguna og ábyrgðina. Orð eru til alls fyrst. Ef menn kynna sér söguna má sjá hve stórkostlega varlega menn þurfa að fara í yfirlýsingum og orðræðu. Endalaus hatursáróður gegn ákveðnum hópum, leiðir á endanum til þess að einhverjir framkvæma í anda áróðursins. Ráðast gegn ákveðnum hópum. Víða má drepa niður fæti til að gefa dæmi um áhrifamátt orða. Nasistar sköðuðu ímynd gyðinga markvisst þar til hinum almenna borgara þótti í lagi að ráðast á þá með ofbeldi. Í Rúanda var hatursorðræða gegn stórum hluta íbúa, útvarpað markvisst sem endaði hörmulega. Ekki svo langt síðan það gerðist. Hatursorðæða gegn samkynhneigðum viðgengst víða og leiðir iðulega til árása á þá. Sem betur fer er ekki mikið um það hér á landi. Enda er það þekkt í sálfræði að ef þú æpir nógu hátt og nógu lengi tiltekinn áróður, endar með því að fólk fer að trúa því. Nærtækasta dæmið er síðan Bandaríkin á tímum Trumps, sem linnulaust var með áróður gegn fjölmiðlum og fjölmiðlafólki sem leiddi síðan til þess að almenningur tók að ráðast á fjölmiðlafólk. Ég sé endrum og sinnum linnulausan hatursáróður gegn köttum og minnir það mig á ábyrgð orðanna. Enda hefur það sýnt sig, síðast í fréttum RUV 26. febrúar 2021, að sumir grípa til ofbeldis. Ráðist er á ketti, þeir skotnir með haglabyssum greyin. Oft kettir sem hvergi eiga sér heimili, því hjartalitlir eigendur hafa yfirgefið þá eða vanrækja þá. Kettir, þó þeir séu hálf-villtir, eru þó orðnir það heimilisvanir að þeir geta ekki lifað af án hjálpar mannsins. Þeir sem gera það, lifa þó ekki lengi og lífið er gríðarlega erfitt fyrir þá. Ekki bætir úr skák að síðan eru þeir limlestir af kærleiksgrönnu fólki. Annað mál er síðan dýrarasisminn sem skýn í gegnum þessi skrif og orðræðu gegn köttum. Hundar eru svo góðir en kettir vondir skrifa og segja sumir. Og hvert er þá viðmiðið á góðu dýri og vondu? Það er maðurinn og hans ego. Ekkert í náttúrunni á rétt á sér nema maðurinn hafi gagn af því. Hundurinn gerir gagn. Hann smalar kindum, leitar að týndu fólki og er þannig til gagns. Á skala mannsins, gerir kötturinn þannig ekki gagn og þá er hann nánast réttdræpur. Skógarþrösturinn, gerir hann gagn? Hann veitir gleði. Sömuleiðis veita kettir stórkostlega gleði. Dýr geta þannig gert gagn, án hins hefðbundna skala um vinnusemi eða afurðir. En kettir er stórkostleg dýr, eins og önnur dýr. Eins og hundar, fuglar, refir, hestar, kindur o.s.frv. Í sjálfhverfu sinni presentera sumir, að kettir séu vondir, því þeir drepi fugla. (geisp). Maðurinn drepur mun fleiri fugla. Hann drepur, rjúpur, endur, gæsir, kjúklinga og fleira. Oft hörmuleg meðferð sem fuglarnir hafa upplifað mánuðum saman, áður en maðurinn drepur þá. Maðurinn á að vera gáfaðasta dýrið í sköpunarverkinu. Kötturnn hefur gáfur á við 3-4 ára barn. Ekki þýðir að segja við hann: ,,skamm, - vera góður við fuglana og ekki drepa." En, hvað um manninn? Með allar sínar gáfur? Enn erum við með fornaldarlegar aðferðir við framleiðslu kjöts og horfum fram hjá illri meðferð húsdýra. Mér finnst þetta svo hörmuleg hræsni, hjá þeim sem halda endalaust áfram að hamast í köttum, vitandi uppá sig sökina um eigin „vonsku“. Ekki það að ég sé á móti dýraáti. Ég er ekki að predika gegn því. Bara, láta ketti í friði í stað þess að kasta steinum úr glerhúsi. Ef, betur væri farið með ketti, væru ekki allir þessir villikettir. Það eru helst þeir sem drepa fugla til að lifa af. Heimiliskettir, sem haldið er inni á næturnar, eru með bjöllu og haldið enn meira inni í maí og júní, á meðan varp stendur yfir, eru ekki mikil ógn við fugla. Hvað með það þó köttur drepi einn og einn fugl. Er fólk alveg dottið úr tengingu við náttúruna? Svoleiðis er náttúran. Maðurinn með sinn yfirgang, stærra og stærra byggingarsvæði, bílar, vegir, flugvélar, flugeldar, mótorhjól og læti skaða fuglalíf mun meira. Höfundur er sagnfræðingur og dýraunnandi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun