Viðskipti innlent

Bein út­sending: Bestu ís­lensku vöru­merkin 2020

Eiður Þór Árnason skrifar
Að sögn brandr fara verðlaunin til vörumerkja sem eru talin skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar.
Að sögn brandr fara verðlaunin til vörumerkja sem eru talin skara fram úr þegar horft er til stefnumiðaðrar vörumerkjastýringar. brandr

Vörumerkjastofan brandr mun í dag útnefna bestu íslensku vörumerkin árið 2020 í beinu streymi sem hefst klukkan 16. Kynnir verðlaunanna er Þorsteinn Bachmann og mun Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, flytja stutt ávarp áður en sigurvegarar verða kynntir. 

Um er að ræða ný markaðsverðlaun sem ráðgjafafyrirtækið brandr hyggst veita árlega og eru 30 vörumerki nú tilnefnd í fjórum mismunandi flokkum fyrirtækja. Við valið var leitað til almennings og 54 manna valnefndar sem samanstendur af sérfræðingum úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu.

Tilnefningar fyrir árið 2020 eru eftirfarandi:

Einstaklingsmarkaður - starfsfólk vörumerkis 50 eða fleiri: 66° Norður , Byko, Elko, Heimkaup, Ísey skyr, Lyfja, Nettó, Nova.

Einstaklingsmarkaður - starfsfólk vörumerkis 49 eða færri: Arna, Blush, Brauð & co, Brikk, Eldum rétt, Feel Iceland, Good Good, Húrra Reykjavík, Hlemmur Mathöll, Omnom.

Fyrirtækjamarkaður - starfsfólk vörumerkis 50 eða fleiri: Controlant, Marel, Meniga, Nox Medical, Origo.

Fyrirtækjamarkaður - starfsfólk vörumerkis 49 eða færri: Akademias, Alfreð, Brandenburg, Múrbúðin, Payday.

Uppfært: Þau vörumerki sem voru valin best í hverjum flokki eru skáletruð á listanum hér fyrir ofan.


Tengdar fréttir

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
5,33
12
19.164
BRIM
4,76
17
260.514
VIS
2,21
5
54.632
EIM
2,05
2
15.025
SJOVA
1,87
11
73.949

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-1,2
52
37.047
HAGA
-1,01
8
100.242
MAREL
-0,8
8
25.511
LEQ
-0,16
1
2.482
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.