Handbolti

Mis­jafnt gengi Ís­lendinganna og Aron ekki með

Anton Ingi Leifsson skrifar
Það gengur ekki né rekur hjá Elínu og stöllum hennar í Vendsyssel.
Það gengur ekki né rekur hjá Elínu og stöllum hennar í Vendsyssel. vísir/bára dröfn

TTH Holstebro skellti Skjern, 38-30, í Íslendingaslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Óðinn Þór Ríkharðsson leikur með Holstebro en Elvar Örn Jónsson með Skjern.

Elvar Örn skoraði tvö mörk fyrir Skjern en Óðinn Þór gerði eitt mark fyrir heimamenn. Með sigrinum skaust Holstebro upp í þriðja sæti deildarinnar með 30 stig en Skjern er í sjöunda sætinu með 23 stig.

Steinunn Hansdóttir skoraði fjögur mörk er Íslendingaliðið Vendsyssel tapaði enn einum leiknum í Danmörku. Nú gegn Viborg 24-30 en Elín Jóna Þorsteinsdóttir leikur einnig með liðinu sem er á botni deildarinnar.

Aron Pálmarsson var áfram á meiðslalistanum hjá Barcelona sem hafði betur gegn Cejle í Meistaradeild Evrópu á útivelli, 32-29. Börsungar unnið alla þrettán leiki sína í riðlinum en Cejle er er með sex stig eftir tólf leiki.

Íslendingaliðið Aue vann svo átta marka sigur, 29-21, á Elbflorenz í þýsku B-deildinni. Arnar Birkir Hálfdándsson leikur með Aue sem og Sveinbjörn Pétursson en markvörðurinn átti stórleik og var með um fimmtíu prósent markvörslu. Aue er í sjöunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×