Woods með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 07:07 Frá vettvangi slyssins í gær. Getty/Wally Skalij Golfstjarnan Tiger Woods er með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð sem hann undirgekkst í gærkvöld eftir að hafa slasast alvarlega í bílslysi í Los Angeles. Hinn 45 ára gamli Woods, sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferlinum, var einn í bíl sínum þegar hann lenti í árekstri við annan. Bíllinn skemmdist mikið og þurfti að beita klippum til að ná honum út. Í yfirlýsingu frá aðstandendum hans í gærkvöldi kom fram að hann hefði hlotið alvarlega áverka á hægri fæti og var hann strax settur í aðgerð. Einn af lögreglumönnunum sem komu fyrstir á vettvang hefur sagt að Woods sé heppinn að vera á lífi miðað við aðkomuna á slysstað. Woods hafi ekki getað staðið í lappirnar en hann hafi verið rólegur og skýr þegar hann sagði til nafns. Tiger Woods er ein skærasta golfstjarna heims.Getty/Jamie Squire Alex Villanueva, yfirmaður lögreglunnar í LA, segir ýmislegt benda til þess að Woods hafi ekið yfir hámarkshraða. Slys séu hins vegar ekki óalgeng á þessu svæði þar sem ökumenn eru á leið niður af hæð og þurfa að taka margar krappar beygjur. Villanueva segir Woods hafa ekið á gangstéttarbrún, tré og svo hefði bíllinn oltið nokkrum sinnum. Þá hefðu ekki verið nein ummerki um áfengis- eða vímuefnaneyslu. Woods glímdi við verkjalyfjafíkn á árum áður vegna krónískra meiðsla í baki. Í janúar á þessu ári gekkst hann undir sína fimmtu bakaðgerð og er það ástæða þess að hann hefur ekkert keppt undanfarið. Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Woods, sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferlinum, var einn í bíl sínum þegar hann lenti í árekstri við annan. Bíllinn skemmdist mikið og þurfti að beita klippum til að ná honum út. Í yfirlýsingu frá aðstandendum hans í gærkvöldi kom fram að hann hefði hlotið alvarlega áverka á hægri fæti og var hann strax settur í aðgerð. Einn af lögreglumönnunum sem komu fyrstir á vettvang hefur sagt að Woods sé heppinn að vera á lífi miðað við aðkomuna á slysstað. Woods hafi ekki getað staðið í lappirnar en hann hafi verið rólegur og skýr þegar hann sagði til nafns. Tiger Woods er ein skærasta golfstjarna heims.Getty/Jamie Squire Alex Villanueva, yfirmaður lögreglunnar í LA, segir ýmislegt benda til þess að Woods hafi ekið yfir hámarkshraða. Slys séu hins vegar ekki óalgeng á þessu svæði þar sem ökumenn eru á leið niður af hæð og þurfa að taka margar krappar beygjur. Villanueva segir Woods hafa ekið á gangstéttarbrún, tré og svo hefði bíllinn oltið nokkrum sinnum. Þá hefðu ekki verið nein ummerki um áfengis- eða vímuefnaneyslu. Woods glímdi við verkjalyfjafíkn á árum áður vegna krónískra meiðsla í baki. Í janúar á þessu ári gekkst hann undir sína fimmtu bakaðgerð og er það ástæða þess að hann hefur ekkert keppt undanfarið.
Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Hafþór Júlíus keppir á „Steraleikunum“ Sport Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Tvenna frá Sesko dugði United skammt Enski boltinn Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Íslenski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Enski boltinn Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira