Aðalfundir húsfélaga Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 07:30 Nú fer að verða hægt að halda aðalfundi húsfélaga en stærri húsfélög hafa þurft að fresta þeim vegna covid. Samkomutakmarkanir hafa haft bein áhrif á eigendur margra fjöleignarhúsa sem ekki hafa getað haldið fundi vegna þeirra þar sem fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna fundi. Nú liggur hins vegar fyrir að fleiri fá að koma saman. Að auki liggja fyrir drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fjöleignarhús þar sem lagt er til að laga tiltekin ákvæði laganna að tækniframförum í rafrænum samskiptum svo sem að heimila rafræna húsfundi, nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum innan húsfélaga. Þar sem lögunum hefur ekki verið breytt miðast umfjöllunin hér við þau eins og þau eru. Ákveðnar formreglur gilda um boðun húsfunda og töku ákvarðana. Því er mikilvægt að rétt sé staðið að málum svo ákvörðun sé lögmæt og bindandi fyrir eigendur. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal aðalfundur húsfélags haldinn ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Aðalfundir eru hins vegar ekki ólögmætir af þeirri ástæðu einni saman að þeir séu ekki haldnir innan þeirra tímamarka. Félagsmálaráðuneytið hefur frá því í byrjun apríl 2020 lagt til að aðalfundum verði frestað vegna þeirra aðstæða sem hafa verið og bent á þann möguleika að halda aðalfundinn sem halda átti í fyrra með aðalfundinum í ár. Boða þarf til aðalfundar skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni tillagna þeirra sem leggja á fyrir fundinn. Vilji eigandi fá mál tekið fyrir og til atkvæðagreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjórn frá því skriflega með þeim fyrirvara að unnt sé að geta þeirra í fundarboði. Á aðalfundi skulu fyrir tekin eftirtalin mál: Skýrsla stjórnar og umræður um hana. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna. Kosning varamanna. Kosning endurskoðanda og varamanns hans. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Ákvörðun hússjóðsgjalda. Mál sem tiltekin eru í fundarboði. Önnur mál. Mismunandi er hve margir þurfa að samþykkja ákvörðun og hve margir þurfa að vera á fundi til að ákvörðun teljist lögmæt. Meginreglan er sú að samþykki einfalds meirihluta eigenda nægi miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi án tillits til fundarsóknar. Sé hins vegar um að ræða ákvarðanir sem allir eigendur þurfa að samþykkja eða 2/3 hlutar eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta eru gerðar kröfur um fundarsókn. Eðli málsins samkvæmt þurfa allir að vera á fundi og greiða atkvæði með ákvörðun sem allir þurfa að samþykkja. Þegar um er að ræða ákvarðanir sem 2/3 hlutar þurfa að taka verður a.m.k. helmingur eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta að vera á fundi og tilskilinn meiri hluti þeirra að greiða atkvæði með tillögu. Sé fundarsókn ekki nægileg en tillagan þó samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á fundinum bæði miðað við fjölda og eignarhluta þá skal innan 14 daga halda nýjan fund og bera tillöguna aftur upp á honum. Sá fundur getur tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar og fái tillagan tilskilinn meiri hluta (2/3) á fundinum telst hún samþykkt. Höfundur er lögmaður hjá Fasteignamálum Lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fer að verða hægt að halda aðalfundi húsfélaga en stærri húsfélög hafa þurft að fresta þeim vegna covid. Samkomutakmarkanir hafa haft bein áhrif á eigendur margra fjöleignarhúsa sem ekki hafa getað haldið fundi vegna þeirra þar sem fjöleignarhúsalögin heimila ekki rafræna fundi. Nú liggur hins vegar fyrir að fleiri fá að koma saman. Að auki liggja fyrir drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fjöleignarhús þar sem lagt er til að laga tiltekin ákvæði laganna að tækniframförum í rafrænum samskiptum svo sem að heimila rafræna húsfundi, nota rafræn skjöl og tölvupósta í samskiptum innan húsfélaga. Þar sem lögunum hefur ekki verið breytt miðast umfjöllunin hér við þau eins og þau eru. Ákveðnar formreglur gilda um boðun húsfunda og töku ákvarðana. Því er mikilvægt að rétt sé staðið að málum svo ákvörðun sé lögmæt og bindandi fyrir eigendur. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús skal aðalfundur húsfélags haldinn ár hvert fyrir lok aprílmánaðar. Aðalfundir eru hins vegar ekki ólögmætir af þeirri ástæðu einni saman að þeir séu ekki haldnir innan þeirra tímamarka. Félagsmálaráðuneytið hefur frá því í byrjun apríl 2020 lagt til að aðalfundum verði frestað vegna þeirra aðstæða sem hafa verið og bent á þann möguleika að halda aðalfundinn sem halda átti í fyrra með aðalfundinum í ár. Boða þarf til aðalfundar skriflega og með sannanlegum hætti með minnst 8 og mest 20 daga fyrirvara. Í fundarboði skal greina fundartíma, fundarstað og dagskrá. Þá skal geta þeirra mála sem ræða á og meginefni tillagna þeirra sem leggja á fyrir fundinn. Vilji eigandi fá mál tekið fyrir og til atkvæðagreiðslu á aðalfundi skal hann greina stjórn frá því skriflega með þeim fyrirvara að unnt sé að geta þeirra í fundarboði. Á aðalfundi skulu fyrir tekin eftirtalin mál: Skýrsla stjórnar og umræður um hana. Framlagning ársreikninga til samþykktar og umræður um þá. Kosning formanns. Kosning annarra stjórnarmanna. Kosning varamanna. Kosning endurskoðanda og varamanns hans. Framlagning rekstrar- og framkvæmdaáætlunar fyrir næsta ár. Ákvörðun hússjóðsgjalda. Mál sem tiltekin eru í fundarboði. Önnur mál. Mismunandi er hve margir þurfa að samþykkja ákvörðun og hve margir þurfa að vera á fundi til að ákvörðun teljist lögmæt. Meginreglan er sú að samþykki einfalds meirihluta eigenda nægi miðað við hlutfallstölur á löglega boðuðum húsfundi án tillits til fundarsóknar. Sé hins vegar um að ræða ákvarðanir sem allir eigendur þurfa að samþykkja eða 2/3 hlutar eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta eru gerðar kröfur um fundarsókn. Eðli málsins samkvæmt þurfa allir að vera á fundi og greiða atkvæði með ákvörðun sem allir þurfa að samþykkja. Þegar um er að ræða ákvarðanir sem 2/3 hlutar þurfa að taka verður a.m.k. helmingur eigenda bæði miðað við fjölda og eignarhluta að vera á fundi og tilskilinn meiri hluti þeirra að greiða atkvæði með tillögu. Sé fundarsókn ekki nægileg en tillagan þó samþykkt með 2/3 hlutum atkvæða á fundinum bæði miðað við fjölda og eignarhluta þá skal innan 14 daga halda nýjan fund og bera tillöguna aftur upp á honum. Sá fundur getur tekið ákvörðun án tillits til fundarsóknar og fái tillagan tilskilinn meiri hluta (2/3) á fundinum telst hún samþykkt. Höfundur er lögmaður hjá Fasteignamálum Lögmannsstofu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar