Stefán Darri breyttist úr skúrk í hetju undir lokin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. febrúar 2021 16:00 Stefán Darri Þórsson tryggði Fram stig gegn Stjörnunni. vísir/hulda margrét Mikil spenna var á lokakafla leiks Fram og Stjörnunnar í Olís-deild karla í gær þar sem Frammarinn Stefán Darri Þórsson kom mikið við sögu. Starri Friðriksson jafnaði í 28-28 fyrir Stjörnuna með sínu áttunda marki. Fram fór í sókn sem endaði með skoti Stefáns Darra framhjá þegar hálf mínúta var eftir. Leiktöf var vissulega yfirvofandi en skot Stefáns Darra var víðsfjarri markinu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók umsvifalaust leikhlé og stillti upp í lokasókn liðsins. Hún gekk vel upp og Tandri Már Konráðsson skoraði og kom Garðbæingum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 28-29. Fram tók miðjuna í flýti, Stefán Darri fékk boltann, fór framhjá Tandra og skoraði með góðu skoti framhjá Adam Thorstensen í marki Stjörnunnar í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 29-29 og Stefán Darri eflaust manna fegnastur með þá niðurstöðu. Lokakafla leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokakaflinn hjá Fram og Stjörnunni Þrátt fyrir að Fram hefði jafnað á elleftu stundu hefði þjálfari liðsins, Sebastian Alexandersson, viljað fá stigin tvö enda leiddu hans menn nánast allan tímann. „Við vorum í bílstjórasætinu og mér fannst við spila mjög vel stærsta hluta leiksins. Jújú við jöfnuðum en mér fannst við eiga að vinna þennan leik,“ sagði Sebastian eftir leikinn. Patrekur sagði að Stjörnumenn hefðu ekki átt skilið meira en eitt stig út úr leiknum. „Ég hefði nú viljað tvö stig, út af því að við erum með boltann og gerðum allt rétt. Ég vildi fá skot þegar 5 sekúndur voru eftir. Síðan í restina þá er það líka þannig að ef þú brýtur geturðu fengið víti og rautt svo þetta var bara vel gert hjá Stefáni að skora í restina. Auðvitað vildi ég tvö stig, en miðað við hvernig leikurinn var þá er þetta bara sanngjarnt. Framararnir voru miklu, miklu betri en við í byrjun en þetta var ennþá leikur í hálfleik. Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt,“ sagði Patrekur. Fram er í 9. sæti Olís-deildarinnar með tíu stig en Stjarnan í því fimmta með tólf stig. Í næstu umferð mætir Fram KA á heimavelli á meðan Stjarnan sækir Íslandsmeistara Selfoss heim. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Fram Stjarnan Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira
Starri Friðriksson jafnaði í 28-28 fyrir Stjörnuna með sínu áttunda marki. Fram fór í sókn sem endaði með skoti Stefáns Darra framhjá þegar hálf mínúta var eftir. Leiktöf var vissulega yfirvofandi en skot Stefáns Darra var víðsfjarri markinu. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, tók umsvifalaust leikhlé og stillti upp í lokasókn liðsins. Hún gekk vel upp og Tandri Már Konráðsson skoraði og kom Garðbæingum yfir í fyrsta sinn í leiknum, 28-29. Fram tók miðjuna í flýti, Stefán Darri fékk boltann, fór framhjá Tandra og skoraði með góðu skoti framhjá Adam Thorstensen í marki Stjörnunnar í þann mund sem leiktíminn rann út. Lokatölur 29-29 og Stefán Darri eflaust manna fegnastur með þá niðurstöðu. Lokakafla leiksins má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokakaflinn hjá Fram og Stjörnunni Þrátt fyrir að Fram hefði jafnað á elleftu stundu hefði þjálfari liðsins, Sebastian Alexandersson, viljað fá stigin tvö enda leiddu hans menn nánast allan tímann. „Við vorum í bílstjórasætinu og mér fannst við spila mjög vel stærsta hluta leiksins. Jújú við jöfnuðum en mér fannst við eiga að vinna þennan leik,“ sagði Sebastian eftir leikinn. Patrekur sagði að Stjörnumenn hefðu ekki átt skilið meira en eitt stig út úr leiknum. „Ég hefði nú viljað tvö stig, út af því að við erum með boltann og gerðum allt rétt. Ég vildi fá skot þegar 5 sekúndur voru eftir. Síðan í restina þá er það líka þannig að ef þú brýtur geturðu fengið víti og rautt svo þetta var bara vel gert hjá Stefáni að skora í restina. Auðvitað vildi ég tvö stig, en miðað við hvernig leikurinn var þá er þetta bara sanngjarnt. Framararnir voru miklu, miklu betri en við í byrjun en þetta var ennþá leikur í hálfleik. Ég held að bæði lið séu bara pínu svekkt,“ sagði Patrekur. Fram er í 9. sæti Olís-deildarinnar með tíu stig en Stjarnan í því fimmta með tólf stig. Í næstu umferð mætir Fram KA á heimavelli á meðan Stjarnan sækir Íslandsmeistara Selfoss heim. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Fram Stjarnan Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Magnús Ver í 55. sæti á lista yfir bestu íþróttamenn sögunnar Sport Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Fótbolti Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Emil leggur skóna á hilluna Sport Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi Sjá meira