Handbolti

Fyrir­liði Þórs aftur úr axlar­lið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Valþór Atli eftir að hafa farið úr lið í dag.
Valþór Atli eftir að hafa farið úr lið í dag. Akureyri.net

Valþór Atli Guðrúnarson, fyrirliði Þórsara í Olís deild karla í handbolta, fór úr axlarlið í tveggja marka tapi Þórs gegn KA í dag. Er þetta í annað sinn á rúmum mánuði sem það gerist.

Frá þessu var greint á vefmiðlinum Akureyri.net.

Þegar tæplega fimmtán mínútur lifðu leiks í stórleik dagsins á Akureyri varð Valþór Atli fyrir því óláni að fara úr axlarlið. Til að bæta gráu ofan á svart þá töpuðu hans menn öðru sinni á skömmum tíma fyrir erkifjendunum í KA en leiknum lauk með 21-19 sigri þeirra gulglæddu.

Valþór Atli var þarna að fara úr axlarlið í annað skiptið á stuttum tíma en hann fór einnig úr lið í lok janúar. Hann sneri óvænt aftur til leik er Þór vann Gróttu um síðustu helgi en nú má reikna með því að hann verði frá í dágóða stund.

Þórsarar eru í 11. sæti deildarinnar með fjögur stig, þremur minna en Grótta sem situr í tíunda sætinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.