Brjótum ísinn Alma Hafsteinsdóttir skrifar 17. febrúar 2021 13:30 Samtök áhugafólks um spilafíkn sendu þann 4. febrúar síðastliðinn, þegar átakið lokum.is fór af stað, deildum Rauða Krossins á Íslandi (RKÍ) og björgunarsveitum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) erindi þar sem óskað var eftir svörum stjórna deildanna og sveitanna um viðhorf þeirra til spilakassareksturs þessara samtaka. Við gerum okkur grein fyrir að almennir félgar hafa ekki beina aðkomu að ákvörðunum stjórnar en RKÍ og SL væru samt ekkert án sjálfboðaliða. Að gerast sjálfboðaliði ber vitni um gott og fallegt hjartalag. Að bjóða fram starfskrafta sína í þágu samfélagsins eins og þið gerið er aðdáunarvert og alls ekki sjálfgefið. Engu að síður er um að ræða ótrúlega mikinn fjölda fólks sem bæði fórnar tíma sínum og brennur fyrir því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Hvernig samtökin fjármagna sig hlýtur að vera fólki sem leggur starfseminni lið hjartans mál. Spilakassarrekstur er fjármögnunaraðferð sem enginn vill ræða. Það má ekki minnast á hann á fundum, það má ekki tala um hann opinberlega. Við viljum brjóta ísinn með þessa þöggun. Svör eru farin að berast og gleðjumst við yfir jákvæðum viðbrögðum og birtum hér dæmi um slík viðbrögð ásamt spurningum okkar: Er stjórnin samþykk því að Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitir landsins séu fjármagnaðar með rekstri spilakassa? „Nei, teljum það vera skaðlegt fyrir ímynd SL vegna almenningsálits. Í staðinn ætti SL að reyna að fjölga bakvörðum.“ Telur stjórnin að rekstur spilakassa samræmist gildum og reglum björgunarsveitarinnar? „Nei, við teljum að það sé siðferðislega rangt að vera að þiggja peninga af einstaklingum sem eru haldnir spilafíkn.“ Hver eru viðbrögð stjórnarinnar við því að SÁÁ hefur nú dregið sig út úr rekstri spilakassa, þar sem það samræmist ekki gildum SÁÁ? „Stjórnin fagnar því að SÁÁ hafi tekið þessa ákvörðun og hvetur SL til að gera slíkt hið sama.“ Það var aldrei ætlunin að hver einstaklingur setti jafn mikla peninga í spilakassana og gerst hefur og að kassarnir yrðu jafn ávanabindandi og þeir eru í dag. Því síður stóð til að jafn fámennur hópur og raun ber vitni stæði undir fjármögnuninni. Það þarf kjark og þor til að taka afstöðu gegn spilakassarekstri Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar. Við fögnum því að umræðan er farin af stað og menn eru farnir að þora að lýsa skoðunum sínum. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem eru í forsvari fyrir lokum.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Hafsteinsdóttir Fíkn Fjárhættuspil Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök áhugafólks um spilafíkn sendu þann 4. febrúar síðastliðinn, þegar átakið lokum.is fór af stað, deildum Rauða Krossins á Íslandi (RKÍ) og björgunarsveitum innan Slysavarnafélagsins Landsbjargar (SL) erindi þar sem óskað var eftir svörum stjórna deildanna og sveitanna um viðhorf þeirra til spilakassareksturs þessara samtaka. Við gerum okkur grein fyrir að almennir félgar hafa ekki beina aðkomu að ákvörðunum stjórnar en RKÍ og SL væru samt ekkert án sjálfboðaliða. Að gerast sjálfboðaliði ber vitni um gott og fallegt hjartalag. Að bjóða fram starfskrafta sína í þágu samfélagsins eins og þið gerið er aðdáunarvert og alls ekki sjálfgefið. Engu að síður er um að ræða ótrúlega mikinn fjölda fólks sem bæði fórnar tíma sínum og brennur fyrir því að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Hvernig samtökin fjármagna sig hlýtur að vera fólki sem leggur starfseminni lið hjartans mál. Spilakassarrekstur er fjármögnunaraðferð sem enginn vill ræða. Það má ekki minnast á hann á fundum, það má ekki tala um hann opinberlega. Við viljum brjóta ísinn með þessa þöggun. Svör eru farin að berast og gleðjumst við yfir jákvæðum viðbrögðum og birtum hér dæmi um slík viðbrögð ásamt spurningum okkar: Er stjórnin samþykk því að Slysavarnafélagið Landsbjörg og björgunarsveitir landsins séu fjármagnaðar með rekstri spilakassa? „Nei, teljum það vera skaðlegt fyrir ímynd SL vegna almenningsálits. Í staðinn ætti SL að reyna að fjölga bakvörðum.“ Telur stjórnin að rekstur spilakassa samræmist gildum og reglum björgunarsveitarinnar? „Nei, við teljum að það sé siðferðislega rangt að vera að þiggja peninga af einstaklingum sem eru haldnir spilafíkn.“ Hver eru viðbrögð stjórnarinnar við því að SÁÁ hefur nú dregið sig út úr rekstri spilakassa, þar sem það samræmist ekki gildum SÁÁ? „Stjórnin fagnar því að SÁÁ hafi tekið þessa ákvörðun og hvetur SL til að gera slíkt hið sama.“ Það var aldrei ætlunin að hver einstaklingur setti jafn mikla peninga í spilakassana og gerst hefur og að kassarnir yrðu jafn ávanabindandi og þeir eru í dag. Því síður stóð til að jafn fámennur hópur og raun ber vitni stæði undir fjármögnuninni. Það þarf kjark og þor til að taka afstöðu gegn spilakassarekstri Rauða krossins á Íslandi og Slysavarnafélagins Landsbjargar. Við fögnum því að umræðan er farin af stað og menn eru farnir að þora að lýsa skoðunum sínum. Höfundur er formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem eru í forsvari fyrir lokum.is.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar