Handbolti

Þrándur Gíslason Roth: Ég þarf að árétta eða rétta nokkrar alhæfingar

Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar
Afturelding lagði botnlið ÍR að velli í kvöld.
Afturelding lagði botnlið ÍR að velli í kvöld.

Þrándur Gíslason Roth, leikmaður Aftureldingar, var ánægður eftir sigur á ÍR í kvöld. Jafn leikur fram á 50. mínútu en þá gáfu Afturelding í og unnu leikinn, 22-27.

,,Mér líður mjög vel, þetta var gríðarlega mikilvægt. Þetta var ekta leikur á móti botnliðinu. Við máttum hafa vel fyrir þessu og þetta er eins og við höfðum ráðgert. Hanga í leiknum og þetta yrði stál í stál fyrstu 50 mínúturnar svo skildu leiðir,“ sagði Þrándur að leik loknum.

Leikja álag á liðinum er mikið þessa daganna eftir Covid-pásuna og hefur Afturelding til að mynda misst nokkra leikmenn sína í meiðsli.

,,Með álagið, þá er þetta alveg rosalega erfitt fyrir ungu drengina, þeir eru alveg í löngum röðum að komast að hjá sjúkraþjálfaranum. Þetta reynir minna á okkur eldri. Við þolum þetta betur.“

,,Maður er nú ekki í þessu fyrir undirbúningstímabilið. Við erum mjög fegnir að vera komnir aftur á parketið og menn eru að komst í gírinn.“

Nú hafa hárgreiðslutilraunir Þránds verið mikið á milli tannana hjá sérfræðingum Seinni bylgjunnar og þeir vildu fá svör.

,,Ég þarf að árétta eða rétta nokkrar alhæfingar. Ég tapaði ekki veðmáli, en ég tók hinsvegar áskorun frá Gunna að raka mig ekki fyrr en við töpuðum leik. Það kom nátturulega Covid-pása þannig það gafst ekkert færi á að tapa leik þá. Ég var orðin helvíti ófrínilegur um jólin og þá var ekkert annað að gera en að vera eins jólalegur og hægt var,“ sagði Þrándur að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×