Handbolti

HSÍ mun ekki aðhafast í máli Britney Cots

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Úr leik FH og ÍBV.
Úr leik FH og ÍBV. Skjáskot/Stöð 2

Handknattleikssamband Íslands, HSÍ, mun ekki aðhafast frekar í máli Britney Cots, leikmanns FH í Olís-deild kvenna.

Í viðtali við Morgunblaðið á dögunum sakaði hún Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, um að hafa ýtt sér harkalega í leik FH og ÍBV í Olís-deildinni fyrir rúmum þremur vikum síðan.

Guðmundur Pedersen, þjálfari FH, sagði frá því í viðtali við Vísi að málið væri á borði HSÍ.

HSÍ sá ekki ástæðu til að fara með málið lengra en það kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.

Klippa: Ekki ástæðu til að taka mál Britney Cots gegn Sigurði Bragasyni lengra

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×