Stjórnmál, eitthvað fyrir mig? Sigrún Birna Steinarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon skrifa 15. febrúar 2021 08:01 Oft er fjallað um stjórnmál eins og einangrað fyrirbæri í samfélaginu, heim út af fyrir sig sem varði aðra litlu en þá sem þar taka beinan þátt. Þetta er skaðleg aðgreining og horfir fram hjá því hvað stjórnmálin og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil og dagleg áhrif á líf okkar allra. Þetta á bæði við um ákvarðanir sveitarstjórna sem hafa mikil áhrif á það nærumhverfi sem hver og einn býr við. Við tilheyrum öll jú einhverju sveitarfélagi sem með sínum skipulagsákvörðunum mótar að minnsta kosti hið manngerða umhverfi, hefur með það að gera hvernig staðið er að leikskóla- og grunnskólamálum, veiti félagsþjónustu o.s.frv. En einnig og ekki síður skipta stjórnmálin á landsvísu okkur öll miklu máli og alveg sérstaklega móta ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórna þá framtíð sem bíður okkar. Það er að segja að svo miklu leiti sem það er á valdi okkar mannanna að hafa áhrif þar á. Það er því sérstaklega slæmt ef ungt fólk aðgreinir sig og sinn veruleika eða er aðgreint frá stjórnmálunum eins og einhverju sem varði það litlu og jafnvel að það hafi ekki þekkingu eða reynslu á málinu og þá skipti það þau ekki máli. Það er með stjórnmálin eins margt annað að þau geta lítið gert við hinu liðna. Aðstæður í núinu, á líðandi stund eru eins og þær eru og þeim er sjaldan hægt að breyta mikið öðruvísi en þannig að það fari smátt og smátt að hafa áhrif inn í framtíðinni. Eitt helsta baráttumál samtímans, hamfarahlýnun, er dæmi um slíkt. Vandamálið er það áríðandi að þörf er á aðgerðum strax en árangurinn mun hinsvegar sjást þegar komið er inn í framtíðina. Í raun snýst þetta því að mestu leyti um framtíðina. Að reyna með skynsamlegum ákvörðunum og framsýni að gera heiminn aðeins betri á morgun en hann er í dag eða var í gær. Þetta verkefni þurfum við öll að hjálpast að við. Ekki með því að fara öll í sveitarstjórnir eða á þing. Nei, heldur með því að láta okkur hlutina varða, kynna okkur þá, mynda okkur skoðun og reyna svo að beita okkur í samræmi við það. Það gerum við með því að vera ekki sama, taka þátt í umræðum, með því að færa rök fyrir okkar sjónarmiðum og með því að kjósa svo þá fulltrúa í sveitarstjórn eða á þing sem við erum mest sammála, sem við treystum best. Hér skiptir fjölbreytnin öllu máli. Það er nauðsynlegt að fólk á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn og skoðanir og af öllum kynjum taki þátt. Láti sínar raddir heyrast, láti sín sjónarmið koma fram og noti sinn lýðræðislega rétt í kosningum. Svo þurfa einhverjir að bjóða fram krafta sína, vera tilbúnir til að vera fulltrúar tiltekinnar hugmyndafræði og sjónarmiða við borðin þar sem ákvarðanir eru teknar. Og ekki bara einhverjir. Sá hópur þarf að vera fjölmennur og endurspegla vel fjölbreytileika samfélagsins. Ekki síst er það mikilvægt að ungt fólk blandi sér í málin. Ungt fólk er stór hluti samfélagsins sem því miður hefur átt alltof lítinn sess á sviði stjórnmálanna hingað til. Það er ekki sérlega rökrétt eða hvað að þau sem eldri eru taki hinar stóru ákvarðanir sem mestu skipta um það hvernig samfélagsgerðin verður eða náttúran og umhverfið verða á sig komin eftir 20, 30 eða 40 ár. Það eru auðvitað þeir sem nú eru að leggja af stað út í lífið sem eiga mest undir í þeim efnum. Þess vegna eru stjórnmálin eitthvað fyrir þig, eitthvað fyrir okkur öll. Við þurfum öll að eiga aðgang að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar, hvort sem það sé innan grasrótar stjórnmálaflokka, sem kjörnir fulltrúar eða við kjörkassann. Auðvitað líka fyrir þá sem eiga efri árin fram undan og vilja geta eytt þeim við öruggar aðstæður og lifað þann tíma með reisn. En, stjórnmálin eru alveg sérstaklega eitthvað fyrir þau sem eiga mestalla ævina framundan. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna. Sigrún Birna Steinarsdóttir er formaður Ungra vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2021 Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Sjá meira
Oft er fjallað um stjórnmál eins og einangrað fyrirbæri í samfélaginu, heim út af fyrir sig sem varði aðra litlu en þá sem þar taka beinan þátt. Þetta er skaðleg aðgreining og horfir fram hjá því hvað stjórnmálin og ákvarðanir sem þar eru teknar hafa mikil og dagleg áhrif á líf okkar allra. Þetta á bæði við um ákvarðanir sveitarstjórna sem hafa mikil áhrif á það nærumhverfi sem hver og einn býr við. Við tilheyrum öll jú einhverju sveitarfélagi sem með sínum skipulagsákvörðunum mótar að minnsta kosti hið manngerða umhverfi, hefur með það að gera hvernig staðið er að leikskóla- og grunnskólamálum, veiti félagsþjónustu o.s.frv. En einnig og ekki síður skipta stjórnmálin á landsvísu okkur öll miklu máli og alveg sérstaklega móta ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórna þá framtíð sem bíður okkar. Það er að segja að svo miklu leiti sem það er á valdi okkar mannanna að hafa áhrif þar á. Það er því sérstaklega slæmt ef ungt fólk aðgreinir sig og sinn veruleika eða er aðgreint frá stjórnmálunum eins og einhverju sem varði það litlu og jafnvel að það hafi ekki þekkingu eða reynslu á málinu og þá skipti það þau ekki máli. Það er með stjórnmálin eins margt annað að þau geta lítið gert við hinu liðna. Aðstæður í núinu, á líðandi stund eru eins og þær eru og þeim er sjaldan hægt að breyta mikið öðruvísi en þannig að það fari smátt og smátt að hafa áhrif inn í framtíðinni. Eitt helsta baráttumál samtímans, hamfarahlýnun, er dæmi um slíkt. Vandamálið er það áríðandi að þörf er á aðgerðum strax en árangurinn mun hinsvegar sjást þegar komið er inn í framtíðina. Í raun snýst þetta því að mestu leyti um framtíðina. Að reyna með skynsamlegum ákvörðunum og framsýni að gera heiminn aðeins betri á morgun en hann er í dag eða var í gær. Þetta verkefni þurfum við öll að hjálpast að við. Ekki með því að fara öll í sveitarstjórnir eða á þing. Nei, heldur með því að láta okkur hlutina varða, kynna okkur þá, mynda okkur skoðun og reyna svo að beita okkur í samræmi við það. Það gerum við með því að vera ekki sama, taka þátt í umræðum, með því að færa rök fyrir okkar sjónarmiðum og með því að kjósa svo þá fulltrúa í sveitarstjórn eða á þing sem við erum mest sammála, sem við treystum best. Hér skiptir fjölbreytnin öllu máli. Það er nauðsynlegt að fólk á öllum aldri, með mismunandi bakgrunn og skoðanir og af öllum kynjum taki þátt. Láti sínar raddir heyrast, láti sín sjónarmið koma fram og noti sinn lýðræðislega rétt í kosningum. Svo þurfa einhverjir að bjóða fram krafta sína, vera tilbúnir til að vera fulltrúar tiltekinnar hugmyndafræði og sjónarmiða við borðin þar sem ákvarðanir eru teknar. Og ekki bara einhverjir. Sá hópur þarf að vera fjölmennur og endurspegla vel fjölbreytileika samfélagsins. Ekki síst er það mikilvægt að ungt fólk blandi sér í málin. Ungt fólk er stór hluti samfélagsins sem því miður hefur átt alltof lítinn sess á sviði stjórnmálanna hingað til. Það er ekki sérlega rökrétt eða hvað að þau sem eldri eru taki hinar stóru ákvarðanir sem mestu skipta um það hvernig samfélagsgerðin verður eða náttúran og umhverfið verða á sig komin eftir 20, 30 eða 40 ár. Það eru auðvitað þeir sem nú eru að leggja af stað út í lífið sem eiga mest undir í þeim efnum. Þess vegna eru stjórnmálin eitthvað fyrir þig, eitthvað fyrir okkur öll. Við þurfum öll að eiga aðgang að borðinu þar sem ákvarðanir eru teknar, hvort sem það sé innan grasrótar stjórnmálaflokka, sem kjörnir fulltrúar eða við kjörkassann. Auðvitað líka fyrir þá sem eiga efri árin fram undan og vilja geta eytt þeim við öruggar aðstæður og lifað þann tíma með reisn. En, stjórnmálin eru alveg sérstaklega eitthvað fyrir þau sem eiga mestalla ævina framundan. Steingrímur J. Sigfússon er forseti Alþingis og fyrrverandi formaður Vinstri grænna. Sigrún Birna Steinarsdóttir er formaður Ungra vinstri grænna.
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar