Handbolti

Arnar Birkir tryggði Aue nauman sigur

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arnar Birkir í landsleik með B-landsliði Íslands.
Arnar Birkir í landsleik með B-landsliði Íslands. vísir/vilhelm

Arnar Birkir Hálfdánsson tryggði Íslendingaliði Aue góðan sigur í þýsku B-deildinni í handbolta í dag.

Aue er þjálfað af Rúnari Sigtryggssyni en í dag fékk liðið heimsókn frá Dessau-Roslauer.

Arnar Birkir gerði tuttugasta og þriðja mark Aue þegar rúm ein mínúta lifði leiks og reyndist það síðasta mark leiksins og um leið sigurmarkið því Aue vann leikinn 23-22 eftir að staðan í leikhléi var jöfn, 10-10.

Sveinbjörn Pétursson stóð vaktina í marki Aue hálfan leikinn.

Á sama tíma í Danmörku áttust við Holstebro og Silkeborg þar sem Silkeborg hafði betur með tveimur mörkum, 31-33. Hægri hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir Holstebro.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×