Umfjöllun og viðtöl: FH - Haukar 19-33 | Burst í Krikanum

Andri Már Eggertsson skrifar
Hart var barist í Krikanum í dag.
Hart var barist í Krikanum í dag. vísir/hulda margrét

Hafnarfjarðar slagurinn varð aldrei spennandi. Haukar gengu frá leiknum með góðum leik á báðum endum vallarins og endaði leikurinn með 19-33 sigri Hauka.

Það mátti sjá að Haukarnir mættu með mikla orku í þennan Hafnafjarðar slag. Liðið byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði fyrstu fjögur mörk leiksins.

Sóknarleikur FH var heilt yfir í fyrri hálfleik mjög slakur og tilviljunarkenndur. Til að byrja með skoraði liðið ekki mark úr opnum leik fyrr en eftir tíu mínútna leik. Liðið átti í erfiðleikum með að finna opnanir á þéttri vörn Hauka sem gerðu vel í að brjóta niður sóknarleik FH.

FH liðið sá ekki til sólar í dag.vísir/hulda margrét

Sóknarleikur Hauka var til fyrirmyndar í fyrri hálfleik. Liðið keyrði upp hraðann þegar á þurfti þar sem Sara Odden kom á ferðinni oft á tíðum og valdi skot eða sendingu. Haukar héldu til búningsklefa með 7 marka forskot 8 - 15.

FH mætti í seinni hálfleikinn líkt og þann fyrri með lélegan sóknarleik sem Haukar nýttu sér og kaf sigldu heimamönnum. FH skoraði aðeins þrjú mörk á tæpum átján mínútum sem Haukar nýttu sér með auðveldum mörkum og juku forrystu sína hægt og bítandi.

Leikurinn litaðist á því að Haukar voru gott sem búið að vinna leikinn um miðbik seinni hálfleiks og gátu þjálfarannir nýtt bekkinn sinn og fengu margar stelpur að spreyta sig í dag.

FH voru orðnar alveg pressulausar í lokinn sem gerði þeim ágætlega fyrir þar sem þær náðu upp nokkrum góðum sóknum en niðurstaðan 19 - 33 sigur Hauka.

Elín Klara svífur inn.vísir/hulda margrét

Af hverju unnu Haukar?

Haukar hafa verið á frábærri siglingu í síðustu leikjum og byggðu þær ofan á það með góðum leik bæði varnarlega og sóknarlega.

Liðið gerði vel í að keyra upp hraðann þegar á þurfti sem FH vörnin réði illa við og áttu þær í erfiðleikum þegar Sara Odden kom á ferðinni.

Varnarleikur Hauka var til fyrirmyndar í dag, þær lokuðu á allt sem FH reyndi að gera og þvinguðu þær oft á tíðum í mjög erfiðar tilraunir sem endaði oft með skotum hátt yfir markið eða tæknifeilum.

Hverjar stóðu upp úr?

Haukar gerðu vel í að opna hornið fyrir Birtu Lind Jóhannsdóttur sem nýtti sér það og skilaði að lokum 6 mörkum.

Sara Odden nýtti styrk og hæð sína í dag. Hún gerði 4 mörk sem lituðust oft á því að hún kom á ferðinni og reif sig upp og skoraði sem FH réði ekkert við. FH átti síðan í miklum vandræðum með að komast framhjá henni í vörn þar sem hún stóð einsog klettur.

Hekla sækir að marki FH en Emilía Ósk og Hildur verjast henni.vísir/hulda margrét

Hvað gekk illa?

Mótspyrna FH var ekki mikil í dag. Varnarlega voru þær mjög smeykar við að berja frá sér og klukka sóknarmennn Hauka í löglegum brotum, þetta litaðist mikið á því að þær voru að koma of seint í varnar aðgerðir sem leit mjög klaufalega út og fengu Haukar tíu vítaköst í leiknum.

Hvað gerist næst?

Rúmar tvær vikur eru í að Olís deild kvenna fari aftur af stað á nýjan leik en þá fer FH í ferðalag til Akureyrar og mætir sterku liði KA/Þór í KA heimilinu laugardaginn 27. febrúar næstkomandi.

Gunnar Gunnarsson og stelpurnar hans í Haukum fá Fram í heimsókn á Ásvöllum 27. febrúar klukkan 17:00 í beinni á Stöð 2 Sport.

Haukarnir gátu leyft sér að fagna í dag.vísir/hulda margrét

Gunnar: Metnaður á æfingum er að skila sér í leikjum

„Það var mjög gaman að sjá hvernig liðið mitt mætti til leiks á báðum endum vallarins. Við náðum upp góðum varnarleik sem og markvörslu sem skilaði sér í einföldum mörkum á hinum enda vallarinns,” sagði Gunnar Gunnarsson, þjálfari Hauka, kátur eftir leik.

Seinni hálfleikur byrjaði vel hjá Haukum og mátti sjá að liðið slakaði hvergi á þó þær höfðu með sér gott forskot.

„Við töluðum um það í hálfleik að fá sömu orku og við sýndum í byrjun leiks, við vildum aldrei gefa FH færi á að koma sér inn í leikinn sem mér fannst aldrei gerast og kláruðu stelpurnar leikinn með stæl.”

Haukar hafa verið á frábæru skriði í undanförnum leikjum þar sem Haukar hafa fengið 5 stig úr síðustu þremur leikjum.

„Ég er mjög ánægður með síðustu leiki liðsins og framlagið sem stelpurnar eru að leggja í þetta þar sem þær mæta með mikinn metnað og vilja til að verða betri á æfingar sem er að skila sér í framförum á liðinu.”

Guðmundur svekkir sig í kvöld.vísir/hulda margrét

Guðmundur: Slakur leikur hjá okkur

Þetta var slakur leikur hjá okkur í dag. Ég á erfitt með að leggja fingurinn á það hvers vegna við mætum ekki strax til leiks, við fengum fín færi sem okkur tókst ekki að nýta nógu vel,” sagði Guðmundur svekktur.

Vörn Hauka var mjög góð í dag sem gerði FH mjög erfitt fyrir og áttu þær í erfiðleikum með að skora á löngum köflum. Guðmundur sagði að uppleggið fyrir leik var að reyna hreyfa vörn Hauka sem þeim tókst síðan aldrei að gera og var niðurstaða leiksins eftir því.

„í hálfleik ræddum við um að snúa lélegum fyrri hálfleik við, ég reyndi að stappa stálinu í stelpurnar en það virtist ekki hafa gengið heldur sem er hægt að skrifa á mig sem þjálfara liðsins.”

Mikið hefur verið rætt og ritað um Britney Cox leikmann FH þar sem hún fór í fjölmiðla og lét Sigurð Bragason þjálfara ÍBV heyra það eftir að hafa stjakað við henni í leik milli FH og ÍBV fyrir tæpum tveimur vikum.

„Ég vissi af vanlíðan hennar eftir leikinn á móti ÍBV. Þetta mál var komið á borð hjá HSÍ áður en þetta fór í fjölmiðla og vona ég að það komi á endanum farsæl niðurstaða í málið.”

„Við verðum að bera virðingu fyrir viðbrögðum einstaklinga en þó set ég ekki þann stimpil að Siggi Braga hafi ætlað sér að vera með árás á Britney. Að mínu mati á þjálfari ekki að snerta leikmann andstæðings inn á vellinum.”

Guðmundur er búinn að ræða við Sigurð Bragason eftir atvikið og hefur fengið hans hlið á málinu umdeilda og talar Guðmundur um að það hafi aldrei verið ætlunin hjá Sigga að særa Britney.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira