Covid er sama um þig Guðmundur Kári Þorgrímsson skrifar 7. febrúar 2021 14:37 Það er Covid hjá mér, fjölskyldu minni og alls staðar í kring. Líka hjá þér. Ég þarf að vera með andlitsgrímu í almennum rýmum, ég kemst takmarkað í heita pottinn í lauginni, ég þarf að skrá fyrir fram hvenær ég vil mæta í ræktina, ég kemst ekki í jarðarför vegna fjöldatakmarkana, ég þarf ætíð að huga að tveggja metra reglunni og ég þarf endalaust að pæla í því hvort ég megi stíga inn í rými eða ekki vegna fjöldatakmarkana. Og ég er þreyttur á því. Það sem ég þarf hins vegar að átta mig á er það að þú ert líka þreytt(ur). Þú þarft líka að bera grímu, húma í köldu lauginni þegar ekki er pláss í pottinum, horfa á jarðarfarir í gegnum tölvuna og telja fólk í almennum rýmum. Covid er ekki persónuleg árás á mig. Covid er ekki að gera mér neitt, eða eyðileggja mitt líf, eða hafa áhrif á mína fjölskyldu. Því það er Covid hjá öllum, ekki bara mér og þér. Það voru margir sem náðu að hreyfa sig þrátt fyrir lokanir líkamsræktarstöðva. Það eru í dag margir sem ná að bera grímu á hverjum degi, oft heilu vinnudagana. Það eru margir sem komast á fætur á morgnanna þó svo að Covid standi á þröskuldinum, starandi og ögrandi. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í ræktina. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég er ekki í jafn góðu formi í dag og fyrir ári. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í sund. Covid er ekki afsökunin en hún má vera skýringin, eða alla vega hluti af henni. Ég nenni ekki í ræktina af því ég nenni því ekki. Ég er ekki í jafn góðu formi í dag af því ég hef ekki nennt að hreyfa mig jafn mikið og ég gerði. Ég fer ekki jafn oft í sund því ég nenni ekki að taka sénsinn á pottinum. Þetta nennuleysi mitt mætti kannski skýra með Covid en staðreyndin er samt einfaldlega sú að ég nenni ekki. Það er eitthvað sem ég verð að eiga við mig því ég hef jú fulla stjórn á minni nennu og það er það sem ég, og jafnvel þú, hef verið að hunsa. Til eru ýmis dæmi um að fólk mæti seint vegna Covid, gleymi að svara tölvupósti vegna Covid og borði meiri sætindi vegna Covid. En lífið er til allrar hamingju/því miður mun einfaldara en það. Oftast er það bara ég á móti heiminum og ábyrgðin hvílir á mér. En þannig er það víst líka hjá þér. Sama hvað ég blóta og pirrast út í Covid hefur það engin áhrif á heimsfaraldurinn. Pirringur getur hins vegar haft meiriháttar áhrif á líf mitt og skap þeirra í kringum mig. En á engum tímapunkti mun Covid biðja mig afsökunar. Því að Covid er sama um mig. Og þig líka. Höfundur er landsliðsmaður í hópfimleikum og fimleikaþjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Það er Covid hjá mér, fjölskyldu minni og alls staðar í kring. Líka hjá þér. Ég þarf að vera með andlitsgrímu í almennum rýmum, ég kemst takmarkað í heita pottinn í lauginni, ég þarf að skrá fyrir fram hvenær ég vil mæta í ræktina, ég kemst ekki í jarðarför vegna fjöldatakmarkana, ég þarf ætíð að huga að tveggja metra reglunni og ég þarf endalaust að pæla í því hvort ég megi stíga inn í rými eða ekki vegna fjöldatakmarkana. Og ég er þreyttur á því. Það sem ég þarf hins vegar að átta mig á er það að þú ert líka þreytt(ur). Þú þarft líka að bera grímu, húma í köldu lauginni þegar ekki er pláss í pottinum, horfa á jarðarfarir í gegnum tölvuna og telja fólk í almennum rýmum. Covid er ekki persónuleg árás á mig. Covid er ekki að gera mér neitt, eða eyðileggja mitt líf, eða hafa áhrif á mína fjölskyldu. Því það er Covid hjá öllum, ekki bara mér og þér. Það voru margir sem náðu að hreyfa sig þrátt fyrir lokanir líkamsræktarstöðva. Það eru í dag margir sem ná að bera grímu á hverjum degi, oft heilu vinnudagana. Það eru margir sem komast á fætur á morgnanna þó svo að Covid standi á þröskuldinum, starandi og ögrandi. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í ræktina. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég er ekki í jafn góðu formi í dag og fyrir ári. Covid er ekki ástæðan fyrir því að ég nenni ekki í sund. Covid er ekki afsökunin en hún má vera skýringin, eða alla vega hluti af henni. Ég nenni ekki í ræktina af því ég nenni því ekki. Ég er ekki í jafn góðu formi í dag af því ég hef ekki nennt að hreyfa mig jafn mikið og ég gerði. Ég fer ekki jafn oft í sund því ég nenni ekki að taka sénsinn á pottinum. Þetta nennuleysi mitt mætti kannski skýra með Covid en staðreyndin er samt einfaldlega sú að ég nenni ekki. Það er eitthvað sem ég verð að eiga við mig því ég hef jú fulla stjórn á minni nennu og það er það sem ég, og jafnvel þú, hef verið að hunsa. Til eru ýmis dæmi um að fólk mæti seint vegna Covid, gleymi að svara tölvupósti vegna Covid og borði meiri sætindi vegna Covid. En lífið er til allrar hamingju/því miður mun einfaldara en það. Oftast er það bara ég á móti heiminum og ábyrgðin hvílir á mér. En þannig er það víst líka hjá þér. Sama hvað ég blóta og pirrast út í Covid hefur það engin áhrif á heimsfaraldurinn. Pirringur getur hins vegar haft meiriháttar áhrif á líf mitt og skap þeirra í kringum mig. En á engum tímapunkti mun Covid biðja mig afsökunar. Því að Covid er sama um mig. Og þig líka. Höfundur er landsliðsmaður í hópfimleikum og fimleikaþjálfari.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun