Veik börn vandamál? Valgerður Sigurðardóttir skrifar 6. febrúar 2021 17:36 Það er fyrir löngu orðið óásættanlegt að börn í Fossvogsskóla séu veik af því einu að dvelja í skólanum. Því miður er það er veruleiki sumra barna sem stunda nám við Fossvogsskóla. Nú er svo komið að foreldrar eru að gefast upp, þeirra eina lausn er að selja eigur sínar og flytja til þess að börn þeirra geti stundað nám í húsnæði sem ekki er heilsuspillandi. Þrátt fyrir það sem Reykjavíkurborg hefur gert þá eru börn enn veik. Vandamálið er mygla í húsnæðinu Það er sama á hvern er bent, hvorki nemendaverndarráð eða heilsugæslan getur leyst þetta mál. Því vandinn er ekki veik börn heldur húsnæðið. Reykjavíkurborg ein getur leyst þann mygluvanda sem er í Fossvogsskóla. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar segir um skóla- og frístundaráð: „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki að fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í september var gert samkomulag við foreldra um að ráðast í frekari þrif og sýnatökur. Foreldrar hafa ekkert fengið að vita eftir þær sýnatökur þrátt fyrir óskir um það. Það verður að vera meiri samvinna þegar jafn alvarlegt mál líkt og þetta kemur upp, það er ótækt að foreldrar fái ekki svör og veik börn geta ekki beðið. Getur mygla haft meiri áhrif Sú vitneskja að mygla hefur alvarleg áhrif á heilsufar okkar er sem betur fer tekin alvarlega. Orkuveituhúsið er gott dæmi um alvarleika þess þegar upp kemur mygla, þar kom upp mygla í húsnæði í eigu dótturfyrirtækis Reykjavíkurborgar og var hluti af húsnæðinu dæmdur ónýtur. Hvers vegna þegar mygla finnst í leik- og grunnskólum Reykjavíkur er ekki farin sama leið og gert var með Orkuveituhúsið? Getur verið að hluti af þeim vanda sem er í skólakerfinu, lækkandi einkunnir ásamt fjölgandi greiningum geti verið út af því að húsnæðið sem börnin okkar eru í sé heilsuspillandi? Í það minnsta var betri árangur barna í Fossvogsskóla eftirtektarverður á samræmdu prófum þegar þau voru ekki lengur í gamla húsnæðinu þar sem fundist hafði mygla. Getur verið að mygla eigi stærri þátt í líðan barnanna okkar en við gerum okkur grein fyrir? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er fyrir löngu orðið óásættanlegt að börn í Fossvogsskóla séu veik af því einu að dvelja í skólanum. Því miður er það er veruleiki sumra barna sem stunda nám við Fossvogsskóla. Nú er svo komið að foreldrar eru að gefast upp, þeirra eina lausn er að selja eigur sínar og flytja til þess að börn þeirra geti stundað nám í húsnæði sem ekki er heilsuspillandi. Þrátt fyrir það sem Reykjavíkurborg hefur gert þá eru börn enn veik. Vandamálið er mygla í húsnæðinu Það er sama á hvern er bent, hvorki nemendaverndarráð eða heilsugæslan getur leyst þetta mál. Því vandinn er ekki veik börn heldur húsnæðið. Reykjavíkurborg ein getur leyst þann mygluvanda sem er í Fossvogsskóla. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar segir um skóla- og frístundaráð: „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki að fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í september var gert samkomulag við foreldra um að ráðast í frekari þrif og sýnatökur. Foreldrar hafa ekkert fengið að vita eftir þær sýnatökur þrátt fyrir óskir um það. Það verður að vera meiri samvinna þegar jafn alvarlegt mál líkt og þetta kemur upp, það er ótækt að foreldrar fái ekki svör og veik börn geta ekki beðið. Getur mygla haft meiri áhrif Sú vitneskja að mygla hefur alvarleg áhrif á heilsufar okkar er sem betur fer tekin alvarlega. Orkuveituhúsið er gott dæmi um alvarleika þess þegar upp kemur mygla, þar kom upp mygla í húsnæði í eigu dótturfyrirtækis Reykjavíkurborgar og var hluti af húsnæðinu dæmdur ónýtur. Hvers vegna þegar mygla finnst í leik- og grunnskólum Reykjavíkur er ekki farin sama leið og gert var með Orkuveituhúsið? Getur verið að hluti af þeim vanda sem er í skólakerfinu, lækkandi einkunnir ásamt fjölgandi greiningum geti verið út af því að húsnæðið sem börnin okkar eru í sé heilsuspillandi? Í það minnsta var betri árangur barna í Fossvogsskóla eftirtektarverður á samræmdu prófum þegar þau voru ekki lengur í gamla húsnæðinu þar sem fundist hafði mygla. Getur verið að mygla eigi stærri þátt í líðan barnanna okkar en við gerum okkur grein fyrir? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun