Veik börn vandamál? Valgerður Sigurðardóttir skrifar 6. febrúar 2021 17:36 Það er fyrir löngu orðið óásættanlegt að börn í Fossvogsskóla séu veik af því einu að dvelja í skólanum. Því miður er það er veruleiki sumra barna sem stunda nám við Fossvogsskóla. Nú er svo komið að foreldrar eru að gefast upp, þeirra eina lausn er að selja eigur sínar og flytja til þess að börn þeirra geti stundað nám í húsnæði sem ekki er heilsuspillandi. Þrátt fyrir það sem Reykjavíkurborg hefur gert þá eru börn enn veik. Vandamálið er mygla í húsnæðinu Það er sama á hvern er bent, hvorki nemendaverndarráð eða heilsugæslan getur leyst þetta mál. Því vandinn er ekki veik börn heldur húsnæðið. Reykjavíkurborg ein getur leyst þann mygluvanda sem er í Fossvogsskóla. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar segir um skóla- og frístundaráð: „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki að fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í september var gert samkomulag við foreldra um að ráðast í frekari þrif og sýnatökur. Foreldrar hafa ekkert fengið að vita eftir þær sýnatökur þrátt fyrir óskir um það. Það verður að vera meiri samvinna þegar jafn alvarlegt mál líkt og þetta kemur upp, það er ótækt að foreldrar fái ekki svör og veik börn geta ekki beðið. Getur mygla haft meiri áhrif Sú vitneskja að mygla hefur alvarleg áhrif á heilsufar okkar er sem betur fer tekin alvarlega. Orkuveituhúsið er gott dæmi um alvarleika þess þegar upp kemur mygla, þar kom upp mygla í húsnæði í eigu dótturfyrirtækis Reykjavíkurborgar og var hluti af húsnæðinu dæmdur ónýtur. Hvers vegna þegar mygla finnst í leik- og grunnskólum Reykjavíkur er ekki farin sama leið og gert var með Orkuveituhúsið? Getur verið að hluti af þeim vanda sem er í skólakerfinu, lækkandi einkunnir ásamt fjölgandi greiningum geti verið út af því að húsnæðið sem börnin okkar eru í sé heilsuspillandi? Í það minnsta var betri árangur barna í Fossvogsskóla eftirtektarverður á samræmdu prófum þegar þau voru ekki lengur í gamla húsnæðinu þar sem fundist hafði mygla. Getur verið að mygla eigi stærri þátt í líðan barnanna okkar en við gerum okkur grein fyrir? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Valgerður Sigurðardóttir Mygla í Fossvogsskóla Mest lesið Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það er fyrir löngu orðið óásættanlegt að börn í Fossvogsskóla séu veik af því einu að dvelja í skólanum. Því miður er það er veruleiki sumra barna sem stunda nám við Fossvogsskóla. Nú er svo komið að foreldrar eru að gefast upp, þeirra eina lausn er að selja eigur sínar og flytja til þess að börn þeirra geti stundað nám í húsnæði sem ekki er heilsuspillandi. Þrátt fyrir það sem Reykjavíkurborg hefur gert þá eru börn enn veik. Vandamálið er mygla í húsnæðinu Það er sama á hvern er bent, hvorki nemendaverndarráð eða heilsugæslan getur leyst þetta mál. Því vandinn er ekki veik börn heldur húsnæðið. Reykjavíkurborg ein getur leyst þann mygluvanda sem er í Fossvogsskóla. Á vefsíðu Reykjavíkurborgar segir um skóla- og frístundaráð: „Gætir þess að leikskólar, grunnskólar, frístunda- og félagsmiðstöðvar og frístundaheimili á vegum borgarinnar búi við fullnægjandi húsnæði og að annar aðbúnaður sé fyrir hendi.“ Kennarar og börn búa ekki að fullnægjandi húsnæði í Fossvogsskóla, foreldrar hafa orðið að berjast fyrir því að húsnæðið sé rannsakað á viðunandi hátt, berjast fyrir sjálfsögðum réttindum barna sinna. Það er skýr skylda okkar sem sitjum í skóla- og frístundaráði að bregðast við þegar upp koma mál líkt og í Fossvogsskóla. Í september var gert samkomulag við foreldra um að ráðast í frekari þrif og sýnatökur. Foreldrar hafa ekkert fengið að vita eftir þær sýnatökur þrátt fyrir óskir um það. Það verður að vera meiri samvinna þegar jafn alvarlegt mál líkt og þetta kemur upp, það er ótækt að foreldrar fái ekki svör og veik börn geta ekki beðið. Getur mygla haft meiri áhrif Sú vitneskja að mygla hefur alvarleg áhrif á heilsufar okkar er sem betur fer tekin alvarlega. Orkuveituhúsið er gott dæmi um alvarleika þess þegar upp kemur mygla, þar kom upp mygla í húsnæði í eigu dótturfyrirtækis Reykjavíkurborgar og var hluti af húsnæðinu dæmdur ónýtur. Hvers vegna þegar mygla finnst í leik- og grunnskólum Reykjavíkur er ekki farin sama leið og gert var með Orkuveituhúsið? Getur verið að hluti af þeim vanda sem er í skólakerfinu, lækkandi einkunnir ásamt fjölgandi greiningum geti verið út af því að húsnæðið sem börnin okkar eru í sé heilsuspillandi? Í það minnsta var betri árangur barna í Fossvogsskóla eftirtektarverður á samræmdu prófum þegar þau voru ekki lengur í gamla húsnæðinu þar sem fundist hafði mygla. Getur verið að mygla eigi stærri þátt í líðan barnanna okkar en við gerum okkur grein fyrir? Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun