Körfuboltakvöld um Styrmi Snæ: „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. febrúar 2021 14:02 Styrmir Snær hefur farið mikinn það sem af er leiktíð í Dominos deild karla í körfubolta. Hér er hann í leik gegn Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Styrmir Snær Þrastarson er við það að gera Kjartan Atla Kjartansson og félaga í Dominos Körfuboltakvöldi orðlausa. Þeir héldu áfram að mæra leikmanninn í síðasta þætti. Segja má að Styrmir hafi komið eins og stormsveipur inn í deildina á þessu tímabili. Styrmir Snær var enn og aftur frábær í liði Þórs sem sótti sigur að Hlíðarenda í liðinni viku. Hann skoraði 16 stig ásamt því að sjö fráköst og gefa sex stoðsendingar. „Hann var að henda í flottar stoðsendingar í þessum leik. Hann er með þetta allt. Þetta eru þroskaðar og flottar sendingar,“ sagði Kjartan Atli. „Var að pæla í hvenær þetta gerðist hjá Styrmi. Fullt af strákum sem voru með honum í yngri landsliðum sem eru að sjá hann núna stinga sig af. Hann er að stinga aðra leikmenn af. Ég vill sjá fleiri svona, stráka sem koma bara og stíga þetta skref inn í deildina. Ekki væla að það séu útlendingar fyrir, verið bara betri en þeir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það voru einhver meiðsli sem hægðu aðeins á honum. Hugsa að hann hefði verið kominn þarna fyrr,“ bætti Kjartan Atli við. Einnig var örstutt umræða er varðar yngri flokka feril Styrmis þar sem hann spilaði mest í C eða B-riðli á Íslandsmótinu. „Það skiptir engu máli hvort þú sért A-liði eða A, B eða C-riðli. Haltu áfram, æfðu og þú munt uppskera,“ sagði Kjartan Atli einnig. „Þetta er geggjað blokk hjá honum, tímasetningarnar hans eru frábærar. Og býr til tvö stig,“ sagði Hermann Hauksson er varnarleikur Styrmis var skoðaður. „Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þegar hann áttar sig á þessu. 99 prósent af öllum leikmönnum standa við þriggja stiga línuna og horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina. Hann var að dekka Jón Arnór þarna, var að dekka Tomsick um daginn og Sabin þar á undan. Hann fer alltaf á þá sem skora mest í hinu liðinu.“ „Hann er svo langur, hreyfanlegur og með svo gott jafnvægi á löppunum þegar menn eru að reyna ráðast á hann á dripplinu,“ bætti Kjartan Atli við. Hér að neðan má sjá umræðu Kjartans, Hermanns og Teits um Styrmi Snæ í þætti gærkvöldsins. Klippa: Halda áfram að mæra Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01 Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
Styrmir Snær var enn og aftur frábær í liði Þórs sem sótti sigur að Hlíðarenda í liðinni viku. Hann skoraði 16 stig ásamt því að sjö fráköst og gefa sex stoðsendingar. „Hann var að henda í flottar stoðsendingar í þessum leik. Hann er með þetta allt. Þetta eru þroskaðar og flottar sendingar,“ sagði Kjartan Atli. „Var að pæla í hvenær þetta gerðist hjá Styrmi. Fullt af strákum sem voru með honum í yngri landsliðum sem eru að sjá hann núna stinga sig af. Hann er að stinga aðra leikmenn af. Ég vill sjá fleiri svona, stráka sem koma bara og stíga þetta skref inn í deildina. Ekki væla að það séu útlendingar fyrir, verið bara betri en þeir,“ sagði Teitur Örlygsson. „Það voru einhver meiðsli sem hægðu aðeins á honum. Hugsa að hann hefði verið kominn þarna fyrr,“ bætti Kjartan Atli við. Einnig var örstutt umræða er varðar yngri flokka feril Styrmis þar sem hann spilaði mest í C eða B-riðli á Íslandsmótinu. „Það skiptir engu máli hvort þú sért A-liði eða A, B eða C-riðli. Haltu áfram, æfðu og þú munt uppskera,“ sagði Kjartan Atli einnig. „Þetta er geggjað blokk hjá honum, tímasetningarnar hans eru frábærar. Og býr til tvö stig,“ sagði Hermann Hauksson er varnarleikur Styrmis var skoðaður. „Hann var fyrir utan þriggja stiga línuna þegar hann áttar sig á þessu. 99 prósent af öllum leikmönnum standa við þriggja stiga línuna og horfa á þetta,“ bætti Teitur við. „Hann er yfirleitt settur á bestu leikmennina. Hann var að dekka Jón Arnór þarna, var að dekka Tomsick um daginn og Sabin þar á undan. Hann fer alltaf á þá sem skora mest í hinu liðinu.“ „Hann er svo langur, hreyfanlegur og með svo gott jafnvægi á löppunum þegar menn eru að reyna ráðast á hann á dripplinu,“ bætti Kjartan Atli við. Hér að neðan má sjá umræðu Kjartans, Hermanns og Teits um Styrmi Snæ í þætti gærkvöldsins. Klippa: Halda áfram að mæra Styrmi Snæ Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir „Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01 Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01 Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Sjá meira
„Þorlákshafnarprinsinn“ ánægður með byrjunina Styrmir Snær Þrastarson, leikmaður Þórs Þ., kom í heimsókn í Domino's Körfuboltakvöld á föstudagskvöldið þar sem hann fór yfir frábæra byrjun sína og liðsins á tímabilinu. 31. janúar 2021 12:01
Halda vart vatni yfir ungstirninu í Þorlákshöfn Hinn 19 ára gamli Styrmir Snær Þrastarson hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína með Þór Þorlákshöfn í Dominos-deild karla í vetur. 24. janúar 2021 08:01