Hjálpið okkur frekar en að smána Phoenix Ramos Proppé skrifar 6. febrúar 2021 13:30 Kæra Marta. Til hamingju með að kunna tungumál sem þú lærðir í skóla frá því þú varst barn og er einnig náskylt móðurmáli þínu. Svo tókst þér að læra þriðja tungumálið sem er nátengt þínu öðru máli. Þetta tókst þér í löndum þar sem stuðningur við innflytjendur er ríkulegur, meðal annars í formi tungumálanámskeiða. Svo skrifar þú þessa gagnslausu og fordómafullu grein þar sem þú hneykslast á útlendingum sem tala ekki íslensku. Hvernig á það að gagnast einhverjum? Greinin þín hjálpar engum að læra íslensku en hún hjálpar hins vegar við að auka þá andúð sem sumir Íslendingar hafa á innflytjendum. Í afstöðu þinni notar þú jafnframt tungumálið til að útiloka innflytjendur enn frekar frá íslensku samfélagi. Íslenska er með erfiðari tungumálum sem ég hef kynnst og þó lærði ég mandarín. Við útlendingarnir höfum einfaldlega verið of upptekin við að ala upp börnin ykkar, sjá um gamalmennin ykkar, þrífa undan ykkur skítinn og halda uppi hagvexti til að hafa náð að temja okkur tungumál sem er með 16 orðmyndir af orðinu köttur. Flest myndum við gjarnan vilja læra íslensku en okkur vantar stuðning. Kerfið sem í boði er mætir ekki þörfum þeirra sem þarfnast þess í dag. Þú ert íslenskukennari og ættir að vita betur en flestir hversu mikið flóknari íslenska er en önnur, jafnvel náskyld tungumál. Mér blöskrar að kennari skrifi svona grein. Væri ekki betra, í stað þess að skamma innflytjendur fyrir að læra ekki íslensku, að tala fyrir því að fleiri úrræði séu búin til sem geta hjálpað innflytjendum á vinnumarkaði að læra íslensku? Mér virðist sem þú hafir bæði tímann til þess og einnig menntun og vettvang. Höfundur er bandarískur innflytjandi á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir Ég tala dönsku í Danmörku Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. 3. febrúar 2021 11:00 Talar þú íslensku á Íslandi? Ég geri það, en ekkert að marka mig því ég er fædd og uppalin á Íslandi. Það væri eins ef ég væri fædd og uppalin einhvers staðar annars staðar, þá gæti ég sjálfsagt talað reiprennandi móðurmálið í því landi. Það gefur auga leið. 5. febrúar 2021 07:30 Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Kæra Marta. Til hamingju með að kunna tungumál sem þú lærðir í skóla frá því þú varst barn og er einnig náskylt móðurmáli þínu. Svo tókst þér að læra þriðja tungumálið sem er nátengt þínu öðru máli. Þetta tókst þér í löndum þar sem stuðningur við innflytjendur er ríkulegur, meðal annars í formi tungumálanámskeiða. Svo skrifar þú þessa gagnslausu og fordómafullu grein þar sem þú hneykslast á útlendingum sem tala ekki íslensku. Hvernig á það að gagnast einhverjum? Greinin þín hjálpar engum að læra íslensku en hún hjálpar hins vegar við að auka þá andúð sem sumir Íslendingar hafa á innflytjendum. Í afstöðu þinni notar þú jafnframt tungumálið til að útiloka innflytjendur enn frekar frá íslensku samfélagi. Íslenska er með erfiðari tungumálum sem ég hef kynnst og þó lærði ég mandarín. Við útlendingarnir höfum einfaldlega verið of upptekin við að ala upp börnin ykkar, sjá um gamalmennin ykkar, þrífa undan ykkur skítinn og halda uppi hagvexti til að hafa náð að temja okkur tungumál sem er með 16 orðmyndir af orðinu köttur. Flest myndum við gjarnan vilja læra íslensku en okkur vantar stuðning. Kerfið sem í boði er mætir ekki þörfum þeirra sem þarfnast þess í dag. Þú ert íslenskukennari og ættir að vita betur en flestir hversu mikið flóknari íslenska er en önnur, jafnvel náskyld tungumál. Mér blöskrar að kennari skrifi svona grein. Væri ekki betra, í stað þess að skamma innflytjendur fyrir að læra ekki íslensku, að tala fyrir því að fleiri úrræði séu búin til sem geta hjálpað innflytjendum á vinnumarkaði að læra íslensku? Mér virðist sem þú hafir bæði tímann til þess og einnig menntun og vettvang. Höfundur er bandarískur innflytjandi á Íslandi
Ég tala dönsku í Danmörku Á námsárum mínum í Danmörku lagði ég mig fram um að tala dönsku. Bæði vegna þess að ég vissi að ég næði betra sambandi við fólkið sem bjó í landinu og einnig af virðingu við Dani og móðurmál þeirra. 3. febrúar 2021 11:00
Talar þú íslensku á Íslandi? Ég geri það, en ekkert að marka mig því ég er fædd og uppalin á Íslandi. Það væri eins ef ég væri fædd og uppalin einhvers staðar annars staðar, þá gæti ég sjálfsagt talað reiprennandi móðurmálið í því landi. Það gefur auga leið. 5. febrúar 2021 07:30
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar