Rifbeinsbrotnaði í öðrum leiknum eftir endurkomuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. febrúar 2021 12:31 Stella Sigurðardóttir verður frá næstu vikurnar vegna rifbeinsbrots. vísir/hulda margrét Stella Sigurðardóttir leikur ekki með Fram næstu vikurnar þar sem hún er rifbeinsbrotin. Stella sneri aftur á handboltavöllinn í síðasta mánuði eftir sjö ára fjarveru. Hún neyddist til að hætta 2014 vegna höfuðmeiðsla. Í öðrum leik sínum eftir endurkomuna, gegn FH 23. janúar, varð Stella fyrir því óláni að rifbeinsbrotna. „Í leiknum gegn FH fékk ég þungt högg ofan á bringuna. Á miðvikudeginum fattaði ég að þetta væri kannski eitthvað alvarlegt. Þá átti ég orðið erfitt með að anda, hósta og hreyfa mig. Ég hef verið í hvíld síðan,“ sagði Stella við Vísi í dag. Hún vonast til að geta snúið aftur á völlinn í þessum mánuði. Enn verkjuð „Læknirinn sagði að þetta yrðu allavega fjórar vikur, fjórar til sex, en ég er að gæla við þrjár vikur. Ég veit samt ekki alveg, ég verð bara að sjá hvernig ég verð. Ég er allavega ekki orðin góð, er enn með mikla verki og er ekki enn byrjuð að hreyfa mig.“ Steinunn Björnsdóttir meiddist einnig í leiknum gegn FH, fékk þungt högg á augað og missti sjónina tímabundið. Hún er þó öll að koma til og var á skýrslu í sigrinum á Stjörnunni á þriðjudaginn. „Þetta var blóðugur leikur fyrir okkur,“ sagði Stella og hló. „Þetta var óheppni í báðum tilfellum, hjá mér og Steinunni. Þetta var samt hálf leiðinlegt, nýkomin til baka.“ Þarf tíma til að komast í handboltaform Stella lék sinn fyrsta leik í sjö ár þegar Fram vann ÍBV, 26-25, í fyrsta leik deildar- og bikarmeistaranna eftir hléið langa. Síðan kom FH-leikurinn en Stella hefur misst af síðustu tveimur leikjum Fram. Fyrir utan rifbeinsbrotið segir Stella endurkomuna hafa verið ánægjulega. „Ég er góð í skrokknum, þannig séð. Ég þarf bara að komast í betri leikæfingu og mæta á fleiri æfingar. Ég byrjaði ekkert fyrr en í desember. Þetta var ekki nema mánuður sem ég náði að æfa. Ég þarf bara smá tíma til að koma mér í handboltaform.“ Fljót að hlaupa út af Í leikjunum tveimur sem Stella spilaði einbeitti hún sér að varnarleiknum og hætti sér lítið fram yfir miðju. „Ég vil meina að þetta hafi grafist smá. Ég get alveg staðið í vörn og var alltaf fljót að hlaupa út af í fyrstu tveimur leikjum. Ég var ekkert mikið spennt fyrir því að fara í sóknina en það kemur kannski,“ sagði Stella sem skoraði samt eitt mark í leikjunum tveimur. „Það er ágætt að nýta tímann núna í að koma öxlinni aðeins í gang. Maður fann það þegar maður byrjaði að kasta að hún var dottin úr leikæfingu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir „Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
Stella sneri aftur á handboltavöllinn í síðasta mánuði eftir sjö ára fjarveru. Hún neyddist til að hætta 2014 vegna höfuðmeiðsla. Í öðrum leik sínum eftir endurkomuna, gegn FH 23. janúar, varð Stella fyrir því óláni að rifbeinsbrotna. „Í leiknum gegn FH fékk ég þungt högg ofan á bringuna. Á miðvikudeginum fattaði ég að þetta væri kannski eitthvað alvarlegt. Þá átti ég orðið erfitt með að anda, hósta og hreyfa mig. Ég hef verið í hvíld síðan,“ sagði Stella við Vísi í dag. Hún vonast til að geta snúið aftur á völlinn í þessum mánuði. Enn verkjuð „Læknirinn sagði að þetta yrðu allavega fjórar vikur, fjórar til sex, en ég er að gæla við þrjár vikur. Ég veit samt ekki alveg, ég verð bara að sjá hvernig ég verð. Ég er allavega ekki orðin góð, er enn með mikla verki og er ekki enn byrjuð að hreyfa mig.“ Steinunn Björnsdóttir meiddist einnig í leiknum gegn FH, fékk þungt högg á augað og missti sjónina tímabundið. Hún er þó öll að koma til og var á skýrslu í sigrinum á Stjörnunni á þriðjudaginn. „Þetta var blóðugur leikur fyrir okkur,“ sagði Stella og hló. „Þetta var óheppni í báðum tilfellum, hjá mér og Steinunni. Þetta var samt hálf leiðinlegt, nýkomin til baka.“ Þarf tíma til að komast í handboltaform Stella lék sinn fyrsta leik í sjö ár þegar Fram vann ÍBV, 26-25, í fyrsta leik deildar- og bikarmeistaranna eftir hléið langa. Síðan kom FH-leikurinn en Stella hefur misst af síðustu tveimur leikjum Fram. Fyrir utan rifbeinsbrotið segir Stella endurkomuna hafa verið ánægjulega. „Ég er góð í skrokknum, þannig séð. Ég þarf bara að komast í betri leikæfingu og mæta á fleiri æfingar. Ég byrjaði ekkert fyrr en í desember. Þetta var ekki nema mánuður sem ég náði að æfa. Ég þarf bara smá tíma til að koma mér í handboltaform.“ Fljót að hlaupa út af Í leikjunum tveimur sem Stella spilaði einbeitti hún sér að varnarleiknum og hætti sér lítið fram yfir miðju. „Ég vil meina að þetta hafi grafist smá. Ég get alveg staðið í vörn og var alltaf fljót að hlaupa út af í fyrstu tveimur leikjum. Ég var ekkert mikið spennt fyrir því að fara í sóknina en það kemur kannski,“ sagði Stella sem skoraði samt eitt mark í leikjunum tveimur. „Það er ágætt að nýta tímann núna í að koma öxlinni aðeins í gang. Maður fann það þegar maður byrjaði að kasta að hún var dottin úr leikæfingu.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild kvenna Fram Tengdar fréttir „Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Grindavík á lífi eftir dramatíska endurkomu Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Sjá meira
„Þá var ég orðin mjög hrædd“ Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði Framkvenna, var aftur á skýrslu í síðasta leik og snéri þá aftur eftir hafa fengið slæmt högg á höfuðið í leik á móti FH. 4. febrúar 2021 11:46
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Fram 26-33 | Endurkomusigur meistaranna Fram vann sterkan endurkomusigur á Stjörnunni í Mýrinni í kvöld er liðin mættust í Olís-deild kvenna. Eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik unnu gestirnir sjö marka sigur, 26-33. 2. febrúar 2021 21:45
Leik lokið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita